Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 2

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 2
70. árg. 2. tbl. Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, sími 17336, heimasimi 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, heimasimi 23230. Augiýsingar: Hörður Árnason, skrifstofa: Lækjargötu 10A, simi 17336. Útbreiðslustjóri: Finnbogi Júliusson, skrifstofa: Lækjargötu 10A, slmi 17336. Árgangur kr. 250,00 innan- lands. Gjalddagi: 1. apríl. í lausasölu kr. 35,00 eintakið. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavik. Útgefandi: Stórstúka íslands. Prentun: Prentsmiðjan ODDI hf. Febrúar 1969 LITLA hjúkrunarkonan. agSaffc Eflaust er Pepi litla, sem er aðeirts 7 ára, yngsta hjúkrunarkona í heimi. Pepi Klegan, en svo heitir hún fullu nafni, er dóttir leikara í Englandi. Fyrir rúmu ári þurfti Pepi litla að fara á sjúkrahús og láta taka úr sér hálskirtla, og á spítalanum líkaði henni svo vel, að hún þrábað pabba sinn um að fá að koma stund úr degi og hjálpa til á barnadeild spítalans. Þegar pabbi hennar, sem þekkti yfirlækni barnadeildarinnar, hóf máls á þessu við lækninn, brosti hann og sagði: ,,Það er ekkert á móti því að lofa henni að koma og vera hér stund úr degi, hver veit nema það hafi bara góð áhrif á krakkana." Pepi litla fékk meira að segja sinn eigin hjúkr- unarbúning, sem auðvitað þurfti að sauma á hana, og byrjaði svo að koma reglulega á barnadeildina. Foreldrar Pepi litlu héldu i fyrstu að þessi áhugi hennar myndi fljótt dofna, en nú hefur Pepi verið næstum í heilt ár þarna á barnadeildinni að snúast í kringum litlu sjúklingana, og ekkert bendir til þess að áhugi hennar hafi dofnað. Á hverjum degi er hún kemur heim úr skól- anum um 12 leytið borðar hún og skiptir síðan um föt og hjólar á litla hjólinu sínu í starfið, en það er bót í máli að sjúkrahúsið er örskammt frá heimili hennar, og ekki fjölfarin leið á milli. Nýlega var litli bróðir hennar, Jamie, 5 ára gamall, lagður inn á deildina út af smákvilla, og sést hún hér á myndinni vera að hjálpa honum. + Skyndíhjálp. Það skeður oft í eldhúsinu, að húsmóðirin eða aðrir brenna sig, til dæmis á gufu. Unga stúlkan hér á myndinni hefur einmitt orðið fyrir því. Gufan frá katlinum hefur brennt hand- legginn. Hvað gerir hún? Hún flýtir sér að láta renna kalt vatn á handlegginn, og heldur honum undir vatni, þar til sársaukinn er horfinn. Ef nú vatnið er ís- kalt, væri betra að blanda það. Reynslan er nefnilega sú, að 25 gráðu hitastig á Celsíus eða um það bil er bezt. Þegar sársauk- inn er farinn að mestu er bezt að vefja handlegginn með léttu gasbindi. Hunang. Nú gægðist sólin upp fyrir fjallsbrúnina og sendi verm- andi vorgeisla sina yfir bæjar- vegginn að sunnanverðu. Litli skarififillinn, sem óx undir veggnum, kepptist nú við að rifa í sundur bikarreifarnar og lofa sóiargeislunum að skína inn. Ó, mikill er sá ylur. Kom ]>ú fagnandi, kæra vorsól, sagði fifiliinn við sjálfan sig. Ekki var við neinn að mæia, því ekk- ert blóm var sprottið svona snemma. Þegar komið var fram að bádeginu var fífillinn búinn að breiða út ailt sitt fagra skraut. Já, nú var bægt að segja, að hann væri sæll og glaður. Nú dró allt i einu ský fyrir gleði hans. Hópur af fiðr- iidum kom nú fljúgandi og sett- ist á hann og liamaðist við að sjúga í sig hunangið. I>ið skul- uð fá að gjalda fyrir þetta, sagði fifillinn við sj&lfan sig. Nú livað? hvæstu flugurnar. Þær höfðu heyrt i lionum taut- ið. Verið þið rólegar, sagði fif- illinn í friðandi tón. Þið kom- ið við hjá bróður mínuin vænti ég? sagði fifillinn. Þá bið ég að beilsa og bið hann að taka við ykkur eins og ég gerði. Svo brosti fifillinii og tautaði lægra: Þá er það fullkomnað. Þá hef ég senl frævunni frjóið mitt. Svo leið tíminn. Það varkom- ið fram í ágúst. Þá komu nokk- ur fiðrildi fljúgandi og ætluðu að setjast á fífilinn. Nei, hvað var að sjá, aðeins ber kollurinn. Þá sögðu fiðrildin: Já, við böf- um áreiðanlega borgað fyrir hunangið. Jón afi. +

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.