Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 9
 yy ? pj; Hannibal var dálítið feiminn fyrst við stóra litríka sjalið, en þegar þeir voru komnir út á götuna, var hann ánægður. liggur hátt, er loftið súrefnisminna heldur en í borg- um nær sjávarmáli. En fólk venst þessu fljótt,“ bætti hann við brosandi. Villi kinkaði kolli og sagði: „Já, mér finnst líka eins og farið sé að kólna, við erum sennilega alltaf að komast hærra og hærra.“ „Ja, ekki vil ég að ykkur verði kalt í landinu okkar,“ sagði Miguel hlæjandi, „svo það fyrsta sem við gerum þegar við komum til La Paz er að kaupa ykkur eitt- hvað hlýtt til að klæðast.“ Nokkrum mínútum síðar ók Miguel inn í La Paz og inn á Plaza Murillo, sem er aðaltorg borgarinnar. „Hvaða hús er þessi stóra bygging þarna?“ spurði Villi um leið og hann hallaði sér út um bílgluggann. „Þetta er forsetahöllin," svaraði Miguel. „Þarna býr forseti Bólivíu, og þar heldur ríkisstjórnin fundi um málefni landsins." Miguel lagði bílnum á góðum stað í hliðargötu, og vinirnir þrír lögðu af stað til þess að kaupa eitt- hvað af hlýjum fatnaði. Nú var Villa orðið verulega kalt, og það lá jafnvel við að ranastúfurinn á Hannibal væri farinn að fá bláleitan lit. „Þarna ættum við að geta fengið eitthvað handa ykkur,“ sagði Miguel og benti yfir götuna. Þar var verzlun og hékk mikið af ýmiss konar fatnaði á veggn- Um fyrir utan búðardyrnar. Inni í verzluninni valdi Villi sér rautt sjal með hvít- um röndum svellþykkt eins og teppi. Hanniþal fékk einnig skrautlegt sjal, það stærsta sem kaupmaðurinn gat fundið í búð sinni. Fyrst í stað var hann dálítið feiminn við að hafa þetta utan um sig, en þegar þeir voru komnir út fyrir, var hann mjög þakklátur Miguel fyrir að hafa keypt þetta handa honum. „Er alltaf svona kalt og hráslagalegt hér í La Paz?“ spurði Villi. „Vissulega ekki,“ svaraði Miguel hlæjandi. „Það er komið að kvöldi núna og það er alltaf kalt á nótt- unni. En á daginn skín sólin og hlýjar allt upp að nýju. Það er af því að við erum komnir svo hátt upp, og þið eruð óvanir veðurfarinu hér, að ykkur finnst svona kalt,“ bætti hann við. „Veiztu það, Villi,“ sagði Miguel, „að það er alveg nýlega búið að koma hér upp brunaliði. Sjáðu til, vegna þess hve loftið er súrefnislítið logar eldur illa, og enginn taldi það nauðsynlegt að hafa brunavarn- arlið hér, en nú eigum við svo margar fallegar bygg- ingar, sem við verðum að varðveita." Vinirnir þrír gengu nú um borgina, og innan skamms voru þeir komnir í úthverfi hennar, þar sem göturnar urðu enn þrattari. Villi og Hannibal fóru að klifra upp háa brekku, og voru brátt komnir langt á undan Miguel. „Halló, þið þarna tveir,“ hrópaði Miguel til þeirra. „Komið þið hingað aftur. Þið lærið fljótt að skilja, að þið eigið ekki að fara svona hratt hér.“ 73

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.