Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 35

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 35
ESPERANTO ESPERANTO ESPERANTO Eftir að fyrsta kennslubókin í esperanto kom út i Varsjá árið 1887 tóku menn smám saman að læra þetta nýja mál. Fleiri bækur fylgdu í kjölfarið, bæði kennslubækur og ÞýSingar úr ýmsum málum. Enn einn þáttur málsins var þó enn að miklu leyti ókannaður: Hvernig skyldi esperanto reynast sem talmál? Skyldu menn af ýmsum þjóðernum getað notað það með góðum árangri, ef þeir kæmu saman til þings, eða myndi framburðarmismunur eða einhverjir 'eyndir gallar málsins gera mönnum erfitt fyrir? Þetta var ekki hægt að sannreyna nema nneð því að efna til alþjóðamóts esperantomælandi manna. Frakkar tóku að sér að halda fyrsta mót esperantista í borginni Boulogne sur Mer árið 1905. Þú skilur kannski, að höfundur esperanto málsins hefur beðið þessa atburðar milli vonar og ótta. En þegar 700 mótsgestir frá velflestum löndum Evrópu hrifust af frábærri setningarræðu hans, og hann heyrði málið hljóma frá vörum alls þessa fólks, þá skiljum vér líka að vonin varð brátt óttanum yfirsterkari. Nú heldur þú, kannski, lesandi góður, að þarna hafi mætzt gamlir menn og konur, en ef svo er þá skjátlast þér. Þarna var líka ungt fólk, jafnvel unglingar. Svisslendingurinn Edmond Privat, sem seinna varð kunnur meðal esperantista um allan heim, var 16 ára, er hann tók þátt í þessu móti. Upp frá þvi var hann einlægur baráttumaður í esperanto- hreyfingunni. Þú getur iesið ýmislegt um esperanto í bók eftir hann sem heitir Endur- minningar brautryðjanda og kom út á íslenzku fyrir síðustu jól. UM VIÐSKEYTI Eitt af því, sem gerir esperanto auðveldara en önnur mál, er að af sama orðstofni er hægt að mynda mörg orð og þetta gerist á mjög reglubundinn hátt. Oft er þetta gert með því að bæta svonefndum viðskeytum við orð eða réttara sagt orðstofn. Lítum nú nánar á mynd l. Þar verður fyrst fyrir okk- ur maður, sem er að greiða sér. Við sjáum, að greiðir er á esperanto kombas. llo merkir áhald, tæki, og með því að setja orðin saman fáum við orðið kombilo, sem merkir greiða. Ealaas rnerkir sópar, balailo — sópur. Ef við fylgjum myndunum áfram, sjáum við, að razas merkir rakar sig, razilo — rakhnífur, segas — sagar, segilo — sög, trancas — sker, trancilo — hnífur, tondas — klippir, tondilo — skæri, glitas — fer á skautum, gHtilo — skauti, batas — ber, batilo — bankari. A næstu mynd sérðu svo orð, sem mynduð eru með því að bæta -ino við stofninn. Orðið ino þýðir kvenkyns vera. Þú sérð, að rego þýðir konung- Ur, regino — drottning, leono — Ijón, leonino — ljónynja, knabo — drengur, knabino — stúlka o. s. frv. Nú skilurðu vonandi, hvað við er átt og getur ritað eftirfarandi í verk- efnabókina þína og sett viðeigandi orð í stað spurningarmerkja. Verkefni um i 1 o og i n o Klippir — tondas, skæri — ? skrilar — skribas, skriffæri ? ieikur — ludas, leikfang — ? saumar — kudras, saumnál — ? ffýgur — flugas, vængur — ? læsir — slosas, lykill — ? karlmaður — viro ,kona — ? faðir — patro —, móðir — ? Unglingur — jungulo, unglings- stúlka — ? hestur — cevalo, liryssa — ? hundur — liundo, tík — ? hani — koko, hæna — ? Persónufornöfn Á þriðju myndinni sjáið þið persónufornöfnin: M i — ég, v i — þú, þið, li — hann, si — hún, gi — það, i 1 i — þeir, þær, þau, n i — við. Þessi orð er nauðsynlegt að læra sem allra bezt. i KOMBILO. ^^AS . 4 BALAIL 0. fiAZAS. RAZILO. SEG-AS. i SE&ILO. TRANCAS / TranSilo TOWDAS. I TONDILO. GLITAS . / GLITILO. B ATAS SATILO. 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.