Æskan - 01.04.1969, Page 42
Efni: Kvistalaus borðbútur úr furu.
StærS 18x5x2,5 cm.
3 mm krossviður, 26x8 cm.
Pappír 10x9 cm.
Smánaglar og hörtvinni.
Þegar þið hafið fengið ykkur þetta efni,
skulið þið hefla fjölina, sem skipsskrokkur-
inn er gerður úr, og saga úr henni að aftan
og framan fyrir stefni og skut. — Á mynd
III. sjáið þið flesta málin, sem eru öll í senti-
metrum. Þið sjáið t. d., að skáinn, þríhyrn-
ingurinn, sem sagaður er úr fyrir stefni er
1,2 cm á hæð, en 2,5 cm á lengd, en það
sem sagað er úr fyrir skutnum er 1,2 á
hæð, en 2 á lengd.
Mynd I.
Víkingaskip.
Athugið vel málin á mynd III. Siglutréð
er 10 cm á hæð og má vera ferkantað, svo
sem 1/2 cm á hlið. Hver skjöldur, en þeir
eru fjórir á hvorri hlið, er 3 cm f þver-
mál. Þeir skarast, og eru negldir á hlið-
arnar með messingnöglum með kúptum
haus, eða þá koparnöglum, hæfilega stór-
um. Á mynd I. sézt að saga þarf ofurlítið
niður í þilfarið, þar sem merkt er með x,
svo sem 8 mm. Síðan er skorið með spor-
járni á ská niður frá stefni og skut að sag-
arfarinu, en síðan lárétt eftir miðskipinu.
Tveir hausar eru sagaðir út sér og síðan
límdir niður á skut og stefni. Hausinn að
framan er heldur stærri (sjá III.).
Á siglutrénu er þverrá, sem er 9 cm á
lengd og á mynd II. sést, hvernig seglið er
sett á og hörtvinnaþræðir strengdir fram
og aftur. Rétt er að festa strengina, áður
en skildirnir eru negldir á. Pappírsveifu má
setja á siglutopp. Að síðustu er málað með
þekjulitum. Ein stýrisár er á skipinu.
Mynd III
Mary Hopkin.
Fyrir einu ári var Mary Hop-
kin skólastúlka í litlu þorpi í
Wales. Nú er nafn hennar efst
Mary Hopkin
á lista yfir vinsælustu dægur-
lögin bæði í Evrópu og Ameríku.
Mary Hopkin er með sítt Ijóst
hár og skær og blá augu. Henni
hefur verið líkt við myndskreyt-
ingu á barnaævintýri. Og sag-
an um frægð hennar er líka í
rauninni ný saga um Ösku-
busku.
Hún minnist þess, er hún
fjögurra ára gömul sönq í kirkju-
kórnum: „Ég hef alltaf haft
gaman af að syngja," segir hún.
„Mamma sat við píanóið og svo
sungum við öll, oftast sálma.“
Fyrir tveimur árum lærði hún
upp á eigin spýtur að leika á
gítar. Hún lék bæði í kirkjunni
og skólanum. Og ekki leið á
löngu, þar til hún tók að syngja
á laugardagskvöldum í tóm-
stundaklúbbi námuverkamanna
ásamt nokkrum jafnöldum sín-
um, sem léku undir.
Hljómsveit þessi varð skamm-
líf, en eigandi einu hljóðfæra-
verzlunar staðarins kom henni
á framfæri við brezka sjónvarp-
ið. Hún ein var valin úr hópi
200 drengja og stúlkna til að
koma fram í frægum sjónvarps-
þætti. Þátturinn var sýndur í
sjónvarpinu 4. mai 1968, daginn
eftir afmælisdag Mary, en þá
varð hún átján ára. Hin heims-
fræga Twiggy hlustaði á þáttinn
og sagði Paul McCartney frá
hve vel og skemmtilega þessi
Mary Hopkin hefði sungið. Þeg-
ar þetta var, vildi svo til, að
Paul var einmitt að leita að nýj-
um stjörnum fyrir hljómplötu-
fyrirtæki Bítlanna.
George Harrison sagði um
hana: „Mary hefur til að bera
alla þá kosti, sem dægurlaga-
söngkona þarf að hafa. Hún er
fríð sýnum og hefur fallega
rödd. Hún syngur biátt áfram
og eðlilega og án nokkurrar
áreynslu. Við höfðum ekkert á
móti því, að hún skyldi velta
okkur úr fyrsta sæti vinsælda-
listans, þvert á móti við vorum
himinlifandi yfir því.“
Sjá litmynd af Mary Hopkin
á baksíðu blaðsins.
218