Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 19
Máltíð á Park Hóteli í Voss. Emil og Þorkell.
ræðinn, og er hann heyrði, að þar væru Islendingar á ferð,
sagði hann, að á þessum stað ynnn tvær islenzkar stúlkur,
og mundi hann sjá svo um, að að minnsta kosti önnur
þeirra gengi um beina við horð ferðafélaganna. Þessi gisti-
staður, sem liét nú reyndar því alþjóðlega nafni Park
Hotel, reyndist hafa upp á ágætan mat að bjóða, og þegar
Anna Káradóttir birtist við borðið í hvitum þjónsjakka
með logagytltum borðum og leggingum, þótti þeim Þor-
keli og Emil mikið lil koma. Það var gaman að hitta landa
sinn á svona ágætuin stað. Anna Káradóttir sagðist vera
í 2. bekk Kennaraskólans og vinna þarna yfir sumarið.
Hún ætlaði að vinna til 15. september en fara þá heim
ásamt stöllu sinni, Þóru Kristjánsdóttur, sem þarna vann
iíka. Þóra kom von bráðar, og í sameiningu báru þær ís-
lendingunum, þeim fyrstu sem þær böfðu liitt frá því
þær fóru að lieiman, ágætan málsverð.
Ráðgert var, að þeir Emil, Þorkell, Grímur og Sveinn
liéldu aftur til Gslóar með járnbrautarlestinni, „Bergens-
brautinni“, sem Norðmenn kalla svo, kl. 16.25 þennan dag.
Þau Gunnvör og Tryggvi liöfðu ýmsum störfum að sinna
fyrir blaðið, sem þau unnu lijá, Aftenposten, og því mundu
íslendingarnir kveðja þessa ágætu ferðafélaga í Voss. Áður
ætluðu þau samt að slcoða byggðasafnið og þangað béldu
þau að lokinni máltíðinni á Park Hotel. Byggasafnið í
Voss, sem Norðmenn reyndar kalla „Folkemuseum“, lieit-
ir Mölstertunet; þetta er forn bóndabær, sem stendur í
hliðinni fyrir ofan bæinn og samanstendur af mörgum
fornum byggingum úr tinibri. Miðaldra maður i þjóðbún-
ingi tók á móti þeim við bliðið, og sá vissi nú lengra en
nef bans náði. Hann útskýrði og sagði frá; sýndi bin og
önnur bús, liúsbúnað og sögulegar minjar. Þeir sáu ýmsar
gerðir af ílátum og handverkfærum frá fyrri timum, og
maöurinn i þjóðbúningnum, sem allt vissi og útskýrði,
féll mætavel inn í jiessa mynd. Elztu húsin í Mölstertunet
eru 400 ára gömul, en mörg yngri. Að lokum var farið upp
á loft i einu liúsinu, og Norðmaðurinn í þjóðbúningnum
sagði, að nú værum við komin i „Jenteloftet". Þarna i
„Jenteloftet" eða Jómfrúrbúrinu, eins og tslendingarnir
íslenzkuðu það, gat að lita mikið safn af alls konar klæðn-
aði l'rá fyrri timum. Norðmaðurinn sagði frá því, að jiegar
ung heimasæta trúlofuð ungum manni, kannski á næsta
bæ, lijóst til þess að gifta sig, þá gáfu foreldrarnir henni
stóra og myndarlega kistu, hvar í hcimanmundurinn var
látinn. Heimanmundurinn fór eftir efnum og ástæðum
foreldranna, en kistuna fékk stúlkan, hvernig sem á stóð.
Þarna á loftinu voru nokkrar slíltar kistur, „og,“ sagði
Á járnbrautarstöðinni í Voss.
Grímur, Gunnvör, Tryggvi, Emil og Þorkell.
Norðmaðurinn, „hér var tekið á móti liinum verðandi
tengdasyni í fyrsta sinn. Tengdasonurinn tilvonandi kom
í lieimsókn var leiddur i loftið og þarna tóliu tengdafor-
eldrar og kærasta á móti honum.“ Ýmsa merkilcga gripi
sáu þeir þarna og fatnað, meðal annars ullarsokka, sem
styrktir voru með mannshári. Enn aðra, sem styrktir voru
með hrosshári og fleira og fleira, sem of langt yrði upp
að telja. En nú var komið að kveðjustundinni. Þau flýttu
sér að kveðja Mölstertunet og óku rakleitt að járnbrautar-
stöðinni í Voss. Það stóðst á endum, að lestin rann inn á
stöðina. íslenzku ferðafélagarnir kvöddu þau Gunnvöru
Gjessing og Tryggve Kristiansen með virktum. Þökkuðu
þeim frábært leiðsögustarf og Tryggva afburða akstur um
mjóa og viðsjárverða vegi og báðu fyrir kveðjur til Reidar
Lunde ritstjóra Aftenposten. Og um leið og lestin raun út
af brautarstöðinni í Voss stóðu þau Gunnvör og lryggvi
á brautarpalUnnm og veifuðu.
Nú tók við járnbrautarferðalag, og það vav nýnæmi
fyrir þá Emil og Þorkel. Þeir höfðu sem sé aldrci k unið
i slikt farartæki áður. Eftir að liafa skoðað sig um i vngn-
inuin og liorft á útsýnið meðan ekið var út úr b.cnum,
beindisl athygli þeirra að ferðafélögunum. Þarna var fólk
á öllum aldri. Kornabörn, miðaldra fólk og öldungar.
Tvær gamlar konur sátu til hliðar við þá Emil og Þorkel
og höfðu stórar körfur i kjöltu sinni. Þær fóru með litlu
millibili ofan i körfurnar, tóku upp kaffibrúsa og borðuðu
án livílda. Fyrir aftan þær sat ung stúlka og við hlið
hennar piltur, sem spilaði á gítar. Þau spiluðu lágt og
sungu og söngurinn rann saman við reglubundinn slátt
lijólanna, er þau mættu samskeytum brautarteinanna, og
þetta varð eins og taktsláttur í löngu og miklu tónverki.
Ungi maðurinn með gitarinn liélt áfram að spila og stúlk-
an lians að syngja og gömlu konurnar mauluðu brauðið
sitt, en nú þyngdi í lofti og brátt tók að rigna.
Drengirnir skoðuðu það sem fyrir augu bar, og þar sem
járnbrautin beygði, sáu þeir að glampaði á teinana í væt-
unni. Lestin bélt stöðugt hærra og bærra og þeim fannst
lauf trjánna við brautina skipta um lit eftir þvi sem
lengra leið og hærra dró. Lestin nam staðar á lítilli járn-
brautarstöð. Viðstaðan var stult. Nokkrir farþegar stukku
ú( á pallinn og aðrir hröðuðu sér inn, og svo mjakaðist
lestin af stað aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum.
En allt i einu varð koldimmt í vagninum. Lestin liafði
farið inn í jarðgöng. Jarðgöng á leiðinni milli Voss og
Oslóar eru æði mörg, ef talið er með, þar sem byggt er
yfir brautarteinana vegna lnettu á snjóflóðum.
83