Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1969, Page 17

Æskan - 01.04.1969, Page 17
Lestu Bibliuna. ^ VerSlaunaþáttur, sem hófst i jóla- blaði Æskunnar. Tvenn verðlaun: Vikudvöl i sumarbúðum KFUM i Vatnaskógi. Vikudvöl í sumarbúðum KFUK I Vindáshlið. Aldurstakmark: 10—15 ára. Mörgum lesendum blaðsins mun vera kunnugt um þennan verðlaunaþátt, sem hófst f jólablaði Æskunnar. Samt er það svo, að oft fer slíkt fram hjá mönnum, þar sem svo fjölbreytilegt efni er, eins og í Æskunni. Oft er það lika svo, að sumir vilja strax 9efa allt upp á bátinn, ef þeir sjá, að eitt- hvað þarf að hugsa eða gera, til þess að 9eta tekið þátt í verðlaunakeppni. En varla held ég, að það megi segja um þig. Þetta er fjórði og síðasti þátturinn i þess- ari keppni, sem er í þvi fólgin að lesa stuttan kafla úr Biblíunni og svara fáeinum 'éttum spurningum. Nú höfum við nýlega haldið páska, og v°num við, að þið hafið öll átt góða daga. Það er því ekki úr vegi að enda þessa ^ePpni með þvi að lesa ofurlítið um Pétur Postula. Nú langar okkur til þess, að þið lesið úr tuttugasta og öðrum kafla Lúkasar guS- sPÍalls frá versi 54—62 (Lúk. 22, 54—62). Aftur og aftur rekumst við á, að Biblian segir okkur frá ungum mönnum, sem eiga * sömu og svipuðum erfiðleikum eins og við á okkar dögum. Þeir bregðast misjafn- lega við vandanum. Þeir eru misjafnlega gerðir. Sumir glaðir, aðrir daprir, sumir rík- ir, aðrir fátækir, sumir lærðir, aðrir ólærðir. í þessari frásögu er vissulega margt eftir- tektarvert. Pétur var ágætlega til forystu fallinn að mörgu leyti. Hann var fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma, áræðinn og ófeim- inn, en þó stundum dálítið fljótfær. Þegar Jesús spurði lærisveina sína, varð Pétur oftast fyrir svörum. Þegar eitt- hvað þurfti að framkvæma, varð Pétur oft- ast fyrstur til. En að þessu sinni var Pétur of viss. Treysti um of á sjálfan sig, en gleymdi að gera ráð fyrir Guðs hjálp. Þegar Jesús var leiddur í burtu, fylgdi hann álengdar, en þorði ekki að vera ná- lægt Jesú: Og um leið og hann fór að fjar- Sigurvissa. lægjast hann, urðu freistingarnar enn meiri og sterkari á vegi hans en nokkru sinni fyrr. Og nú fór hann að leggja lag sitt við þá, sem mest voru á móti Jesú. Við vitum, hvernig sú saga endaði. Ef til vill er okkur einnig Ijóst, hvernig fer, þegar við fjarlægjumst Guð — þó að við viljum ekki alltaf viðurkenna það. Pétur viðurkenndi sekt slna og fékk fyrir- gefningu — hafði hreinan skjöld frammi fyrir Guði og mönnum. Hann lærði brátt að treysta Jesú í einu og öllu. Guð gaf hon- um sjálfstraust, sem hverjum er nauðsyn- legt. En fyrst og fremst lærði hann að reiða sig á Hann. Góð samvizka fyrir Guði og mönnum ger- ir okkur heilbrigð og sönn. Spurningar: 1. Hvar var Pétur staddur, er hann afneitaði Jesú? 2. Hverju svaraði Pétur, er þernan sagði: Þessi maður var líka með honum? 3. Hvers vegna gekk Pétur út fyrir og grét beisklega? Þá er þessari keppni lokið með þessum þætti. Nú safnið þið öllum svörunum sam- an og sendið þau: ÆSKAN, Pósthólf 14, Lestu Biblíuna, Reykjavík. Sendið síðan svörin eins fljótt og þlð getið. Þau mega helzt ekki berast síðar en ÞREM VIKUM eftir að þetta blað berst þér í hendur. Sigurvegarar verða látnir vita svo fljótt sem auðið er bréflega, en einnig munu nöfn þeirra birtast i Æskunnl. Skrifið skýrt og greinilega, og gleymlð ekki nöfnum ykkar og heimilisföngum. 193

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.