Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 26

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 26
„Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel.“ — — Bréf barst þættinum frá dreng, sem nefnir sig ,,Einn áhugasamur". Hann hefur áhuga á því að verða þóndi í sveit og biður um miklar upplýsingar því viðvikj- andi. Skulum við nú ræða málið. Þegar landnámsmenn komu hingað til íslands fyrir meira en þúsund árum, tóku þeir næstum allir að erja landið og stunda búskaþ, þótt ýmsir þeirra, er við sjávar- síðuna bjuggu, færu einnig fljótt að sinna fiskveiðum. Má því segja, að landbúnað- urinn sé elzta atvinnugreinin hér á landi. Nú á dögum starfa aðeins 12% þjóð- arinnar að landbúnaði. Þessi tiltölulega fámenna stétt sér þó allri þjóðinni fyrir eftirtöldum matvælum til daglegrar neyzlu: mjólk, skyri, ostum, smjöri, kjöti og einn- ig nokkru af garðávöxtum. Sumir bændur hafa eingöngu kýr sem bústofn og kallast það kúabú, aðrir hafa aftur á móti kýr aðeins til þess að fá mjólk handa heimilis- fólki en því fleira sauðfé. Það kallast fjár- bú. Þetta fer aðallega eftir því, hvar bóndabærinn er staðsettur. Tökum t. d. bónda, sem á heima nálægt mjólkurbúi eða mjólkurvinnslustöð. Honum mundi hentara að búa með það fyrir augum að selja mjólk, en hafa þá færra sauðfé, þótt margir bændur hafi að vísu hvorttveggja, kýr og kindur. Aðrir bændur eru þannig í sveit settir, t. d. langt fram til dala, að það er mjög erfitt fyrir þá að koma frá sér mjólkinni daglega á markaðinn. Þeir kjósa þá margir hverjir heldur að hafa fjárbú. Sumar jarðir henta einnig betur til sauð- fjárbeitar en aðrar. Einnig eru til garð- yrkjubændur, sem næstum eingöngu lifa á garðrækt, munu það helzt vera þeir, sem eiga land með jarðhita. Störfin á sveitabæjum eru margvísleg og breytileg eftir árstíðum. Þau voru erfið áð- ur fyrr, þegar allt varð að vinna með hand- afli einu saman. Nú á dögum er þetta orð- ið allt öðruvísi vegna bættra samgangna og mikillar vélanotkunar. Vorstörfin eru helzt þau að bera áburðinn á túnin, sinna um lambféð, húsaviðgerðir, viðhald tún- girðinga o. fl. Sumarið sjálft fer allt í það að afla heyjanna fyrir komandi vetur. Á haustin þarf að ná fénu af fjalli og slátra því, sem ekki er sett á. Þá fer einnig fram upptaka garðávaxta. Á vetrum er aðal- vinnan í sveitinni sú að hirða búpeninginn, þ. e. kýr, kindur og hesta, og koma mjólk- inni á markaðinn. Góðir kostir bónda eru m. a. þeir, að hann sé hraustur og verklaginn maður og hafi gaman af því að umgangast skepnur. Hann fer vel með búfé sitt og kappkostar að framleiða sem mest og bezt með sem minnstum tilkostnaði. Honum falla vel úti- störf. Hann gengur vel um hús og hey- garða og hann hefur þrifalegt kringum bæ- inn sinn. Sagt er að góður fjármaður sé sá, sem getur setið í klukkustund á réttar- veggnum og horft á uppáhaldsána sína, án þess að láta sér leiðast! Sá bóndi, sem á jörð sína skuldlausa og snoturt bú, er ekki ósvipaður konungi í ríki sínu. Jörðin hans hefur sérstakt nafn, Gullbrekka, Mikligarður, Grund o. s. frv. Jarðirnar hafa einnig sín eigin landamerki, þótt þar standi ekki landmæraverðir, Kkt og í konungsríkjunum úti í heimi. Góður bóndi verður að vera vökull og sívinnandi að búi sínu. Að vorlagi þarf hann að huga vel að lambfénu, koma ný- bornum ám í hús með lömb sín, ef gerir vont veður. Hann þarf að fylgjast með því, hvort nýfæddu lömbin „komist á spena“ og ósjaldan þarf hann að vaka yfir kúm sínum í fjósinu, þegar þær eru komnar að burði, þ. e. a. s. eiga kálfa. Stundum þarf hann að sækja dýralækninn. Góður bóndi er dýravinur og lætur sér annt um, að skepnum hans líði vel, enda er það hlutur, sem borgar sig. Vel með- farnar skepnur gefa meiri afrakstur, tekjur búsins verða meiri. Störf við landbúnað. Hvanneyri í Borgarfirði. Hólar í Hjaltadal. Hvað viltu verða? 90

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.