Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 12

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 12
koma sér sæmilega fyrir, fóru stúlkurnar í dálitla skógar- ferð, meðan hjónin fengu scr hvíld eftir allt erfiðið. Veðrið var mjög gott, sólin var farin að síga til viðar. Allt var hljótt, ekkert heyrðist nema gjálfrið í iildunum er þær bar að landi. Stúlkurnar urðu ósjálfrátt þögular og héldust í hendur. Áður en varði var kominn matmáls- tími, og þær flýttu sér til tjaldsins. Þegar þær komu að tjaldinu, sáu þær hvergi Ámundu og Karl. „Þau hljóta að hafa farið í gönguför eins og við,“ sagði María. Þær steiktu sér flesk og egg á pönnunni og hit- uðu kókó, því þær voru sársvangar. Allt í einu datt þeim snjallræði í hug. Því ekki að kveikja eld hérna úti? Þær hófu strax að tína saman sprek og áður en varði var kom- inn myndarlegur bálköstur. Síðan sótti María gítarinn sinn og þær sungu „Kveikjum eld, kveikjum eld“ og fleiri lög. Þegar þær urðu þreyttar og vildu fara að komast í bólið, slökktu þær eldinn, en hann var þegar orðinn mjög lítill. Það var ekki langrar stundar verk, og áður en varði voru þær komnar ofan í svefnpokana og mösuðu saman í hálfum liljóðum, þangað til þær voru orðnar svo þreyttar og syfjaðar, að þær gátu varla haldið uppi augnalokunum af þreytu; þær buðu því hver annarri góða nótt og steinsofnuðu. Skömmu seinna vaknaði Stína við eitthvert þrusk fyrir utan. Hún reis upp í skyndi og vakti Lísu. „Hvað heldurðu að þetta sé?“ hvíslaði hún að Lísu. Lísa nuddaði stírurnar úr augunum og svaraði hálf önuglega: „Þetta er örugglega eitthvert dýr, sem er að leita sér matar.“ „Nei, áreiðanlega ekki,“ sagði Stína, „nú heyri ég mannamál." Nú vaknaði Lísa til fulls, og áhuginn lét ekki á sér standa. „Við skulum gá, hverjir þetta eru. Kannski eru þetta einhverjir ræningjar, sem ætla að stela frá okkur,“ hvísl- aði hún áköf. Hún skreið yfir Maríu, sem velti sér á hliðina og rumskaði ekki. Hún kíkti út um opið á tjaldinu. „Uss, því ertu að vekja mig upp, þegar ég var í þann veginn að dreyma þann fallegasta draum, sem mig hefur nokkurn tíma dreymt, Jietta eru bara pabbi og mamma.“ Lísa skreið svo langt niður í svefnpokann, að ekki sást nema í nefbroddinn á henni. Ó, Stína skammaðist sín niður fyrir allar hellur. „Já, og farðu nú að sola,“ heyrðist umlað i svefnpok- anum við hlið hennar. María, sem hafði ekki rumskað allan tímann, vaknaði nú og settist upp. „Hvað gengur eiginlega á?“ spurði hún. En hún fékk ekkert svar, því að þær voru þegar sofnaðar. Framhald. Hvaðan kemur þaö? Appelsínu- og sítrónutré eru upprunnin frá Kína. Seinna fluttust þau víða um heim og var plantað þar, sem vaxtar- skilyrði þeirra voru góð. Hér á landi fáum við appelsínur víða að, en mest þó frá Ítalíu, Spáni, Israel og Ameríku. App- elsínutrén bera mikinn ávöxt. Appelsínur. Uppskeran getur skipt þús- undum appelsína á einu tré ár hvert. Það er líkt með appel- sínurnar og bananana, að þeg- ar þeim er pakkað niður til út- flutnings, eru þær ekki full- þroskaðar, eru grænar á lit, þvl að ef þær væru settar full- þroskaðar í kassana, myndu þær fljótt skemmast og kless- ast saman. Þegar þær hafa verið geymdar um stund í geymsluhúsunum eftir uppskip- un, þá fá þær fljótt sinn fagra sólgula lit og eru settar á markaðinn. Það er til fjöldi teg- unda af appelsínum, sumar eru súrar og aðrar sætar. Ljúffeng- ust mun þó talin ein tegundin, sem algengust er ( Kína, en það eru mandarínur. Einstöku sinnum sjáum við þær hér í verzlunum I sinni upprunalegu mynd, en svo eru þær mikið fluttar út sem niðursuðuvara, þá eru þær sykraðar og skorn- ar niður í smábita í dósirnar. Þær eru ákaflega góðar. Áður fyrr voru appelsínur kallaðar eplin frá Kína. Appelslnur eða glóaldin eins og við köllum þær líka, eru mjög mikið notaðar til matar, einkum hráar, og stafar það meðal annars af því, hversu Ijúffengar þær eru og hve mik- ið þær innihalda af vítamínum, einkum C-vítamíni. Teljast þær meðal vítamínríkustu fæðuteg- unda sem til eru. Appelsínur eru einnig mikið notaðar til framleiðslu á appelslnusafa og appelsínumauki. Úr appelslnu- berki er framleidd barkarolía, sem einkum er notuð til bragð- bætis I llkjöra. Leikkonan heimsfræga Bri- gitte Bardot hefur slðastliðin fimm ár barizt I blöðum og sjónvarpi fyrir sársaukalausri aflífun sláturdýra. Þessi bar- átta leikkonunnar hefur nú bor- ið þann árangur, að eitt slátur- hús I París hefur tekið I notk- un tæki, sem á að aflífa dýr- in alveg sársaukalaust. Reynd- ar var Brigitte Bardot ekki eina manneskjan, sem barðist fyrir mannúðlegri meðferð slátur- dýra, en hún er lang frægust franskra dýravina I dag. 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.