Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 4
Fyrstu bátasmiðirnir notuðu marhálm eða papýrus til þess að búa til cinfaldar fleyt- ur, og sýnir síðari myndin útlit þeirra. lengjur, sem bundnar voru saman með tágum og mynduðu þannig fleka, en brátt tókst mönnum að mynda hagkvæmara lag á þessar fleytur. Eftir því sem bátasmiðirnir urðu færari í vinnu sinni, fóru þeir að byggja stærri báta. Bátar sem höfð- ingjarnir og konungsfjölskyldurnar áttu voru mjög stórir og oft mjög skrautlegir, og þúsundir manna söfn- uðust saman á árbökkunum til þess að virða þessi fögru skip fyrir sér, þegar þau sigldu framhjá. En auk þess sigldu margs konar aðrar fleytur um fljótið til veiða eða í verzlunar- erindum. EgyjDtaland var að mestu eyðimerk- urland, mýrar og fen og leirlendur. í leirnum spratt kornið vel og þeir höfðu nóg til fæðis og nokkuð um- fram það. Egyptar höfðu ekki timbur eða stein til að gera sér verkfæri úr, kopar í vopn eða gull í skartgripi. Og á mörgum stöðum höfðu þeir jafnvel ekki réttu tegundina af leir til Jress að steypa potta sína og hellur í bygg- ingar. Þar sem landið var svo frjósamt, Jmrfti ekki alla starfhæfa menn til landbúnaðarins. Þeir sem stunduðu landbúnað gátu ræktað mikið meira heldur en Jtjóðin þurfti til eigin nota, svo nóg var til af fólki til annarra starfa. Allmargir fóru ]m út í viðskipti og verzlun í leit að þeim hlutum, sem Egypta vanhagaði um. Aðrir gerðust sjómenn, er fluttu vörur á skipum sínum um Níl og fóru jafnvel í langar sjóferðir við Al'ríku. Þeir fluttu heim verðmæt hráefni, svo sem timbur úr skógum Líbanons, olífuolíu frá Krít og gler, stein og leirvörur frá Sýrlandi. Þeir fluttu einnig heim ýmsa fagra iistmuni úr gulli, járni og eik frá öðrum hluturn Afríku og ilmvörur og myrru frá Ara- bíu. Papýrusöxin, sem Egyptar höfðu notað til að byggja sína fyrstu báta, Eftirlíking af bát, sem fannst í egypzkri gröf. Bálurinn er með sólskýli og hefur þversegl. Á slíkum sltipum sigldu egypzkir kaup- menn i verzlunarleiðangra um Miðjarðar- hafið. Þau voru með stórsegl og höfðu fjölda ræðara. voru söxuð niður og búinn til úr Jteint pappír, sem síðar varð ein verðmæt- asta útflutningsvara, sem egypzkir kaupmenn seldu. Það var auðvelt fyrir Egypta að sigla upp og niður fljótið, þó að bát- ar þeirra hefðu lélegan seglabúnað. Ef þeir ætluðu niður fljótið, tóku þeir lífið rólega og létu strauminn bera sig áfram, og notuðu árar ef Jteir vildu flýta ferðinni. Ef J^eir ætl- uðu upp fljótið á móti straumnum, settu þeir upp segl sín og létu vind- inn bera sig áfram, Joví að á Níl blæs vindurinn á móti straumnum. Það var Jdví engum hömlum háð, að not- færa sér Nílarfljót sem samgönguæð. Bláklædda stúlkan. Hér kemur sagan, sem allar ungar stúlkur hafa beðið eftir. Skáldsaga þessi mun hrífa hug og hjarta allra þeirra sem lesa. Hver persóna sög- unnar er bráðlifandi og söguþráður- inn mjög hraður og spennandi frá upphafi til enda. Aðalpersónur sög- unnar eru Stína, fátæk skrifstofu- stúlka, og ungur verkfræðingur, And- ersen. Sagan gerist á fámennu gisti- húsi úti á landi í Svíþjóð. Þangað hefur Stína leitað til að hvílast ( sumarleyfi sínu, vegna veikinda, og þar gerast mörg ævintýri, sem enda með giftingu. Höfundurinn, Lisa Eurén-Berner, er þekktur kvenrithöfundur. Guðjón Guðjónsson þýddi. f lausasölu kr. 159.00. Til áskrif- enda ÆSKUNNAR kostar bókin að- eins kr. 110.00. ■* 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.