Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 23
var krökkt af stórum höggormum, sem hlykkjuöust
hvarvetna inn á milli klettanna. Á daginn héldu
þessar slöngur sig }ró mest inni í liolum sínunt af ótta
við fuglinn Rok, en komu út þegar myrkrið datt á.
Ég valdi mér helli einn til að sofa í, og velti steini
fyrir innganginn til varnar því, að höggormarnir
kæmu mér að óvörum.
Daginn eftir gekk ég eftir dalnum og oft sparn ég
fæti við hinum fegurstu demöntum, án þess að hafa
nokkra löngun til þess að stinga þeim í vasana. Ég
hafði lítið getað sofið í hinum grýtta helli og eftir
smástund settist ég niður við stein einn og sofnaði.
Allt í einu glaðvaknaði ég. Eitthvað hafði fallið til
jarðar rétt við hlið mér. Sá ég mér til hinnar mestu
furðu, að þetta var stórt kjötflykki og að fleiri komu
á eftir. Datt mér þá í hug saga, sem ég hafði heyrt
um demantsdalinn fræga og einnig það, að kaup-
menn létu þung kjötflykki detta niður í hann, í
þeirri von, að demantarnir festust í þeim. Síðan
sagði sagan, að ernir, sem þar væru sterkari en ann-
ars staðar, kæmu og hremmdu kjötið og bæru það í
klónum upp á dalbrúnina til hreiðra sinna. Kaup-
menn fældu síðan ernina frá og hirtu demantana.
Ég safnaði nú í flýti nokkrum stærstu demöntun-
um saman og kom þeim fyrir í belti mínu. Því næst
batt ég stórt kjötstykki á bakið á mér og lagðist á
grúfu í þeirri von, að sterkur örn gæti hremmt mig
og borið mig upp úr dalnum. Þetta heppnaðist og
flaug sterkur örn með mig hátt í loft upp og síðan
að hreiðri sínu. Kaupmenn voru á verði við lireiðrið
og gerðu liávaða til þess að fæla ernina á brottu.
Þegar kaupmennirnir sáu mig, urðu þeir mjög undr-
andi og einnig reiðir, því að þeir héldu að ég væri
að stela frá þeim demöntum, sem þeir töldu sína
eign.
„Takið þessu með ró, bræður góðir,“ sagði ég og
sagði þeim síðan alla sögu mína. Þegar þeir höfðu
hlýtt á mál mitt og einnig séð, að ég hafði meðferðis
miklu stærri demanta en þeir liöfðu áður augum
litið, tókust samningar okkar á milli þannig, að ég
l’ékk meirihlutann af steinunum, en lét þann kaup-
mann, sem „átti“ þetta arnarhreiður fá nokkra
þeirra. Hélt ég síðan heim til Bagdað, vel fjáður eft-
ir þessa kynlegu ferð. Hugðist ég nú halda kyrru
fyrir um sinn.
Ný hljómplata
Nýkomin er á markaðinn
iiijómplata með hinni vinsælu
Erlu Stefánsdóttur. Eins og
kunnugt er, ltom út í nóvem-
ber árið 1967 hljómplata með
Erlu Stefánsdóttur og hljóm-
sveitinni Póló. Á þeirri plötu
voru meðal annars hin vinsælu
lög Brimhljóð og Lóan er kom-
in. Á þessari nýju plötu Erlu
eru 4 lög, þar af 2 íslenzk, Við
arincld eftir Magnús Eiríksson
og Æskuást eftir Grétar Ing-
varsson, en textar eftir Kristján
frá Djúpalæk og Rafn Sveins-
son. Hin eru Óskalagið með
islenzkum texta eftir Birgi
Marinósson og Geturðu nokkuð
með ERLU
gert að því, og hefur Birgir
einnig samið texta við það.
Undirleik annast 10 manna
hljómsveit og eru þar á meðal
ýmsir þekktir hljómlistarmenn,
svo sem Karl og Gunnar Jökull
í Flowers, Kristinn gítarleikari
í Pónik, Garðar bassaleikari í
hljómsveitinni Ernir o. fl.
Hljómsveitarstjóri er Sigurður
Rúnar Jónsson og gerði hann
cinnig útsetningar. Hljóðritun
annaðist Pétur Steingrímsson.
Mappa plötunnar er mjög hag-
lega unnin. I.jósmyndun og
hönnun annaðist Hallgrímur
Tryggvason, en Valprent prent-
aði.
Erla Stefánsdóttir.