Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 8
VILLI ferðalangur og fíllinn hans. Eftir aS hafa verið í tinnámunni bauð Bolivar Villa og Hannibal að koma heim til sín og kynnast fjölskyldu sinni og fá eitthvað að borða. Húsið var ekki langt frá námunni, og foreldrar og „Hvaða hvíta bygging er þetta þarna?“ apurði Villi. 72 eldri bróðir, sem kallaður var Miguel, tóku vinsam- lega á móti Villa og Hannibal. Það var mikill og góður matur á borðum, og Hannibai fékk skál fulla af ávöxt- um til þess að hressa sig á. Þegar máltíðinni var lokið, sagði Miguel við Villa, að hann yrði að skoða La Paz, höfuðborg Bólivíu, og bauð honum og Hannibal með sér. Villi var mjög þakklátur fyrir þessa hugmynd. Hannibal var settur aftan í bílinn, og þegar Villi hafði kvatt Bolivar og foreldra hans, var haldið af stað. Á meðan þeir voru á leiðinni, sagði Miguel Villa ýmislegt um borgina La Paz. „Hún er raunverulega ekki höfuðborg Bólivíu,“ sagði Miguel. „Það er borgin Sucre, sem er í suð- austurhluta landsins, sem er hin raunverulega höfuð- borg. En þar sem forseti landsins og ríkisstjórn hans hafa aðsetur í La Paz, eru flestir, sem skoða þá borg sem höfuðborgina." „Og vel á minnzt,“ sagði Miguel með nokkru stolti í málrómnum. „Borgin stendur í 12.400 feta hæð yfir sjávarmáli, og fólk, sem kemur þangað í fyrsta sinn, kann ekki vei við andrúmsloftið fyrstu tvo eða þrjá dagana sem það dvelur þar. Vegna þess hve borgin

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.