Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1969, Qupperneq 17

Æskan - 01.02.1969, Qupperneq 17
Myndin í vinstra horni er af steinbroti, sem súmerskur listamaður hefur skorið út fyrir þúsundum ára, og sýn- ir hermenn á leið til orustu. Tveir langhnífar (rýt- ingar), sem einu sinni hafa tilheyrt súmersk- um hermönnum. Þeir voru úr gulli og fagur- lega skreyttir. Stóra myndin er teikning af því, hvernig súmerskir hermenn munu hafa Iitið út, þegar þeir héldu til orrustu. Skildir þeirra hafa sennilega verið úr harðviði, klæddum leðri og haldið saman með járnnöglum. að merkisbera hjá sér. Þetta var á þeim tíma mikið virðingarembætti, en það var ekki nóg fyrir Sargon, hann vilcli sjálfur verða konungur. Dag nokkurn stóð Sargon fyrir því, að bylting var gerð, og honum tókst að ná völdunum í sínar hendur. Þótt hann væri nú orðinn konungur í Kish, var hann enn ekki ánægður. Hann vildi ráða yfir öllum öðrum borgum í Súmer, og lagði af stað með her sinn í landvinningaferð. í fyrsta skipti í sögunni var þannig lagt upp í skipulagðan hernað rnilli samfélaga. Á steinaldartímanum, þegar menn lifðu eingöngu á veið- um sér til viðurværis og eltu hjarðir villtra dýra frá einum stað til annars, var enginn grundvöllur til þess að standa í styrjöld og valdabaráttu liver við annan. Þeir áttu erigin hús, jarðnæði eða eignir utan einföld veiðitæki úr steini. Það var engin ástæða til þess að heyja styijöld, en þegar fólk sett- ist að til langdvalar eins og í Súmer, byggðu menn sér heimili, eignuðust búhjarðir og önnur verðmæti og borgir mynduðust. Margar borgir Súmera urðu auð- ugar. Nú var komin ástæða til valda- baráttu og styrjalda. Sigurvegarinn gat farið ránshöndum um öll þau auðæfi, sem fyrir voru, og eignað sér þau. Ef honum tókst að vinna fleiri borgir, varð hann enn vold- ugri. Hann eignaðist marga þræla til þess að vinna fyrir sig, og hinir sigruðu urðu að greiða honum skatta í korni, nautgripum og síðar pen- ingum. Sargon vann hverja orrustuna af annarri. Hann varð sífellt gráðugri og grimmari, þar til hann að lokum hafði náð yfirráðum yfir allri Súm- eríu. Á meðfylgjandi myndum má sjá, hvernig hermennirnir voru útbúnir GÁTUR 1. Hvcr er það, sem oft fer i vatn, en verður samt aldrci votur? 2. Getið þið nefnt dýr, sem hafa bein, en geta þó ekki gengið? 3. Kroppurinn minn cr hvit- ur en höfuðið dökkt. 4. Hver hefur vængi en flýg- ur samt ekki? 5. Hver hleypur um landið þegar þeir lögðu af stað til orrustu. Þeir voru í skyrtum og pilsi með hjálm á höfði, þeir höfðu skildi sér til hlífðar og héldu spjótum fyrir framan sig. Járnsmiðirnir í Súrner urðu mjög snjallir við að útbúa vopn til her- mannanna, og kaupmenn voru sendir í ýmsar áttir nær og fjær til þess að kaupa málma í hergögn. Sargon var síðar drepinn af liirð- mönnum sínum á sama hátt og hann hafði ráðið sinn eigin konung af dögum, en við völdunum tóku aðrir voldugir konungar, sem börðust inn- byrðis um völd og fóru með ófriði á hendur öðrum borgum. og lætur vita af því, að snjórinn sé að bráðna í fjöllunum? G. Hvað er það, sem tollir við allt? 7. Hvað er auðveldast i heim- inum? 8. Hvað er fljótara í ferðum en ljósið? 9. Hvað er það, sem allir vilja eiga, en enginn getur étið? 10. Hvað er það, sem ég sé og þú sérð, konungurinn sjaldan, en guð aldrei? Svör á hls. 109. 81

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.