Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 30
FÖR GÚLLÍVERSTIL PUTALANDS 'p’aðir minn átti dáiitia jörð á Mið-Englandi og fimm syni, og voru tveir eldri en ég. Ég lærði hjá James Bates, stórfrægum handlækni í Lundúnum og var hjá honum í samfleytt fjögur ár. Ég varð svo læknir á ýmsum skipum hverju eftir annað i sex ár, og fór ýmsar ferðir til Austur- og Vestur- Indfa og jók efni mín dálítið með því. Ég réð mig svo eitt sinn á skip með Vilhjálmi Pritsarð, skipstjóra á kaupfari, sem hét „Antílópi", og ætlaði í suðurhöf. Við létum út frá Bristol 4. maí 1699, og farnaðist ágætlega framan af. Sfðar í ferðinni héldum við til Austur- Indía, og lentum við þá í ofsaroki, sem bar okkur að norðvesturströnd Tasmaníu. Tólf af okkur voru dauðir af áreynslu og óætum mat, og mjög af hinum dregið, sem eftir lifðu. 5. nóvember var á þoka og sáu skip- verjar þá sker fyrir stafni, svo sem 50 faðma frá okkur, en veðrið var svo mikið, að okkur rak beint á boðann og braut skip- ið þar á svipstundu. Við komum út báti fimm saman með mér og rerum lífróður frá skerinu og skipsskrokknum, en eftir hér um bil hálfa stund skall á okkur vindhviða af norðri og hvolfdi undan okkur. Ekki veit ég hvað varð um félaga mína á bátnum, né heldur um þá, sem eftir urðu í skipinu og í skerinu, en það tel ég víst, að þeir hafi drukknað ailir saman. Sjálfur synti ég eitthvað út í bláinn, þangað sem vindur og alda fóru með mig. Ég reyndi oft að staldra við og finna botn, en krakaði aldrei niður. En þegar ég var orðinn upp- gefinn og hafði ekki krafta tii að halda mér uppi lengur, þá fann ég loks botn með tánum og var þá mjög farið að lægja veðrið. Ég varð að vaða nærri mílufjórðung til lands, og var það rétt fyrir náttmál um kvöldið. Ég hélt svo áfram upp eftir strönd- inni góðan spöl, en sá engin merki manna né mannabústaða, að minnsta kosti var þá svo af mér dregið, að ég gat ekki komið auga á neitt þess háttar. Ég var alveg dauðuppgefinn, og af þreytunni og sólarbrunanum sótti á mig ákafur svefn. Ég lagðist því fyrir í grasinu, sem þar var mjúkt og mátulega loðið, og sofnaði þar værara en ég minnist að hafa gert nokkurn tíma á ævi minni fyrr eða síðar. Og eftir því sem mér telst til, svaf ég þar níu stund- ir, því að bjartur dagur var þegar ég vakn- aði. Ég reyndi að rísa á fætur, en gat þá hvorki hrært legg né lið. Ég hafði sofið á bakinu og fann nú, að handleggir mínir og fótleggir voru rammbundnir þar við jörðina á báða bóga, og á sama hátt var reyrt niður á mér hárið, sem var bæði sítt og þykkt. Ég fann og einhverjar þráðatægjur hér og hvar yfir um mig, allt frá handarkrika mín- um og niður á læri. Ég gat ekki horft nema beint upp í loftið, og sólin fór að verða heit og ærið björt í augunum. Ég heyrði eitthvert óskiljanlegt muldur kringum mig, en gat ekki séð nema heiðan himininn, eins og ég lá þar. Litlu síðar fann ég eitthvað lifandi kvikindi skríða upp eftir vinstri fætinum á mér, upn brjóstið og nærri alveg upp að höku. Þegar ég beindi augun- um niður á við eins og ég gat sá ég, að á þessu kríli var mannsmynd. Það var tæpra sex þumlunga hátt og hafði boga í höndum og örvamæli á baki. En nú fann ég að fjörutíu eða fimmtíu náungar, af sama tagi, komu á eftir þessum fyrsta. Ég var alveg forviða yfir þessu og æpti svo hátt á þá, að þeir þutu lafhræddir í burtu aftur og var mér sagt síðar, að sumir hefðu slasað sig, þegar þeir hlupu ofan af hliðun- um á mér og niður á jörðina. Samt komu þeir aftur, og einn af þeim hætti sér svo f Sá, sem skrifaði bókina lands, hét Jonathan Swift, fæddur árið 1667. Bókin var að ýmsu því, sem höfundini hjá landsmönnum sínum, og barnabók. En svo gerðust henni skemmtibók handa nokkur bók til, sem börnin eins og hún. Margir telja þe steinanna í heimsbókmennt snúið, að kalla má, á hvert Hér hefst birting þessarí að efa það, að hún mun ve blaðsins. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.