Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 34
Nýkjörin stjórn Hrannar kom saman til fyrsta fundar síns 11. febrúar s.l., og þá tók Karl
Jeppesen þessa mynd. f efri röð eru (frá vinstri): Vilhjálmur J. Guðbjartsson, form.
klúbbnefndar karla; Kristján Þorsteinsson, fræðsiustjóri; Haraldur Guðbjartsson, form.
skemmtinefndar; Hósa Gústafsdóttir, form. klúbbnefndar kvenna; Sveinn H. Skúlason,
form. féiagsins; Aðalheiður Jónsdóttir, varaform.; Guðmundur Einarsson, gjaldkeri; Sig-
rún Helgadóttir, varagjaldk.; Helgi Árnason, meðstjórnandi. í neðri röðinni eru: Sigriður
Hlíðar, meðstjórn.; Torfi Ágústsson, trúnaðarmaður; Magnea Magnúsdóttir, ritari. Á mynd-
ina vantar Gyðu Halldórsdóttur, vararit., og Stefán Þór Kjartansson, form. ferðanefndar.
æfingum eða í starfi hjá félaginu. Hefur
Ábyrgð, tryggingafélag bindindismanna,
verið mjög samningslipurt og veitt góða
þjónustu.
Stórverkefni
Yfirleitt hefur alltaf verið eitthvert stórverk-
efni hjá Hrönn á hverju ári siðan starfsem-
in var endurvakin. Þannig var fjölmenn
Færeyjaferð 1965, undirbúningur að og
þátttaka í Norræna ungtemplaramótinu í
Reykjavík 1966, þar sem m. a. söng bland-
aður kór frá Hrönn. Stór hópur fór á lands-
mót ÍUT á Siglufirði 1967. Á árinu 1968
bar hæst hina miklu afmælishátíð félagsins
og þátttöku í Norræna ungtemplaramótinu
í Svíþjóð. Hrönn hefur aðstoðað f U T við
stofnun nýrra félaga úti á landi og við
undirbúning og framkvæmd bindindismóta
að Jaðri, í Húsafellsskógi og f Galtalækjar-
skógi. í Húsafelli hafði Hrönn pylsusölu,
og af henni og ýmsu öðru hefur smám
saman myndast sjóður, sem nú er ákveðið
að nota í byggingu skála. Er það stærsta
verkefnið í nánustu framtíð. Er málið kom-
ið það langt, að samningar standa nú yfir
um visst land, og loforð hefur fengist írá
Jaðarsnefnd um stórt lán, vaxtalaust til
tíu ára, og má segja að þessi aðstoð hafi
gert þennan draum framkvæmanlegan.
Einnig hefur félaginu verið gefið hús til
niðurrifs í Kópavogi.
Starfsemin 1968
var mjög blómleg. Margar skemmtanir voru
haldnar, að ógleymdri afmælishátíðinni;
farnar voru 10 ferðir með um 300 þátttak-
endum; meðalmæting á opnu kvöldunum
var 50 (mest 76) og komu þangað að
meðaltali þrír nýir í hvert sinn.
í félaginu eru nú um 150 á aldrinum 15—
25 ára, þar af gengu inn á árinu 25. Nýir
félagar eru ekki teknir í félagið íyrr en
þeir hafa verið með um nokkurt skeið, og
f Ijós hefur komið að það er ekki „agita-
tion“ gömlu félaganna, heldur ágæti félags-
starfsins, sem hefur fengið menn tii að
gerast félagar Hrannar, og er það vel.
Lokaorð
Sameiginlegt átak hefur gert félagið traust
í sessi. Mikið af ungu og efnilegu fólki er
í félaginu og alltaf bætist við. Erum við
því bjartsýnir á framtið ungtemplarafélags-
ins Hrannar, félags, sem byggir á heilbrigð-
um leik heilbrigðra unglinga — án áfengis.
— Jr.
Gaukur keppir
að marki
Enn geta áskrifendur ÆSKUNNAR
eignast hinar snjöllu drengjabækur
Hannesar J. Magnússonar, fyrrver-
andi skólastjóra á Akureyri, sem
ÆSKAN hefur gefið út.
Gaukur verSur hetja kostar í
lausasölu kr. 163.95. Til áskrifenda
ÆSKUNNAR kostar bókin aðeins kr.
112.00.
Ævintýri Óttars kostar í iausasölu
kr. 198.85. Til áskrifenda ÆSKUNN-
AR kostar bókin aðeins kr. 140.00.
Nýjasta bók Hannesar J. Magn-
ússonar er Gaukur keppir aS marki.
Þeirri bók er skipti í eftirtaida
kafla: 1. Sýnd veiði, en ekki gefin,
2. Gaukur æfir skíðaíþrótt, 3. Gaukur
leitar frétta um fortíðina, 4. Bindind-
isfélagið „Dögun", 5. Skíðakeppnin,
6. Leyndarmál Gauks, 7. Það er svo
margt, sem myrkrið veit, 8. Gaukur
fer til Englands, 9. Lokaðir inni, 10.
Á fjarlægum slóðum, 11. Skólinn
tekur aftur til starfa, 12. Óvænt slys,
13. Gaukur verður fyrir óvæntu happi,
14. Fyrir rétti, 15. Hróar hverfur, 16.
Gaukur sýnir höfðingsskap, 17. í
afmælisveizlu, 18. Gaukur kemst í
blöðin, 19. Dauðir rísa upp, 20. Sögu-
lok.
Allir þeir mörgu, sem eiga fyrri
bókina um ævintýri Gauks, þurfa að
eignast þess nýju bók. Hún er spenn-
andi frá upphafi til enda. Bókin er
152 blaðsíður að stærð og kostar
í lausasölu kr. 198,90, til áskrifenda
ÆSKUNNAR aðeins kr. 140,00.
210