Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Síða 7

Æskan - 01.02.1969, Síða 7
★ ★Jarðarbúum fjölgar um 180.000 á hverjum degi. Á miðju ári 1967 var tala jarðarbúa komin upp í 3.420 milljónir, segir í nýbirtri árbók Sameinuðu þjóðanna. Hin nýbirta árbók, sem er nr. 19 í flokknum, sem hófst 1948, er samin af hagstofu Sameinuðu þjóðanna og flytur tölfræðilegar upplýsingar frá ná- lega 350 löndum og landsvæðum um allan heim. I árbókinni koma meðal annars fram eftirfarandi atriði: Á tímabilinu frá miðju ári 1966 til jafnlengdar 1967 jókst íbúa- fjöldi jarðarinnar að meðaltali um 180.000 á dag. Þrír fjórðu hlutar jarðarbúa eiga heima í vanþróuðum svæðum heimsins og rúmur helmingur alls mannkyns býr í Asíu. íbúatala Kína á meginlandinu var talin vera 720 milljónir á miðju ári 1967. í heiminum eru nú 1700 borgir með 100.000 ibúa eða þar yfir. Rúmur helmingur íbúa Norður-Ameriku og nálega helmingur ibúanna á Kyrrahafssvæðinu býr í borgum af þessari stærð. [ Suður-Ameríku, Evrópu og Sovétríkjunum býr um þriðjungur íbú- anna í svo stórum borgum, en f Afríku og Asíu eiga einungis um 10 prósent íbúanna heima í borgum af þessari stærð. Eins og stendur eru nú í heiminum 83 borgir með yfir milljón íbúa, og eru 39 þeirra í Asíu, 18 í Evrópu, 7 í Sovétríkjunum, 7 í Suður- Ameríku, 9 í Norður-Ameríku og 3 í Afriku. Hér er skrá yfir 18 stærstu borgir heims, og er þá útborgum sleppt: Tókíó 8.907.000, New York 7.968.000, Lundúnir 7.185.000, Sjanghaí 6.900.000, Parls 6.850.000, Moskva 6.422.000, Chicago 6.000.000, Sao Paulo 5.383.000, Bombay 4.902.651, Kairó 4.219.853, Rio de Janeiro 4.031.000, Peking 4.010.000, Seoul 3.794.959, Mexíkóborg 3.353.033, Leningrad 3.296.000, Tsintsín 3.320.000, Ósaka 3.133.000, Kalkútta 3.072.196. Köngurlóin, sem missti netin sín. Það var einn góðan sunnu- dag. Ég var að ganga upp með lœknum. Hann rann á milli hárra grasbakka og náðu stráin nærri saman yfir lækinn. Vatn- ið var nú alveg að jiorna af lmrrkinum. Þegar ég hafði gengið nokkurn spöl, flaug upp úr læknum önd, sem haföi ver- ið að fleyta ungum sínum niður lækinn. Um leið og hún flaug upp reif hún í sundur köngur- lóarnetið, sem var þar yfir læk- inn. Ég sá dýrið hlaupa fram og aftur með netjaðrinum i vandræða fumi. Nú voru öll veiðitækin burtu og veiðin lika. Það var ekki hægt að slóra. Köngurlóin byrjaði strax aftur að vefa nýtt net, því ekki var hægt að vera matarlaus. Hún fikraði sig upp eftir puntstrá- inu og þá svignaði stráið, svo ]>að náði yfir á binn bakkann. Þá var búið að fá einn streng- inn. Svo kom hver strengurinn af öðrum unz netið var tilbúið. Svo bcið köngurlóin við festar netsins um stund. Hana nú, þá rykkti eitthvað stórt í festina. Köngurlóin hljóp af stað út á netið. O jú, ]>að voru þá komnar tvær smáflugur. Namm, namm, ekki þurfti ég þá að vera lengi matarlaus, liugsaði köngurlóin. Köngurlær eru afar grimm rán- dýr, sem eru áræðnar og kænar. Þær eta mikið af smáflugum á sumrin, en sofa i dvala á veturna. Utan um eggin sín spinna þær smáan, hvítan linoðra, sem skin á eins og silki. Þar liggja eggin og klekj- ast út. Jón afi. HALLÓ! Páfagaukar eru hreint ekki eins heimskir og menn lialda. Maður nokkur, sem hafði feng- ið páfagauk i afmælisgjöf, tók þegar i stað að kenna honum að tala. Hann staðnæmdist fyrir framan búrið og hrópaði: — Halló! Halló ! Hann ætlaðist til, að páfa- gaukurinn lærði þetta, svo að liann kynni að heilsa gestum kumpánlega. En gauksi svar- aði kallinu hinn rólegasti: — Gjörið þér svo vel! Þér hafið samband! 71

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.