Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 40
S. H. Þorstemsson:
Frímerki.
DIJEX 1968.
Á s.l. ári fór fram á Frí-
kirkjuvegi 11 frímerkjasýning-
in „DIJEX-19B8". AS henni stóð
Landssamband íslenzkra frí-
merkjasafnara í samvinnu við
vestur-þýzka unglinga, sem
sendu sýningarefni í 25 ramma
hingað. Þá tók auk þess póst-
stjórn Sameinuðu þjóðanna þátt
í þessari sýningu með safni því,
sem áður hafði verið á ferð i
19 Evrópulöndum.
NORDEN 1969
Þann 22. febrúar voru svo
gefin út ný Norðuriandafrí-
merki og koniu þau út sama
dag á öllum Norðurlöndunum.
Sýning með sama nafni Var
haldin þann dag i Stokkliólmi,
þar voru sýnd öll Norðurlanda-
frímerki, ásamt þeim gömlu.
Þá var á þessari sýningu alger
nýjung í samvinnu milli Norð-
urlandaþjóðanna, sem sé að
stimpla mátti öll Norðurlanda-
frimerkin á þessari sýningu
með sama stimpli. Þó varð, ef
senda átti bréf frá Sviþjóð, að
setja á það burðargjald, sem
nægði i sænskum frímerkjum.
Þetta mun aldrei fyrr hafa
vcrið gert og Verður Vonandi
til þess, að viðtækara samstarf
tekst með Norðurlöndunum i
sambandi við sameiginlegar
sýningar, svo að i framtíðinni
megi jafnvel stimpla svona
sameiginlegar útgáfur Iijá öll-
um Norðurlandanna.
Norræna húsið og Klúbbur
Skandinavíu-safnara gengust
lika fyrir litilli sýningu hér á
landi, nánar tiltekið i Norræna
húsinu i Reykjavik. Þar voru
sýnd gömlu og nýju Norður-
landafrimerkin, teikning Viggos
Bangs að fyrra norræna fri-
merkinu, og tillögur Stefáns
••
- JUVENTDS. 1969 :,V ,
>•*••.»*••»«*•»••»*»•••*•»»••»»••»»*»•»*
1ére EXPOSITION PHILATELIOUE INTERNATIONALE
OE LA JEUNESSE FtP
„JUVENTUS - 69“
Efnt var á sínum tíma til alþjóðlegrar samkeppni um frímerki
fyrir fyrstu stóru alþjóðlegu unglingasýninguna, „JUVENTUS-
69“ í Luxembourg. Aðeins unglingar fengu að taka þátt í þessari
samkeppni og var þátttakan geysigóð, eins og sjá má af því, að
633 tillögur bárust frá 19 þjóðlöndum.
Dómnefnd var fjölmenn, en komst samt að einróma niður-
stöðu um að verðlauna bæri 3 unglinga og fylgir hér með mynd
af tillögum þeirra. Þeir, sem hlutu verðlaun voru: Betty Verdrengh,
frá Belglu, Andre Chavaillaz, frá Sviss og Johannes-Wolfgang
Neugebauer frá Austurríki.
Það skal tekið fram, að „JUVENTUS-69" er haldin undir vernd
F.I.P. og hafa þegar verið tilkynnt 2 söfn á þá sýningu frá islandi.
Búlgörsku Norðurlandafrímerkin. — Hér er svo mynd af 2. útgáfu
Norðurlandamerkja frá Búlgaríu. Það eru skipin 5 og búlgarska
rósin, sem prýða þessi merki.
Sigurðssonar, af norrænni sam-
vinnu á frímerkjum.
Stutt frimerkjakynning var
cnnfremur á sýningunni.
Kynning á Selfossi.
Þá hafði Félag frimerkjasafn-
ara á Selfossi kynningu á frí-
merkjasöfnun á s.l. ári, og voru
allir sammála um, að hún hefði
tckizt mjög vel.
Væri vel, að slik kynning
yrði endurtekin, ekki bara þar,
lieldur og hjá fleiri frimerkja-
félögum i landinu. Nú eru að
verða ]>að margir klúbbar starf-
andi viða um landið, að þeir
eiga liægt með að halda slíkar
kynningar.
Þá eru viða liópar, sem vel
geta sett upp smákynningar,
sem gætu þá orðið vísir að fé-
lagsstofnun, viða um landið.
Klúbburinn.
Nú liefur frímerkjaklúbhur
Æskunnar verið kallaður tvisv-
ar saman. Það var fyrst með
útvarpsauglýsingu á DIJEX-68,
og svo á kynninguna i febrúar.
Þátttaka var sæmileg í báð-
um tilfellum, en hefði þó
kannski mátt vera betri, aðal-
lega úr bænum. Það var þó
gaman að fá heimsókn alla leið
norðan úr Þingeyjarsýslum á
DIJEX.
Þann 2. apríl s.l. var haldinn
fundur í samvinnu við Æsku-
Iýðsráð, og vcrður sagt frá
honum í næsta blaði.
MELINA
MERCOURI
Hin heimsfræga griska kvik-
myndaleikkona Melina Mer-
couri, sem hýr nú landflótta í
Ameríku, er komin af merkri
grískri ætt. Faðir hennar Var
þingmaður gríska þjóðþingsins
og varð livað eftir annað ráð-
herra áður cn herforingja-
stjórnin tók völdin i Grikk-
landi. Afi hennar var borgar-
stjóri í höfuðhorginni Aþenu
í meira en 30 ár. Það var afi
hcnnar, sem gaf henni nafnið
Melina — en það er dregið af
gríska orðinu „Meli,“ sem þýð-
ir hunang. Sjálfur hafði liann
misst dóttur sína og unni Me-
linu öllu heitar. Hann vildi allt
fyrir hana gera og það cina,
sem hann krafðist að launum
var, að liún skyldi aldrei gerast
leikkona. En löngun Melinu til
þess að leika varð þó öllum
loforðum yfirsterkari. Þegar
hún var 17 ára, giftist hún rik-
um Grikkja og lét þá sti'ax inn-
rita sig i lcikskóla. Fjölskylda
hennar var sannfærð um, að
námið reyndist henni of erfitt,
aginn of strangur. En Melina
úlskrifaðist úr skólanum og lék
i fyrsta sinn í Aþenu i leikriti
cftir ungan rithöfund, Alexis
Salomos. Þetta varð uppliaf að
glæsilegum leikfcrli Melinu
Mereouri. Hún liefur siðustu ár
leikið bæði í griskum, frönsk-
um og amerískum leikhúsuin
og kvikmyndum.
216