Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 45

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 45
Ljósbjört. Þegar á öðru ári var hún ofurlítið stríðin. Þessa eigin- leika notaði liún til smávægi- legra prakkarastrika, svo sem að stríða eldri systur sinni, og hló hjartanlega að uppátækj- um sínum. Það einkenndi Ljósbjört litlu, að hún gerði flest að leik. Hún lék sér af svo táp- miklu fjöri og með svo mikilli gleði, að hún gleymd’ oft því, sem var að gerast i kringum hana. Mamma hennar varð stund- um að kalla oft til hennar, þegar gleðin altók hana, en það var oft. Einu sinni eignuðust þær •systurnar kettling. Ljósbjört lék sér við liann heilu tímana og virtist aldrei þreytt. Og það lieyrðist til þeirra, því Ljós- bjort hló svo hjartanlega í leik sinum, að hún smitaði alla, sem kynntust lienni. Hún var framúrskarandi dugleg og þrautseig og framkvæmdi með hraða eldingarinnar það, sem henni datt í liug. Stundum ólireinkaði hún sig og fékk þá ofanígjöf hjá móð- ur sinni, sem gjarnan bar hana j)á saman við eldri syst- ur hennar. Þcssi litla stúlka var mjög Ijós yfirlitum, eins og nafnið bendir til, með Ijóst hár og 'jómandi vel ræðin. Það var ulltaf gaman að fylgjast með Ljósbjört, því hún var svo skernmtileg og þó svo látlaus. Þótt undarlegt megi virðast, Getur Ljósbjört litla oi-ðið 'Ujög alvarleg. og þá er hún afar myndug og föst fyrir. Ljósbjört er ekki pjöttuð, en I'tur þó alltaf snyrtilega lit. Enda minnir móðir hennar hana ákveðið á, og litla stúlk- an reynir að fara eftir áminn- mgum hennar. 217. í miðjum bústað Vúlkanusar var eitt- hvað, sem líktist brunni. Vúlkanus hélt mér yfir brunninum og sagði: „Þú vanþakkláti dauðlegi maður. Það er bezt, að þú snúir aft- ur til þess heims, sem þú komst frá.“ 218. Síðan lét hann mig faila niður í brunninn án þess að leyfa mér að segja auka- tekið orð mér til varnar. 219. Ég hrapaði dýpra og dýpra með ofsa- hraða og varð svo skelfdur, að ég missti meðvitund. Ég vissi ekkert af mér langa hríð. 220. Allt í einu ranltaði ég við mér, er ég kom upp á hafsbotni, og sá, að ég myndi vera staddur í víðáttumiklu hafi. 221. Nú rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði fallið frá Etnu þvert gegnum jörðina og var nú kominn upp hinum megin á hnettinuin. Ég get víst rólegur bætt því við, að enginn annar en ég hefur farið þessa leið. Fyrir fáum árum eignaðist Ljósbjört systur. Hún var þá orðin stálpuð. Hún var óum- ræðilega lilý og góð við litlu systur sina og þreyttist aldrei á að leika við hana. Enda fannst litlu systur ekki eins gaman að lcika sér við neinn á heimilinu, eins og Ljósbjört, og það var oft, sem þær léku sér. Það var líka svo margt indælt í fari þessarar tclpu, Hfsgleðin svo smitandi. Ljósbjört gengur vel í skól- anum og er þar vinsæl. Pabbi hennar er sanngjarn við hana og vonar, að dóttir hans verði lánsöm. VÍSA Ljúfa, væna Ljóshjört mín, lánið elti sporin þin. Er þú kát og ærslafull, um þig stráir rauðagull. Þ. J. GATUR Svör af hls. 81. Svör: 1. Skugginn. 2. Fiskar. 8. Eldspýtan. 4. Vindmyllan. 5. Áin. 0. Nafnið. 7. Að lasta. 8. Hugurinn. 0. Gull. 10. Sinn lika. 109 3CXZXCX

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.