Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 28
SOQUn frá
Qrcmlandi
AT æri nú ekki tilvalið a3 fá að heyra dálítið af sögunum, sem
~ hún amma í Grænlandi segir litlu börnunum þar?
Ykkur þætti víst skrítið að sjá hvernig farið er með börnin þar
á meðan þau eru Iftil. ( staðinn fyrir það, að þið eru látin í lítinn
vagn með rúmfötum og fallegri ábreiðu ofan á, og mamma, ykkar
fer með ykkur út í góða veðrið og ekur ykkur út um allar götur,
þá lætur mamma ( Grænlandi strákinn sinn eða stelpuna ofan '
poka, sem hún slengir svo á bakið á sér og ber með sér hvert
sem hún fer. Á vetrum býr fólkið við sjávarsíðuna i lágkúrulegum
moldarkofum, sem fennir oft í kaf, og þá þarf að moka löng göng
til að komast út og inn. Þá veiða karlmennirnir sel upp um ísinn
og stundum skjóta þeir ísbirni. Þegar vorið kemur og sólin fer
að skína, þá tekur fólkið sig upp og ferðast með tjöld upp um
fjöll og firnindi. Þá safnar það ósköpunum öllum af eggjum, Því
allt er fullt af fugli. Svo veiða þeir fugl og skjóta hreindýr sér
til matar og eru glaðir og ánægðir me£j Kfið.
Þið hafið víst flest ykkar heyrt talað um heimskautafarann mikla.
hann Knút Rasmussen. Hann fæddist í Grænlandi og var þar öH
sín æskuár, og öll leiksystkinin hans voru grænlenzk. Þegar hann
stálpaðist, fluttist hann með foreldrum sínum til Danmerkur, en
alltaf elskaði hann æskustöðvarnar og þjóðina norður við heim-
skautið framar öllu öðru. Eftir að hann komst til vits og ára, varði
hann allri ævinni til þess að rannsaka heimskautalöndin og reyna
að hjálpa fólkinu, sem þar býr. Hann lenti í ægilegum mannraun-
um og varð oft að berjast langtímum saman við hungur og kulda
og alls konar hættur. En aldrei barðist hann til að vinna öðrum
mönnum mein, eins og hermenn gera, og þess vegna langar alla
góða og dugandi drengi til að likjast honum. Hann skrifaði upP
ósköpin öll af sögum og ævintýrum, sem grænlenzka fólkið unir
sér við á kvöldvökunum, og þau hafa verið gefin út handa börnum
í Danmörku. Þau eru mörg skrítin, og allt öðruvísi en sögurnar,
sem þið eigið að venjast. Hérna fáið þið að heyra nokkur þeirra:
!
4K>4K>4K>4K4*>4k>4K>4K>4*>4<HÍK^^
Barnarœninginn
Langt niðri á hafsbotni býr ógurleg
ófreskja. Oft kemur hún upp á yfirborðið og
inn á ströndina — þá mega börnin vara
sig, því ef þau orga og láta illa þegar þau
eru að leika sér, þá tekur hún þau.
Einu sinni var stór krakkahópur að leika
sér niðri í fjöru. Þau æptu hátt af kæti, svo
undir tók f klettunum. Þetta heyrði ófreskj-
an og læddist inn að ströndinni. Þegar
börnin sáu til hennar, urðu þau yfirkomin af
hræðslu og flýðu eins og fætur toguðu upp
[ klettagjóturnar. En eitt barnið gat ekki
flúið. Það var litill, foreldraiaus drengur,
sem engan átti að. Hann var svo fétækur,
að hann átti ekki einu sinni sóla undir
skóna sína, og þess vegna gat hann ekki
hlaupið eins hratt í grjótinu og hin börnin.
Hann dróst fljótt afturúr og ófreskjan var
alveg á hælunum á honum. En þá datt
snáða ráð í hug: Hann fleygði sér niður og
sparkaði út í loftið með fótunum, og allar
tærnar stóðu út úr skónum. Ókindin var nú
komin fast að honum, og ætlaði að grípa
hann á lofti, en hann gerði sér lítið íyrir,
rak framan í hana aðra stórutána og hróp-
aði: „Varaðu þig á stórutánni, hún étur
menn.“ Þá varð ófreskjan svo hrædd að
hún flýtti sér i dauðans ofboði langt út á
haf, en drengurinn hljóp heim eins hratt og
hann gat.
Mennirnir tveÍT
Einu sinni voru tveir menn á veiðurn-
Annar þeirra veiddi úlf í gildru, en hinh
skaut hreindýr með boga. Þegar þeir hiK'
ust, sagði annar:
„Ljómandi er þetta fallegur hreindýrs-
feldur, sem þú hefur þarna".
,,En úlfshamurinn þinn, sá er nú ekki
slorlegur,“ sagði hinn.
Svo fóru þeir að spjalla saman um þessi
tvö skinn, bæði um háralagið og hitt 00
þetta.
„Hreindýrið hefur fleiri hár á skrokknun'1
heldur en úlfurinn," sagði annar.
264