Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 15

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 15
ígs^ Sögur um M. Twain. Mark Twain var amerískur og hét raunverulega Samuel Langhorn Clemens. Hann var fæddur árið 1835 og er talinn í fremstu röö amerískra rithöf- unda. Ritstörf hans voru fjöl- þætt og snilld hans óumdeilan- leg. — Fræg er þessi setning Marks Twains: „Ef þú rekst á flækingshund og hlynnir að honum, þá bítur hann þig ekki. Það er aðalmunurinn á hundi og manni.“ Mark Twain var eitt sinn á fyrirlestrarferð í Evrópu, og þá kom upp sá kvittur, að Iiann Hefði andazt. Nokkrir vinir hans sendu þcgar skeyti til að- seturstaðar hans í London og spurðusl fyrir, livort orðrómur þessi væri á rökum reistur. Mark Twain svaraði sjálfur: „Frásagnir um dauða minn eru mjög ýktar!“ í samkvæmi einu lýsti Mark Twain þvi yfir, að hann þekkti óbrigðult meðal við ]>vi, að menn gengju í svefni. — Lofið mér að heyra livað það er, herra, sagði einn sam- kvæmisgestanna. Mark Twain skrifaði fáein °rð í vasabókina sína, reif blað- ið úr lienni og fékk manninum. — Það fæst i hverri bóka- verzlun, svaraði Mark Twain. Maðurinn las lyfseðilinn úfjáður. Hann hljóðaði svo: »Stór kassi af teiknibólum. Hvert kvöld á að strá þremur rnalskeiðum á gólfið framan við rúmið, áður en farið er að sofa.“ „Ertu ekki hamingjusamur, sonur minn?“ , „Nei,“ sagði prinsinn. „En drengur minn,“ sagði konugurinn kvíðandi. „Svona frið unnusta með konungsblóð í æðum og engar vondar hugsanir. Að hugsa sérl“ „Já, skeð getur hún eigi engar ljótar liugsanir. En mér virðist hún hafi alls engar hugsanir. Hvorki vondar né góðar,“ sagði prinsinn. „En skiptir það nokkru?“ sagði konugurinn blátt áfram. „Seinna verður hún drottning og drottning þarf ekki að hugsa. Hún þarf aðeins að vita hvernig heilsað er með hendinni bak við glugga skrautvagnsins hennar. Ef hún kann aðeins að brosa og getur lært utan að nokkur yndisorð, þá þarf hún alls ekkert að hugsal" Prinsinn þagði. Þann dag fór hann með fríðri unnustu sinni í bátsferð. Þau reru hægt eftir ánni. Árbakkarnir voru alþaktir útsprungnum, fjólu- bláum og gulum sverðliljum. „Heldurðu að til sé himinn?" spurði prinsinn. Prinsessan leit á hann undrandi. Hún sagði ekki neitt, og af því skildi hann, að það hefði hún enga hugmynd um. Hann reri áfram þegjandi, og þau nálguðust gamlan, fáæklegan og hrörlegan kofa á hægri árbakkanum. „Hvers vegna er einn ríkur, en annar fátækur?" spurði prinsinn. Ennþá leit prinsessan á hann með undrunarsvip. Andlit hennar var fríðara, en nokkru sinni áður, en prisinn varð skapvondur, j)ví hann sá, að hún hugsaði aldrei um þessa spurningu og gat heldur ekki hugsað um hana. Hún átti bara enga hugsun. „Ég festi bátnum hérna litla stund,“ sagði prinsinn. „Bíddu mín hérna. Ég ætla að líta inn í kofann þarna.“ Prinsessan sat þolinmóð eftir í bátnum og lék sér með fingrunum að renn- andi vatninu, rneðan báturinn vaggaði við bakkann. En prinsinn hratt upp kofahurðinn. Þar sat fátæklega klædd dökkeygð stúlka á gömlum, biluðum stól. Hún var að flysja kartöflur og horfði hissa á fríða prinsinn. „Góðan dag,“ sagði prinsinn og starði á hana, meðan hún hélt starfi sínu áfram. „Góðan dag,“ sagði stúlkan. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.