Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 10
* „Krakkar lit kátir tioppa"
■& LjóS: MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
é
G
Krakkar út kátir hoppa
D7
úr koti og höll,
léttfættu lömbin skoppa
G
um laut og völl.
Smalar í hlíðum hóa
C
sitt hvella lag.
D7 G
Kveður í lofti lóa
D7 G
svo léttan brag.
G
Vetrarins fjotur fellur,
D7
þá fagnar geð.
Skólahurð aftur skellur
G
og skruddan með.
Sóleyjar vaxa í varpa
C
og vorsól skín.
D7 G
Velkomin vertu, Harpa,
D7 G
með vorblóm þín.
halarófa var það, sem var á ferðinni uppi á brún Austur-
hæðanna? Þar voru á ferð fimmtíu svartir menn, vopnaðir
spjótum og bogum og báru örvamæli á baki. Oddar spjót-
ana og örvanna voru roðnir bráðdrepandi eitri. Upp úr
hári þeirra stóð fjaðrabrúskur og í miðnesinu var hringur.
Margir þeirra voru málaðir með stríðsmálningu, sem
voru einkum strik í andliti. Á eftir hermönnunum kom
hópur af konum og börnum, sem báru alls konar bús-
hluti. Þar á eftir kom svo aftur hópur af hermönnum.
Þeir skimuðu mikið aftur fyrir sig, og var að sjá sem þeir
ættu von á árás úr þeirri átt. Þessi ílokkur villimanna var
að flytja búferlum eftir árás, sem þeir höfðu orðið fyrir
af liendi fílabeins-safnara. Þessir svörtu menn liöfðu því
tekið sig upp ásamt kontim sínum og börnum og leituðu
nú að landsvæði, þar sem liægt væri að búa í friði fyrir
hvítum fílabeinskaupmönnum og fylgdarmönnum þeirra,
sem brennt höfðu kofa þeirra og drepið marga. I vikutíma
ltélt þessi lest í vesturátt og nam loks staðar við stóran
læk, þar sem álillegt rjóður var í skóginum. Þarna tóku
þeir sér bólfestu og tóku til við að reisa strákofa og gera
skíðgarð umhverfis. Höfðingi þessa flokks hét Monga og
var nokkuð við aldur.
Dag nokkurn var Kulonga, sonur Monga, á veiðiferð í
skóginum og hélt í vesturátt; hann var með spjót sitt og
boga að vopni. Þegar kvöld var komið, var Kulonga langt
inni í skógarþykkninu og tók sér náttstað uppi 1 stóru
tré. Nokkru vestar sváfu aparnir í flokki Kerchaks. Aparn-
ir fóru snemma á stjá og tóku að leita sér að fæðu. Tarzan
hélt að venju beint til kofans, en saddi þó hungur sitt á
leiðinni. Kala fóstra lians fór ein sér hægt í austur eflir
fílagötu. Allt í einu sá hún að ókunnugt svart dýr var
framundan í götunni. Hún sneri sér þegar við og hélt
til baka, en á hælum hennar var Kulonga með spjót sitt
í uppréttri hægri hendi. Hér var væn veiði, hugsaði liann
og herti á eftirförinni. Spjót lians fló gegnum loftið í
stefnu á Kölu. Það hitti ekki, en þetta var þó nóg til þess
að Kala sneri við fokreið og bjóst til að ráðast á þennan
svarta apa, sem veitti henni eftirför. Reiðiöskur hennar
kallaði þegar á allan apaflokkinn og brátt heyrðist braka
í irjágreinum í grenndinni undan hinum stóru og þungu
karlöpum, sem nú komu á mikilli ferð, til þess að veita
Kölu lið.
186