Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 44

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 44
MALFRÆÐI — skemmtilegasta námsgreinin mín! Möi'g ykkar hafa komið i skóg, en )>ið hafið öll einhvers staðar séð tré. I>á vitið þið líka, hvað það er, sem nefnist stofn á trjám. Orðin. sem við lœrum um, hafa líka stofn. Við höfum oft talað um nafnorð og ætlum núna að búa til stóran skóg úr þeim. Við teiknum, iitum og lítum i mál- fræðina. Þar stendur á hls. 40 eftirfarandi setning: Stofn sterkra nafnorða má yfir' leitt finna í þolfalti eintölu. í jólahlaði Æskunnar 1967 er löng grein um sterka og veika beygingu. Það er upp- lagt að mynda skóginn úr 38. æfingu „a“- kaflanum. UM stofn. Við byrjum eins og sýnt er á myndinni. Eignarfall orðanna skrifið þið innan i krónu trjánna. Ég er alveg viss um, að þið gerið færri villur næst i stíl, því að stofninn segir til um, hvernig þú átt að skrifa orðin. Þú heyrir ekki alltaf hvern staf i framburði. Þá kemur þér skógurinn í hug og þú áttar þig á rithætti orðsins. Þið munið eftir greininum í kaflanum um bátana. Stofn greinis finnst i kvenkyni eintölu nefnifalli. Þá hugsið þið um mömmu ykkar, af því að þetta er í kven- kyni. Einhvern rigningardag gætuð þið bú- ið til geysistórt tré með 23 greinum úr mörgum örkum, sem þið límið svo saman. Nú skrifið þið „liún“ i stofninn og flettið upp á bls. 34 í málfræðinni ykkar. Þá skrif- ið þið i greinarnar, byrjið á karlkynsgrein- inum og endið á hvorugkynsgreininum í fleirtölu. Teljið svo „enn“-in um Ieið og þið skrifið. Ef myndin heppnast vel og þið litið hana fallega, fáið þið e. t. v. að láta liana hanga fyrir ofan rúmið, þangað til þið eruð búin að læra greininn utan- bókar. María Eiríksdóttir. Svör eru á bls. 230. flugvéla, sem leið eiga um Keflavikurflugvöll. Þar starfa nú 160 manns í ýmsum deild- um á vegum félagsins. Eins og fyrr segir hófust Skandinaviuferðir Loftleiða með Kaupmannaliafnarför „Heklu“ 17. júní 1947. Ári síð- ar opnuðu bæði íslenzku flug- félögin sameiginlega skrifstofu i Kaupmannahöfn, en frá 1950 liafa Loftlciðir átt þar eigin skrifstofu. Til Bretlands hófust áætlun- arferðir i maímánuði árið 1957, en frá því í októbermánuði ór- ið áður hafa Loftleiðir haft skrifstofu í London, og siðar í Glasgow. Árið 1949 opnuðu Loftleiðir skrifstofu í Hamborg. 2. dag júlimánaðar hófu Loftleiðir flugferðir til og frá Hamborg og héldu þeim uppi til 1. nóv- ember 1963. Aðalskrifstofa fé- lagsins í Þýzkalandi er enn i Hamborg. Félagið hefir einnig skrifstofu í Frankfurt. Skrif- stofa i Vinarborg var opnuð órið 1966. Iliun 1. maí árið 1955 opnuðu Loftleiðir Luxemborgarskrif- stofu sína. Þrem vikum siðar, 22. maí, kom fyrsta áætlunar- flugvél Loftleiða til Luxemborg- ar, og síðan hefur ferðafjöld- inn farið vaxandi. Er Luxem- horg nú mesta miðstöð Loft- leiða á meginlandi Evrópu. Þar vinna nú 75 manns hjó Loft- leiðum. Auk þess eru aðalum- boðsskrifstofur í mörgum Evrópulöndum og víða í Asiu og Afriku. Loftleiðir opnuðu fyrst um- hoðskrifstofu i New York árið 1946, en árið 1951 opnaði félag- ið eigin skrifstofu þar. Er hún nú i Rockefeller Centre, sem cr i hjarta borgarinnar. Árið 1956 opnuðu Loftleiðir skrifstofu i Chicago. Auk flugferðanna halda Loft- leiðir uppi áætlunarferðum bif- reiða milli Luxemborgar og stórborga i Frakklandi og Þýzkalandi. Loftleiðir hafa undanfarið varið stórfé til islenzkrar land- kynningar, og er nú óætlað, að til allrar kynningarstarfseini muni félagið á þessu óri verja nokkrum milljónatugum is- lenzkra króna. Frá 1. nóvember 1963 hafa Loftleiðir boðið við- skiptavinum sinum sólarlirings- viðdvöl ó Islandi við hóflegu gjaldi, og 1. október 1966 var öðrum degi bætt við, en vegna þessa eiga nú farþcgar Loft- leiða þess kost að staldra liér við einn eða tvo daga i ferðum sinum austur og vestur yfir Atlantshafið. Hafa þessi við- dvalarboð Loftleiða orðið svo vinsæl, að um % liluti þeirra erlendu feramanna, sem til ís- lands komu á s.l. ári tóku þeim. Auk þessa stuðlar félagið að lengri dvöl erlendra ferða- manna á íslandi með margvís- legri kynningarstarfsemi, út- gáfu bæklinga, gerð landkynn- ingarkvikmynda, heimboðum hlaðamanna og ferðaskrifstofu- manna, í stuttu máli öllu þvi, sem ætla má, að árangursrikast geti orðið til þess að kynna Is- land erlendis sem freistandi ferðamannaland. Einn þáttur þess að búa hér sómasamlega i liaginn fyrir þá, sem ísland vilja sækja lieim, var sú ákvörðun stjórnar Loft- leiða að reisa hótel i Reykja- vík. Hótel Loftleiðir á Reykja- víkurflugvell, sem er í tengsl- um við skrifstofubygginguna, var opnað 1. mai árið 1966. Þar eru 108 gistiherbergi, sundlaug í lijallara, og þannig ekkert til þess undan dregið, að gestir geti farið þaðan með góðar endurminningar um langa eða skamma viðdvöl i Reykjavik. f flugliði Loftleiða voru um sl. óramót 227 inanns, en )>á voru starfsmenn á fslandi alls 692. Undanfarin ór hefur hluthöf- um, sem eru rúmlega 600, og í þcim liópi margir starfsmenn félagsins, verið greiddur 10% arður, og standa vonir til þess að svo verði einnig vegna órs- ins 1968. Framkvæmdastjóri Loftleiða er nú Alfreð Eliasson, en hann er enn i stjórn félagsins og hefur verið fró stofnun þess. 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.