Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 6
um, spyr Bjarni: „Dísa heíur líklega lielzt viijað vera heima hjá sér, þegar
svona stendur á. Hún treystir sér kannski ekki út í veðrið aftur.“
„Ó, jú, jú,“ svarar Sigrún. „Víst treystir hún sér til okkar. Hún er á leið-
inni hingað. Sagðist vera hrædd og vilja helzt konia lil okkar.“
„Já,“ segir Bjarni hrærður. „Þvílíkar stúlkur eru ekki á hverju strái. Nú
á hún að £lytja til okkar á þriðjudaginn kemur, blessuð stúlkan. Sævar okkar
ætlar að hjálpa þeim að koma sér fyrir í hinni álmunni. Og svo ætla þau að
gifta sig á hvítasunnunni, ef Guð lofar.“
Hugsanir þeirra snúa nú aftur til drengjanna þeirra á hafinu. Gamla kon-
an biður í hljóði fyrir þeim. Það er barið að dyrum og inn kemur Dísa, al-
snjóug. Hún faðmar þau að sér. Það eru dökkir baugar undir fögrum, dimni-
bláum augunum. Hún hefur vafalaust átt erfiða og svefnvana nótt. Hún sezt
hjá þeim og spjallar við þau. Samtalið gengur treglega, en innileg vinátta
bindur þessar þrjár bíðandi manneskjur saman.
Annað slagið fara þau út og líta niður á bryggju, ef ske kynni að þau
sæju til ferða Helgu. En ekki verður þeim að ósk sinni.
Sigrún gamla fer nú að búa um þau hjónin og spyr Dísu, hvort hún vilji
gista hjá þeim yfir nóttina. Dísa þiggur boðið allshugar íegin. Hringir hún
heim til foreldra sinna og segist ekki koma heim, því hún ætli að gista hjá
gömlu hjónunum yfir nóttina.
Síðan leggjast þau fyrir.
Bylurinn lemur rúðurnar. Óveðrið er ekki á því að láta í minni pok-
ann. Þau geta ekki sofnað, en horfa út í náttmyrkrið og hlusta.
Eitthvert hljóð berst að utan, sem sker sig úr óveðursofsanum. Dísa hrekk-
ur upp og hleypur að dyrunum. Bjarni er kominn út í veðrið og lítur niður
að bryggjunni. Hann biður hana að vera kyrra hjá Sigrúnu, en sjálfur ætlar
hann niður á bryggjuna, því að stórhríðin byrgir nú alla útsýn.
Sigrún og Dísa bíða milli vonar og ótta eftir fréttum, en vonleysissvipur
er á Bjarna, er hann kenuir aftur og segir þeim að fara að hátta að nýju, því
ekkert sé enn að frétta.
Hann sezt í stól alklæddur, en þær leggjast aftur í rúmin og bíða.
Að lokum sígur þeint svefn á brár og Bjarni gamli dottar í stólnum.
Síðla nætur er barið að dyrum. Dísa vaknar undir eins, lileypur fram
og opnar titrandi höndum læsta útidyrahurðina.
Hjartað hamast í brjósti hennar og glampi vonarinnar skín úr augunum.
Hún er hrædd um að verða aftur fyrir vonbrigðum. En inn koma Ingi og
Sævar, fölir og slæptir. í svip þeirra má lesa meiri hamingju en fátækleg orð
fá lýst.
Eitt er víst, að ljósin loguðu lengi í litla húsinu við sjóinn, og sælir voru
endurfundir ungu elskendanna.
Og síðast en ekki sízt var bænum gömlu konunnar svarað.
Þessi saga segir frá mörgum æs-
andi atburðum, sem Knútur og vinir
hans lenda í á leiðinni vfir Atlants-
hafið.
Knútur litli lagði sig í lífshættu við
að bjarga dreng, sem féll útbyrðis. —
Laumufarþeginn með skipinu —
hvolpurinn Snati — kemst heilu og
höldnu yfir hafið, þó við sjálft lægi,
að stýrimaðurinn varpaði honum út-
byrðis.
í stórborginni kynnast þeir Knútur
og Eyfi góðum götustrákum, sem
hjálpa þeim.
Nærri lá, að Indíánarnir rændu
pabba drengjanna, en með snarræði
slapp hann þó úr höndum þeirra.
Jafnframt þessu komu fyrir marg-
ir broslegir og skemmtilegir atburð-
ir á þessu furðulega ferðalagi.
Af þessari skemmtilegu drengja-
sögu eru til átta bindi hvert öðru
betra. — Næsta bindi heitir:
Á leið yfir sléttuna.
f lausasölu kr. 155.85. Til áskrif-
enda ÆSKUNNAR kostar bókin að-
eins kr. 110.00.
★
LEIÐRÉTTING
Birger Kronmann, ambassa-
dor Danmerkur á íslandi, hefur
bent okkué á, að við komumst
mjög óheppilega að orði í 16.
spurningu þrautar Æskunnar
og Fiugfélags íslands í síðasta
blaði, þar sem við spyrjum,
hvað eina nýlenda I)ana nú á
dögum heiti, og kunnum við
honum þakkir fyrir.
Danmörk á engar nýlendur
lengur, þar scm Grænland varð
óaðskiljanlegur hluti Danmerk-
ur 1953 við seinustu breytingu
á stjórnarskránni, og er því
nánast eins og ein af sýslum
landsins. Færeyjar eru sömu-
leiðis hluti Danmerkur sam-
kvæmt lögum frá 23. marz 1948,
en þar er heimastjórn. Bæði
Grænland og Færeyjar eiga full-
trúa á danska þjóðþinginu, þar
sem Færeyingar kjósa tvo þing-
menn og Grænlendingar tvo.
Vegna þessara mistaka blaðs-
ins hefur verið ákveðið, að
þcssi spurning verði ógild, svo
að ekki þarf að svara henni.
Vonum við, að þetta verði ekki
til að rugla neinn í ríminu og
biðjum afsökunar á mistökun-
um.
Svörin þurfa að hafa borizt
fyrir 10. maí næstkomandi.
182