Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 11

Æskan - 01.02.1969, Blaðsíða 11
 á clöggvott grasið og ijöllin sáust íagurblá í ijarska, er þau liðuðust fram hjá. Þetta var dýrðlegur dagur lyrir þau öll. Þegar þau komu til Folkstone, sem er mjög fallegur bær og mikill ferðamannastaður, komu þau sér saman um að finna eitthvert veitingahús og fá sér hressingu. Þau fundu lítið en snoturt veitingahús í útjaðri bæjarins, þar sem hægt var að borða úti, ef óskað var. Þegar þau voru orðin fullsödd, ákvað Karl að fara að leita að ein- hverjum stað til þess að tjalda. Stína og Lísa fóru með honum, en Maríu og Ámundu langaði til að skoða bæ- inn dálítið nánar. Þau mæltu sér mót við veitingahúsið klukkan fjögur um daginn, en nú var klukkan aðeins tvö. Karl og stúlkurnar óku lengi áður en þau fundu stað, sem þeim líkaði. Loks fundu þau stað, sem þeim leizt mjög vel á, og ákváðu að tjalda þar. Þessi staður var inni í birkiskógi við lítið vatn. Lítill blettur var inni í kjarrinu og háar greinar slúttu fram yfir hann, svo að þar myndaðst eins konar hvelfing. Þessi staður virtist tilvalinn tjaldstaður. Lísa andvarpaði af hrifningu. Það væri munur að geta verið hér til æviloka en ekki bara einn dag,“ sagði hún, „það er svo rómantískt hérna.“ „Oo, ætli þér yrði ekki farið að leiðast og langa heim til mömmu og pabba, góða mín,“ sagði Karl og kímdi. Stína hló. Hún gekk um og teygaði að sér tært sveita- loftið. Hún hugsaði margt. Mikið hafði þessi för hennar til Englands heppnazt vel. Hún hafði margt að segja stallsystrum sínum, þegar hún kæmi heim. Hún var þakk- lát þeim Ámundu og Karli og þeim systrum fyrir að hafa verið henni svona góð og hjálpleg. „Stína, Stínal" var kallað hástöfum. Æi, nú hafði hún gleymt sér. Hún var svo djúpt niðursokkin í hugsanir sínar, að hún hafði gleymt bæði stund og stað. Það var áreiðanlega kominn tími til að fara og sækja þær Maríu og Ámundu, svo að þær gætu líka séð þennan fallega stað. Hún flýtti sér til hinna, sem voru þegar setzt upp í bílinn og biðu bara eftir henni. Það var drjúgur spölur til veitingahússins, en þegar þau komu þangað, voru María og móðir hennar ekki komar. Þau settust því við eitt borðið og pöntuðu svalandi drykk. Eftir stutta stund komu þær mæðgur og voru báðar með nýja hatta. Þær sögðu til skýringar, að þær hefðu bara ætlað að skoða þá, en þeir hefðu verið svo fallegir, að þær höfðu ekki staðizt þá. Það rumdi í Karli, en Lísa og Stína brostu hvor til annarrar í laumi. Nú var haldið af stað aftur til tjaldstaðarins, sem Lísa kallaði Bjarkarlund, og var síðar kallaður það af þeim öllum. Seinna um daginn, þegar búið var að tjalda og Vögguijóð um Lipurtá Sígur svefn á brána. Inn í dýrðleg draumalönd draumsins engill sér við hönd leiðir lipurtána, austur fyrir sólina og suður fyrir mána. Lítil telputáta silkimjúkum svœfli á sálskinsbjartan kollinn má lúin hvílast láta, eftir að hafa allan daginn ærslast fram úr máta. Þreyttu barni bjóÖa svefnsins vættir vinarhönd, velja leið um óskalönd, veróld vors og IjóSa. Lullu bía, lullu bia, litla stúlkan góða. Gullinn veg til viÓar geislamóðir gengin er, góða nótt að höndum ber, kvöldljóð golan kliðar. Draum þinn blessi, dúfan Ijúfa, drottinn árs og friðar. Böðvar Guðlaugsson. 75

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.