Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 30

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 30
FLUG Arngr. Sigurðsson: Flugmyndasamkeppnin. Friendship og kemur ])ar i'rani gott auga Ólafs fyrir formum, línum og lögun. Aðr- ar myndir Ólafs voru ekki sem bezt „kopíeraðar" og pappírinn ekki heppileg- ur fyrir svona litlar myndir. Við urðum nefnilega líka að taka tillit til ])ess, hvern- ig takast myndi að gera prentmyndir eft- ir myndunum. 1‘riðju heztu myndirnar sendi Sveinn Haraldsson, Njörvasundi 21, Reykjavík. Leit Sveins að formum einkenndi myndir lians, og hirtum við tvær þeirra. Önnur er tekin fyrir aftan Douglas DC-6B, en hin heint framan á Boeing Stratocruiser. Vonandi prentast þær vei. Eg vil geta ]>ess, að fieiri tóku svipaðar myndir, t. d. var ein góð af nefi Twin- Bonanza, en hún var ekki nógu skýr öll, of dauf að ofan. Fjórðu beztu myndirnar átti Engilbert Gíslason (Box 209) i Vestmannaeyjum. Við vöidum eina, sem sýnir Friendship á flugi. Satt að segja voru allar myndir Engilberts góðar og sumar sérstaktega skemmtilegar. Þær voru þó ekki kopier- aðar á heppilegan pappír og sýndust fyr- ir bragðið óskýrar eða hefðu a. m. k. mátt vera deklu-i. Engilbert er 17 ára og efni- legur ljósmyndari, og hann sendi grcinar- góðar skýringar með hverri mynd. Sá fimmti, sem við völdum til verð- launa, var Helgi Omar Sveinsson, Sigtúni 28, Reykjavík. Hann sendi nokkrar all- góðar myndir, sem þurftu þó mildllar ktippingar við. Hér t)irtum við mynd af de Havilland Dove í lendingu. Myndin var að vísu ekki skýr, cn prentast vonandi vel. ÆSKAN mun verðlaun |>essa fimm ljós- myndara með bókum, sem sendar verða mjög ln-áðlega. Persónulega vildi ég bjóð- t ágúst i fyrra efndi Flugþátturinn til samkeppni um ljósmyndir af flugvélum. Myndum átti að skila fyrir septemberlok. Margar myndir bárust, og það var eftir- tektarvert, hve góðar þær voru. Nokkrir sendu margar myndir, sumir aðeins eina. Ég vil taka það fram, að klippa þurfti af svo að segja öllum myndunum, líka þeim myndum, sem valdar hafa vcrið til verðlauna. Það er alkunna, að Jjósmynd- arar klippa jafnan svo og svo miliið af einni — eða jafnvel öllum — hlið mynda sinna. Þetta er afar oft nauðsynlegt, til þess að fá gott jafnvægi í myndirnar. Satt að segja lagast flestar myndir við svona afklippingar. Fólk áttar sig yfirleitt ekki á þessu, það vill ekki „skemma" myndina, ]>egar hún kemur úr framköllun. En ]>etta er misskilningur. I>að skuluð ]>ið reyna við tækifæri. Jæja, víkjum þá aftur að keppninni. Sá, sem að okkar dómi (ég fékk listamann og Ijósmyndara mér til aðstoðar) átti beztu myndirnar, var Iíristján Þ. Víkingsson (14 ára), Munkaþverárstræti 2, Akureyri. Flestar mynda hans voru teknar á Akur- eyrarflugvelli. Myndir Kristjáns voru sér- staklcga skýrar. Við birtum tvær myndir frá honum. Næst heztu myndirnar átti Ólafur Kr. Guðmundsson, Víðivölluin við Elliðavatn. Verðlaunamynd hans var af stélinu á 94

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.