Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 31
stórri kirkju. „Þessi kirkja er dálítið sérkennileg,“ sagði
^iguel. „Hún heitir Heilags Markúsarkirkja. Og hún
er byggg eftir teikningu og fyrirsögn Gústafs Eiffel,
^^nnsins sem byggði hinn fræga Eiffelturn í París,
eir|s og sá turn, er þessi kirkja byggð eingöngu úr
iámi.“
.,Það er einkennilegt að nota slíkt efni til kirkjubygg-
'n99r,“ sagði Villi, „ég býst við að það sé allt í lagi,
Sv° lengi sem það ryðgar ekki,“ bætti hann við hlæj-
andi.
..Nú, það er ekki svo mikil hætta á því,“ svaraði
^'9uel, „því það er sama hvort það er vetur eða sumar,
Það rignir aldrei í Arica."
þegar hér var komið voru vinirnir þrír allir orðnir
svangir, sérstaklega Hannibal.
,,Það er veitingahús þarna hinum megin,“ sagði
^iguel. „Komdu Villi, ég ætla að gefa þér og Hannibal
stærsta miðdegisverð sem þið hafið nokkurn tíma
fengig.“
Þegar þeir komu inn í veitingahúsið var þeim vísað
á borð. Miguel pantaði matinn, þar sem Villi skildi ekki
spönsku nöfnin á matseðlinum.
„Hvað hefurðu pantað?“ spurði Villi.
„Bíddu rólegur, og við skulum sjá til,“ svaraði Miguel
brosandi.
Villi þurfti ekki að bíða lengi. Brátt komu margir
þjónar að borðinu og hver þeirra með stóran bakka,
með alls konar kræsingum.
Miguel byrjaði á að fá sér steikta banana með smjör-
sósu, en Villi fékk spánskan rétt sem nefnist Porotos
Granados, „sem búinn er til úr baunum, sveppum, ba-
con o. fl.,“ sagði Miguel.
„Þetta bragðast dásamlega,“ sagði Villi, og allir
voru hinir ánægðustu.
Miödegisverðurinn sem Miguel hatði pantað var sá stærsti og fjölskrúðugasti,
sem Villi hafði nokkurn tíma séð. Og Hannibal litli var yfir sig hrifinn.
207