Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 17

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 17
Lestu Bibliuna. ^ VerSlaunaþáttur, sem hófst i jóla- blaði Æskunnar. Tvenn verðlaun: Vikudvöl i sumarbúðum KFUM i Vatnaskógi. Vikudvöl í sumarbúðum KFUK I Vindáshlið. Aldurstakmark: 10—15 ára. Mörgum lesendum blaðsins mun vera kunnugt um þennan verðlaunaþátt, sem hófst f jólablaði Æskunnar. Samt er það svo, að oft fer slíkt fram hjá mönnum, þar sem svo fjölbreytilegt efni er, eins og í Æskunni. Oft er það lika svo, að sumir vilja strax 9efa allt upp á bátinn, ef þeir sjá, að eitt- hvað þarf að hugsa eða gera, til þess að 9eta tekið þátt í verðlaunakeppni. En varla held ég, að það megi segja um þig. Þetta er fjórði og síðasti þátturinn i þess- ari keppni, sem er í þvi fólgin að lesa stuttan kafla úr Biblíunni og svara fáeinum 'éttum spurningum. Nú höfum við nýlega haldið páska, og v°num við, að þið hafið öll átt góða daga. Það er því ekki úr vegi að enda þessa ^ePpni með þvi að lesa ofurlítið um Pétur Postula. Nú langar okkur til þess, að þið lesið úr tuttugasta og öðrum kafla Lúkasar guS- sPÍalls frá versi 54—62 (Lúk. 22, 54—62). Aftur og aftur rekumst við á, að Biblian segir okkur frá ungum mönnum, sem eiga * sömu og svipuðum erfiðleikum eins og við á okkar dögum. Þeir bregðast misjafn- lega við vandanum. Þeir eru misjafnlega gerðir. Sumir glaðir, aðrir daprir, sumir rík- ir, aðrir fátækir, sumir lærðir, aðrir ólærðir. í þessari frásögu er vissulega margt eftir- tektarvert. Pétur var ágætlega til forystu fallinn að mörgu leyti. Hann var fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma, áræðinn og ófeim- inn, en þó stundum dálítið fljótfær. Þegar Jesús spurði lærisveina sína, varð Pétur oftast fyrir svörum. Þegar eitt- hvað þurfti að framkvæma, varð Pétur oft- ast fyrstur til. En að þessu sinni var Pétur of viss. Treysti um of á sjálfan sig, en gleymdi að gera ráð fyrir Guðs hjálp. Þegar Jesús var leiddur í burtu, fylgdi hann álengdar, en þorði ekki að vera ná- lægt Jesú: Og um leið og hann fór að fjar- Sigurvissa. lægjast hann, urðu freistingarnar enn meiri og sterkari á vegi hans en nokkru sinni fyrr. Og nú fór hann að leggja lag sitt við þá, sem mest voru á móti Jesú. Við vitum, hvernig sú saga endaði. Ef til vill er okkur einnig Ijóst, hvernig fer, þegar við fjarlægjumst Guð — þó að við viljum ekki alltaf viðurkenna það. Pétur viðurkenndi sekt slna og fékk fyrir- gefningu — hafði hreinan skjöld frammi fyrir Guði og mönnum. Hann lærði brátt að treysta Jesú í einu og öllu. Guð gaf hon- um sjálfstraust, sem hverjum er nauðsyn- legt. En fyrst og fremst lærði hann að reiða sig á Hann. Góð samvizka fyrir Guði og mönnum ger- ir okkur heilbrigð og sönn. Spurningar: 1. Hvar var Pétur staddur, er hann afneitaði Jesú? 2. Hverju svaraði Pétur, er þernan sagði: Þessi maður var líka með honum? 3. Hvers vegna gekk Pétur út fyrir og grét beisklega? Þá er þessari keppni lokið með þessum þætti. Nú safnið þið öllum svörunum sam- an og sendið þau: ÆSKAN, Pósthólf 14, Lestu Biblíuna, Reykjavík. Sendið síðan svörin eins fljótt og þlð getið. Þau mega helzt ekki berast síðar en ÞREM VIKUM eftir að þetta blað berst þér í hendur. Sigurvegarar verða látnir vita svo fljótt sem auðið er bréflega, en einnig munu nöfn þeirra birtast i Æskunnl. Skrifið skýrt og greinilega, og gleymlð ekki nöfnum ykkar og heimilisföngum. 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.