Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 33
Tamar og Tóta er einkar skemmti-
leg og geðþekk saga, sem börn og
unglingar — og einnig fullorðnir —
munu hafa yndi af að lesa.
Tamar er umkomulaus Araba-
drengur, en Tóta er norsk telpa, sem
fær alltaf öðru hverju að sigla um
öll heimsins höf með foreldrum sín-
um, því að pabbi hennar er skip-
stjóri á feiknstóru flutningaskipi,
Trinítu.
í einni þessara ævintýraferða finn-
ur Tóta Tamar, þar sem hann er
sjúkur í kassaræfli á hafnarbakka
nokkrum í Afríku. Og skömmu síðar
i'æðst það, að Tamar verður bróðir
Tótu, því að foreldrar hennar ákveða,
meðal annars fyrir þrábeiðni telp-
unnar, að taka drenginn sér í sonar
stað. Þessi skemmtilega og hugljúfa
saga fjallar um þá atburði og sam-
skipti þeirra fóstursystkinanna og
foreldranna, svo og ýmissa annarra
öæði á skipinu og heima í Noregi.
Höfundur bókarinnar, Berit
Brænne, er norsk skáldkona, sem
hlotið hefur miklar vinsældir, m. a.
fyrir barnabækur sínar, og þá ekki
sfzt fyrir þriggja bóka samstæðuna
um TAMAR og TÓTU og systkini
þeirra. Þær bækur hafa komið út i
mörgum útgáfum og á ýmsum þjóð-
tungum. Má hiklaust vænta þess, að
'slenzk ungmenni taki þeim líka
°Pnum örmum.
í lausasölu kr. 177,40. Til áskrif-
enda ÆSKUNNAR kostar bókin að-
eins kr. 125.00.
Heilbrigður leikur
- rætt um starfsemi Hrannar -
Ungtemplarafélagið Hrönn í Reykjavík er
áreiðanlega þekktast af þeim félögum, sem
mynda landssamband það er nefnist ís-
lenzkir ungtemplarar. Á nær ellefu ára
starfsferli hefur Hrönn sannað ágæti sitt.
En til að kynnast betur starfi hennar á
liðnum árum höfum við fengið tvo Hrann-
ara til að segja okkur frá þvl markverðasta.
Þessir sögumenn eru Grétar Þorsteinsson,
sem var formaður félagsins um nokkurra
ára skeið, og Torfi Ágústsson, sem hefur
verið félagi í Hrönn í fimm ár. Gefum við
þeim nú orðið.
Fyrstu árin
Hrönn var stofnuð 8. apríl 1958 sem ung-
mennastúka, en var ári síðar breytt í ung-
templarafélag. Starfsemin var fyrst nær
eingöngu á vetrum með þeim óheþpilegu
afleiðingum, að af um 150 félögum, sem
voru með að vorinu þegar vetrarstarfsem-
inni lauk, komu aðeins 15—20 aftur til
starfa að haustinu. En haustið 1963 komst
starfið ekki af stað. Það var ekki fyrr en
4. febrúar 1964 að hægt var að byrja á ný.
Þeir, sem þar áttu stærstan hlut að máli
voru 34 nýir félagar á aldrinum 18—20 ára.
Þessi hópur hafði stundað gömlu dansana
í Gúttó og víðar og hafði í huga stofnun
ferðaklúbbs. Þá komst einn tryggasti vel-
unnari Hrannar, Kristinn Vilhjálmsson, á
snoðir um ætlanir hópsins og bauð þeim
inngöngu í Hrönn. Sýndi hópurinn strax á
fyrsta fundinum hvað I honum bjó: Allir
voru áhugasamir og reiðubúnir að gera
hvað sem beðið var um og jafnvel meira
til, sem er óvenjulegt i félagsstarfi. Þessi
hópur hefur verið bjargvættur félagsins til
þessa tlma, myndað kjarna, sem svo hefur
aukizt við.
Fyrirkomulag
Það sem eftir var af „gömlu" Hrönn og
hópurinn, sem hleypti „nýju blóði“ í starf-
semina hefur svo í sameiningu mótað
félagið á þann veg, sem nú er orðið.
I grundvallaratriðum er ungtemplarafélag
sama og stúka, en framkvæmdin er allt
önnur. Siðakerfið er ekki notað og funda-
formið því allt miklu frjálsara og aðgengi-
legra fyrir unglinga nútímans. Eitt af ein-
kennum Hrannar er hve margir félagar eru
Grétar Torfi
i ábyrgðarstöðum, þannig að minna erfiði
kemur á hvern félaga auk þess sem fleiri
eru gerðir virkir i félagsstarfinu. Lætur
nærri að 30—40 séu í stjórn og nefndum,
svo sem skemmtinefnd, skálanefnd og
klúbbnefndum karla og kvenna, en síðast-
talda nefndin sér um svokölluð opin kvöld,
sem fyrst voru á Hverfisgötu 116 en nú
á Bárugötu 11. Eru þau vikulega allt árið
og tengja þannig aðra starfsemi saman.
f þróttir
Öflugt íþróttalíf hefur lengi verið hjá Hrönn.
Er þar æfður körfubolti og íótbolti karla,
og handbolti karla og kvenna. Nýlega hef-
ur verið stofnuð sérstök íþróttadeild innan
félagsins. Er hún orðin aðili að I S í og
hefur tekið þátt í þriðju deildar keppninni
f knattspyrnu. Hefur iþróttadeildin heimild
til að taka inn eigin félaga með sama
skilyrði og Hrönn, þ. e. bindindisheiti.
Blaðaútgáfa
Undir ritstjórn Hildu Torfadóttur hefur
Hrönn tvívegis gefið út blað, sem heitir
Þerriblaðið. Kom fyrsta blaðið út i maf
1967, en annað í aprfl 1968 og var helgað
10 ára afmæli Hrannar. Var það allstórt,
eða 56 blaðsíður. Er von á áframhaldi þess-
arar útgáfustarfsemi með vorinu.
Tryggingar
Vegna meiðsla á Iþróttaæfingum var farið
að athuga um tryggingu á félögum Hrann-
ar. Árangurinn varð sá, að nú eru allir
Hrannarar (hóp-) tryggðir hjá Ábyrgð og er
kostnaðurinn innifalinn í félagsgjaldinu. Eru
félagarnir tryggðir í ferðalögum, á íþrótta-
209