Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 22

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 22
INGIBJÖRG ÞORBERGS: 99 Gítarinn minn úí Vegna flensunnar og vegna tilmæla borgarlæknis, féllu niður ýmsar skemmtanir um jól og nýár. Mörg börn, sem venjulega fara á jólatrésskemmtanir, komust það ekki núna. Þau fá þá ef til vill að fara í leikhús í staðinn. Það eru ekki aðeins borgar- börnin, sem fá að fara, heldur koma einnig hópar utan af landi. Og nú er ykkur alveg óhætt að fara í leikhús og á aðrar sam- komur, því að nú er Mao-flensan vonandi komin langt út í hafs- auga! Þó er líklega vissara að óska henni ekki þangað, því að hvalir eru sagðir geta fengið sömu sjúkdóma og menn. Og ekki vildi ég, að allir hvalir hafsins fengju inflúensu! — Það yrði erfiðara að ná til þeirra heldur en þriggja bræðra þeirra í sjávar- dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu, sem fengu flensuna um daginn. Þeir fengu lyf með matnum sínum — ekki eina eða tvær pillur — heldur fékk hver þeirra 1500 stykki á sólarhring. Þessi leiðinda flensa var sögð komin frá Kína. Ég man, að ég las einhvern tíma, að þeir segðu þar: „Við þurfum enga mjólk. Við höfum vatnið, sem Mao synti í.“ — Það hefur líklega ekki reynzt sem bezt! Ekki veit ég hvernig hvalir smitast af flensu, nema það sé á sama hátt og menn. Þessar risaskepnur þurfa að koma upp úr sjónum til að anda að sér lofti. Kannski hefur bara einhver lítill strákur hóstað framan í þá! (Ha-ha!) Annars er þetta ekkert grín, og nú skal ég segja ykkur nokkuð, jafnvel þótt þið vitið það. Ef fólk hóstaði ekki og hnerraði, svo að segja beint framan í hvert annað, væru ýmsir sjúkdómar ekki eins útbreiddir og raun ber vitni. Þið ættuð strax á meðan þið eruð lítil að venja ykkur á að bera á ykkur hreinan vasaklút. Taka hann upp og halda fyrir munninn, þegar þið hóstið eða hnerrið. Ef þið hafið gleymt klútnum, þá ættuð þið fremur að taka fyrir munninn með vinstri hendinni. Þá getið þið með góðri samvizku, ef þið hittið einhvern vin ykkar, heilsað og rétt honum hægri höndina. Ég ætla að minnast aðeins nánar á það að hósta út í loftið. Það er Ijótur siður, og ég er hissa á, hversu margir fullorðnir gera það. Maðurinn hefur verið kallaður gangandi skotmark vírusanna. Það munu vera þekkt yfir 500 afbrigði vírusa í manns- líkamanum. Þar af eru milli 40 og 60 vírusategundir, sem orsaka venjulegt kvef, svo eru aðrir, sem valda mislingum, hettusótt, hlaupabólu o. fl. Sá, sem hóstar þannig út í loftið, sendir frá sér herskara af sýklum. Sé ,,sendandinn“ með kvef, flensu eða einhvern þann sjúkdóm, sem berst með úða (en þeir eru margir, eins og við sáum hér að framan), sendir hann þennan sýklainnrásarher svo að segja beina leið upp í næsta mann. Þar með er líkami þessa óheppna viðtakanda orðinn nokkurs konar vígvöllur. Hermenn hans, sem eru hvítu blóðkornin, reyna að gera út af við þennan hættulega innrásarher. Orrusta er hafin. Þar með er viðtakandi orðinn veikur, kominn með sótthita og ýmiss konar vanlíðan. Enginn vill valda öðrum slíku. Þess vegna er það eiginlega skylda þess, sem lasinn er, að halda sig í hæfilegri fjarlægð og umfram allt að hósta ekki beint framan í fólk — en nóg um það. Eins og ég áðan minntist á, er ykkur nú óhætt að fara í leik- hús. Ef þið hafið ekki þegar séð hið skemmtilega leikrit Thor- björns Egners „Síglaða söngvara", sem nú er verið að sýna i Þjóðleikhúsinu, er ég viss um, að mörg ykkar eiga það eftir. Þá lærið þið áreiðanlega mörg hinna ágætu laga, sem þar heyrast, eins og t. d. „Dýrin í Afríku“, ef þið kunnið það ekki nú þegar. Ég læt ykkur hafa hér Ijóðið hans Kristjáns frá Djúpalæk, og merki inn á það gítargrip (sjá bls. 87). Einnig sendi ég ykkur frumsamið lag, eins og venjulega. Að þessu sinni er það lag, sem ég hef oft verið spurð um, hvort ekki væri fáanlegt á nótum. Það hefur ekki verið, en hér með bætum við úr því. Ég raddset það hér fyrir píanó á sem einfald- astan hátt, þannig að sem flestir geti spilað það. Píanóútsetn- ingin er í F-dúr. Það er auðveldara fyrir ykkur að spila það á gítarinn í G-dúr, og læt ég ykkur því hafa gítarhljómana í þeirri tóntegund (sjá bls. 88). Svo getið þið líka fært það t. d. í C-dúr, ef ykkur finnst þægilegra að syngja það þar. Það er margt, sem hann Ari litli vill fá að vita. Hann spyr — og svör fær hann við sumum spurningunum, en eftir öðrum verður hann að bíða þangað til hann er orðinn stór. Þið spyrjið eflaust margs líka, en gerið það nú fyrir mig að spyrja ykkur sjálf nokkurra spurninga. Takið nú gítarinn og spyrjið í huganum: „Hvað heitir þessi hljómur,“ — „þetta grip“, — „hvaða grip á ég að taka, ef ég færi t. d. lag í G-dúr yfir í C-dúr, og á að breyta E7?“ (Ég skal segja ykkur það núna, þá verður E7 = A7) — o. s. frv. Þangað til ég kem til ykkar næst getið þið þá sungið, spilað og spurt! Kærai kveðjur! INGIBJÖRG 86

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.