Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 22
„Viltu heyra íleiri ævintýri, sem ég rataði í?“
spurði Sindbað verkamanninn Hindbað, sem sat við
hlið hans og gerði sér gott af hinum mörgu og Ijúf-
fengu réttum, sem fram voru bornir.
„Já, svo sannarlega vil ég það,“ mælti Hindbað,
„ég mun hlusta með athygli."
„Nú var það ætlun mín að lifa í ró og næði í
Bagdað, en fljótlega varð ég þó leiður á því að haf-
ast ekkert að, svo að það varð úr að ég keypti mér
verzlunarvörur og lagði af stað í nýjan leiðangur,
með kaupmönnum, sem ég þekkti að ráðdeild og
áreiðanleika. — Ekki segir annað af ferðum okkar
fyrst í stað en það, að við sigldum til ýmissa landa
og höfðum góðan hagnað af verzlun okkar. Eitt
sinn var það, er við höfðum tekið land á eyju nokk-
urri, sem við vissum ekki hvað hét, því að hana
vantaði á landabréf vort, að ég varð viðskila við fé-
laga mína. Ég hafði gengið ógætilega inn á stórt
skógarsvæði, sem var alþakið ávaxtatrjám, ógæti-
lega segi ég, þvi að það kom á daginn, að ég rataði
ekki til strandar aftur. Er ég hafði borðað mig mett-
an af ávöxtum og sofið smástund, áttaði ég mig á
stefnunni til strandar. En þá blasti við mér sú sýn
er ég kaus sízt: Skipið mitt var á siglingu brott úti
við hafsbrún. Ég barði mér á brjóst og kjökrandi
valdi ég sjálfum mér hin hæðilegustu orð fyrir þenn-
an klaufaskap minn, að missa svona af skipinu mínu.
En ekki tjáði annað en reyna eitthvað til þess að
komast til mannabyggða, svo að ég tók Jtað ráð að
klifra upp í hátt tré og gat séð þaðan vitt yíir eyj-
una. Ekki sá ég nein merki um mannabyggð, en eitt
var Jtað, sem vakti sérstaka athygli mína. En Jtað var
Önnur sjóferð
SINDBAÐS
stór, hvítur hnöttur, sem lá á jörðinni við ræturnar
á stóru tré. Þetta vakti forvitni mína, svo að ég kleii
niður úr trénu og hélt í áttina að hnetti þessum.
Er ég kom að honum, sá ég að þetta líktist risa-
stóru eggi og duttu mér þá í hug sögurnar, sem há-
setarnir á skipinu höfðu sagt mér um fugl einn, er
þeir kölluðu Rok. Átti það að vera langstærsti fugl
á jarðríki og þarna, sem ég var að ganga í kringum
Jjetta risastóra egg, fór ég að trúa þessari sögu. Eggið
mun hafa verið ein fimmtíu fet í þvermál. Það leið
heldur ekki á löngu þar til fuglinn kom, og svo stórt
var vænghaf hans, að það skyggði alveg fyrir sólu.
Ég þrýsti mér dauðhræddur að egginu, en það skipti
engum togum, að Jressi stóri fugl settist á egg sitt
og af tilviljun varð ég bak við annan fót hans. Og
hvílíkur fótur! Sver var hann álíka og trjástofn í
skógi. Meðan ég lá þarna undir fuglinum datt mér
ráð í liug. Ég þóttist vita, að hann mundi fljúga á
brott í morgunsárinu og Jrví tók ég hið sterka leður-
belti mitt og höfuðbúnað og batt mig fastan við
eina af klónum á fæti hans, en Jrær voru satt að
segja ekkert smásmíði. Vonaði ég, að fuglinn mundi
beina flugi sínu til einhvers annars lands eða eyjar
og voru þá alltaf möguléikar á Jjví fyrir mig, að
hitta á mannabústaði.
Morguninn eftir hóf fuglinn Rok flugið og var
brátt ofar skýjum. Flaug hann áfram um stund, en
skyndilega tók hann að lækka Jiugið og eftir litla
stund vorum við á jörðu niðri í einhverjum mér
óþekktum dal. Ég flýtti mér að leysa böndin og um
leið sá ég að fuglinn greip stóran höggorm í nef sér
og flaug á brott svo hratt, að vart mátti auga á festa.
Ég tók nú að kanna þennan dal, sem ég var svo
óvænt kominn í og sá fljótlega að hann var umgirtur
ókleifum hamrabeltum á alla vegu. Kom \rk aftur
að mér lrinn megnasti ótti og harmur og Jjóttist ég
nú engu bættari hér en á eynni, sem ég hafði farið
frá, nema síður væri.
Eftir að ég hafði gengið nokkuð um dal þennan,
tók ég eftir því, að tnikið var Jjar af stórum demönt-
um og einnig komst ég ekki hjá að sjá, að þarna
198