Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 42

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 42
Efni: Kvistalaus borðbútur úr furu. StærS 18x5x2,5 cm. 3 mm krossviður, 26x8 cm. Pappír 10x9 cm. Smánaglar og hörtvinni. Þegar þið hafið fengið ykkur þetta efni, skulið þið hefla fjölina, sem skipsskrokkur- inn er gerður úr, og saga úr henni að aftan og framan fyrir stefni og skut. — Á mynd III. sjáið þið flesta málin, sem eru öll í senti- metrum. Þið sjáið t. d., að skáinn, þríhyrn- ingurinn, sem sagaður er úr fyrir stefni er 1,2 cm á hæð, en 2,5 cm á lengd, en það sem sagað er úr fyrir skutnum er 1,2 á hæð, en 2 á lengd. Mynd I. Víkingaskip. Athugið vel málin á mynd III. Siglutréð er 10 cm á hæð og má vera ferkantað, svo sem 1/2 cm á hlið. Hver skjöldur, en þeir eru fjórir á hvorri hlið, er 3 cm f þver- mál. Þeir skarast, og eru negldir á hlið- arnar með messingnöglum með kúptum haus, eða þá koparnöglum, hæfilega stór- um. Á mynd I. sézt að saga þarf ofurlítið niður í þilfarið, þar sem merkt er með x, svo sem 8 mm. Síðan er skorið með spor- járni á ská niður frá stefni og skut að sag- arfarinu, en síðan lárétt eftir miðskipinu. Tveir hausar eru sagaðir út sér og síðan límdir niður á skut og stefni. Hausinn að framan er heldur stærri (sjá III.). Á siglutrénu er þverrá, sem er 9 cm á lengd og á mynd II. sést, hvernig seglið er sett á og hörtvinnaþræðir strengdir fram og aftur. Rétt er að festa strengina, áður en skildirnir eru negldir á. Pappírsveifu má setja á siglutopp. Að síðustu er málað með þekjulitum. Ein stýrisár er á skipinu. Mynd III Mary Hopkin. Fyrir einu ári var Mary Hop- kin skólastúlka í litlu þorpi í Wales. Nú er nafn hennar efst Mary Hopkin á lista yfir vinsælustu dægur- lögin bæði í Evrópu og Ameríku. Mary Hopkin er með sítt Ijóst hár og skær og blá augu. Henni hefur verið líkt við myndskreyt- ingu á barnaævintýri. Og sag- an um frægð hennar er líka í rauninni ný saga um Ösku- busku. Hún minnist þess, er hún fjögurra ára gömul sönq í kirkju- kórnum: „Ég hef alltaf haft gaman af að syngja," segir hún. „Mamma sat við píanóið og svo sungum við öll, oftast sálma.“ Fyrir tveimur árum lærði hún upp á eigin spýtur að leika á gítar. Hún lék bæði í kirkjunni og skólanum. Og ekki leið á löngu, þar til hún tók að syngja á laugardagskvöldum í tóm- stundaklúbbi námuverkamanna ásamt nokkrum jafnöldum sín- um, sem léku undir. Hljómsveit þessi varð skamm- líf, en eigandi einu hljóðfæra- verzlunar staðarins kom henni á framfæri við brezka sjónvarp- ið. Hún ein var valin úr hópi 200 drengja og stúlkna til að koma fram í frægum sjónvarps- þætti. Þátturinn var sýndur í sjónvarpinu 4. mai 1968, daginn eftir afmælisdag Mary, en þá varð hún átján ára. Hin heims- fræga Twiggy hlustaði á þáttinn og sagði Paul McCartney frá hve vel og skemmtilega þessi Mary Hopkin hefði sungið. Þeg- ar þetta var, vildi svo til, að Paul var einmitt að leita að nýj- um stjörnum fyrir hljómplötu- fyrirtæki Bítlanna. George Harrison sagði um hana: „Mary hefur til að bera alla þá kosti, sem dægurlaga- söngkona þarf að hafa. Hún er fríð sýnum og hefur fallega rödd. Hún syngur biátt áfram og eðlilega og án nokkurrar áreynslu. Við höfðum ekkert á móti því, að hún skyldi velta okkur úr fyrsta sæti vinsælda- listans, þvert á móti við vorum himinlifandi yfir því.“ Sjá litmynd af Mary Hopkin á baksíðu blaðsins. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.