Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 24
Steinunn Karlsdóttir: I<StíncL l&r til i^undúnci. 10. KAFLI Sólin kom npp og gekk til viðar. Dagarnir komu og fóru svo fljótt, það fannst Stínu að minnsta kosli. Henni gekk vel í skólanum og var nú íarin að tala ensku við þær Lísu og Maríu en áður höfðu þær talað íslenzku við hana. Stundum þegar sólin skein og fuglarnir sungu, læddust þær út í garð og María hafði gítarinn með sér, Og þá sungu þær fullum hálsi. Oft var einhver vegfarandi fyrir utan garðshliðið að grennslast eftir því, hverjar þær væru sem syngju svona fallega. Einu sinni kom það meira að segja fyrir, að það kallaði maður til þeirra og spurði, hvort þær vildu vera með í söngkeppni, sem átti að hefjast bráðlega. Þær urðu forviða en afþökkuðu það kurteislega. Stína átti eftir að vera hálfan mánuð í Englandi og hún kveið því að fara og hlakkaði til að koma heim. Hún hafði fengið bréf frá móður sinni og þar stóð meðal annars, að Stína fengi að ráða því, hvort liún vildi fara sjóleiðis eða flugleiðis heim. Stína hafði fullan hug á því að fara sjóleiðis. Einn daginn fór hún með Maríu út að verzla. Þær gengu niður St. Louis Street og litu inn í margar verzl- anir. Stína keypti margt sem hún ætlaði að fara með heim og eiga sem minjagripi. Þegar þær komu heim var Stína orðin svo þreytt, að hún gat varla staðið á fótunum. Þá um kvöldið var skemmtun í einu af samkomuhúsunum þarna rétt hjá. Lísa og María vildu óðar og uppvægar fara með Stínu til að lofa henni að sjá, hvernig Englendingar skemmtu sér. Það varð úr að þær færu, og þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í níu lögðu þær af stað. Þegar þær komu í námunda við samkomuhúsið var mjög glatt á hjalla þar inni. Þær gengu inn eftir að hafa losað sig við yfirhafn- irnar, og settust við eitt borðið. Skemmtiatriðin voru að enda þegar þær komu og sumir karlmennirnir tóku að rýma til á dansgólfinu. Svo var farið að dansa. Dökkhærð- ur piltur kom og bauð Stínu upp í dans. Skömmu seinna sá Stina að þær María og Lísa voru líka komnar út á dansgólfið. Seinna um kvöldið var svo stöfunarkeppni. Hún var í því fólgin, að sá sem gal stalað rétt ílest orðin, sem fram voru lögð, hann varð sigurvegarinn. Stína treysti sér ekki til að taka þátt í lienni og ekki Lísa heldur, en hún sá að María bauð sig fram. Petersen kennari Stínu var jtarna og hann var próf- dómarinn. Fyrst komu nokkur létt orð, sem flestir gátu stafað sig fram úr, en svo þyngdist það smátt og smátt og íleiri féllu úr leik. Loks voru bara þrír keppendur eftir, en það voru jrau María, Tom Petersens kennara og annar piltur, sem hét Dick. Stína og Lísa urðu sífellt æstari eftir því sem tíminn leið. Dick féll brátt úr leik og þá var nú eftir að vita hvort þeirra myndi vinna, María eða Tom. Loks var komið að seinasta orðinu. Tom byrjaði, en komst ekki langt og varð að hætta. Hann reyndi einu sinni enn en allt fór á sömti leið. Þá var María eftir. Hún byrjaði hægt og rólega og Jregar hún var búin úrskurðaði dómarinn: „Rétt“. „Húrra, hún vann,“ hrópaði Lísa upp yfir sig, og Stína tók undir. María fékk að verðlaunum lítinn silfurbikar og tók á móti honum geislandi af gleði. Hún var líka hyllt mjög. Svo var haldið áfram að dansa til miðnættis. „Jæja, hvernig fannst þér skemmtunin?" spurði María á leiðinni heim. „Þetta var agalega gaman,“ svaraði Stína. „Hvað eru svona skemmtanir oft hérna?“ „Svona hálfsmánaðarlega," svaraði Lísa, „en við förum nú ekki oft á þær.“ „Af hverju ekki?“ „Það er nú ekki alltaf svona gaman,“ sagði María, „Stundum eru svo mikil ólæti, að það er ekki verandi }tar.“ Svo féll þetta tal niður og stúlkurnar flýttu sér heim til að komast í bólið. 11. KAFLI Á morgun skyldi hún fara heim. Stína gal ekki unt annað hugsað er hún var uppi í herbergi sínu og var að tæma skúffurnar og láta niður í ferðatöskuna sína. María leit inn til hennar. „Get ég hjálpað þér eitthvað?“ spurði hún. „Nei, Jrakka Jjér fyrir,“ sagði Stina. „Ég er að verða búin.“ „Mikið öfunda ég þig af Jjví að vera að fara lieim til íslands, ég hef ekki komið til íslands síðan ég var fimm ára og mig langar óskaplega til að koma þangað.“ „Það er ekkert gaman að koma að hausti til, en rnikið væri Jrað gaman ef þú gætir komið næsta sumar,“ sagði Stína áköf. „Ég er viss um að mamma mundi leyfa Jrér að vera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.