Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 6
't Þeir voru komnir upp í 50, þegar bóndinn okkar ákvað í reiði sinni að berja hinn næsta forvitna mann með staf sínum, hver sem hann væri og. .. Og hér var þegar kominn síðskeggur, helgimunkur, göfugur útlits, er stanzaði skyndilega hjá geitinni. — Allah láti þér vaxa skegg ofan á stórutá, byrjaði haniv. — En hvað þú átt fallega geit! Hvar keyptirðu hana? Geitareigandinn okkar, sem alveg hafði nú misst þolinmæðina, lét staf- inn orðalaust bylja heiftarlega á hinum helga manni. Helgimunkurinn hljóp til soldánsins til að kæra þessa meðferð á sér. Soldáninn kallaði svo hinn seka bónda fyrir sig, án þess að hafa fest sér í minni siðgæði og trúargöfgi hins heilaga manns. Hógvær og lítillátur mætti bóndinn okkar frammi fyrir soldáninum, sem sat í hásæti sínu umkringdur helztu hirðmönnum sínum. — Bjáninn þinn, hvers vegna barðirðu þennan göfuga mann, sem gerði þér ekkert mein? Svaraðu! kallaði soldán reiðilega til hans, svo að hann játaði eða afsakaði sök sína. — Mikill er Allah og spámaður hans Múhameð! svaraði bóndinn og hneigði sig djúpt fyrir yfirvaldinu. Við þetta trúarlega lof stóð soldáninn upp ásamt hirðmönnum sínum, en settist svo aftur. Soldáninum rann ofurlítið reiðin og hann ávarpaði bóndann aftur í mildari rómi: — Jæja, gott er að sjá, að þú ert ekki óbetranlegur þorpari. Svaraðu þá, hvers vegna þú barðir helgimunkinn með staf, án þess að hann hefði sýnt þér nokkuð illt. — Mikill er Allah og spámaður hans Múhameð, svaraði bóndinn í auðmýkt sinni og leit til himins. Soldáninn og hirðmennirnir risu aftur upp og settust svo. Það var nefni- lega trúarvenja, samt ókyrrðist soldáninn og áminnti sveitamanninn okkar dálítið gremjulega: — Gott, gott, bjáni, en svaraðu samt loksins, hvers vegna lékstu þennan göfuga helgimunk svo grátt með staf þínum? — Mikill er Allah og spá . .. byrjaði bóndinn okkar rólega, en þegar soldáninn og hirðmennirnir risu upp og settust svo, gat hann ekki svo mikið sem lokið við setninguna. Soldáninn öskraði til hans fjólublár af reiði: — Hæ, þorparinn þinn, eyðimerkursjakali, græningi og afglapi, ef þú vogar þér ennþá einu sinni að endurtaka þetta sama, sver ég við skegg spámannsins, að þú skalt fá þessi 25 högg á iljar þér að jafngildi 50 höggum! Svaraðu, hvers vegna lamdirðu helgimunkinn svo grimmdarlega? Bóndinn hneigði sig djúpt fyrir soldáninum. — Ó, mikli soldán, hlýðið á mig og hugleiðið, að ég endurtók við yður þrisvar sinnum — aðeins þrisvar sinnum — fegurstu trúarsannindi vor, og þér misstuð háleita þolin- mæði yðar. Hugsið yður, að þessi bölvaður helgimunkur var hinn 51., sem stöðvaði mig og spurði á leiðinni til fjarlægs þorps míns: „Hvar keyptirðu geitina og hvert ætlarðu að teyma hana?“ Sá fimmtugasti og fyrsti! Æ, hvernig átti ég annað en missa þolinmæðina? Dæmið mig svo! Soldáninn sýndi bóndanum vægð og skilning og leyfði honum að fara án hegningar. Hirðmennirnir álitu líka, að dómurinn væri mjög réttlátur. Sá einn getur skilið, sem reynir. K. G. þýddi úr esperanto. Enid Blyton. Barnabókahöfundurinn heims- frægi, Enid Blyton, lézt í nóv- ember s.l. Enid Blyton fæddist skömmu fyrir síðustu aldamót og var hví um sjötugt, er hún lézt. í æsku lagði hún stund á tónlistarnám og tók ung próf í þeirri grein. Faðir liennar vildi, að liún héldi áfram á tónlistarbrautinni og yrði píanóleikari, en liún liafði þá ákveðið að verða barnabóka- liöfundur, og til þess að gera alvöru úr þessu, hélt hún að heiman og iagði stund á upp- eldisfræði um skeið. í sam- bandi við þetta nám veitti hún forstöðu drengjaheimili i Sur- rey, og þegar hún liafði lokið þessu námi, stofnaði liún eig- in skóla. Margar af hugmynd- unum í skáldskap hennar voru fengnar frá drengjunum í skól- anum. Alls inun Enid Blyton liafa skrifað um 300 sögubæk- ur, flestar fyrir börn og ungi- inga, og hafa um 40 þeirra ver- ið gefnar út til þessa hér á landi. ■+ 70

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.