Æskan - 01.05.1969, Page 44
ypurninfyar oc^ ói/or
Islenzkir
þjóðbúningar
Mikill áhugi er hjá ungum
stúlkum á því að koma sér upp
islenzkum þjóðbúningum, og
hafa nokkur hréf horizt um
það efni. — Eftir því, sem
við höfum komizt næst, mun
uppliiuturinn kosta á að gizka
frá tæplega tólf þúsund krón-
um, þegar hann er úr satíni,
upp í tæplega tuttugu þúsund
krónur, þegar hann er úr uil
og silki, þá með dýrasta silf-
urhólk og nælu, 5 stórum
droppum á belti, ermatinöpp-
um og húfuprjónum, en bald-
ýruðum borðum. Peysuföt eru
mun ódýrari. Þau kosta frá
rúmum fimm þúsundum kr.,
þá úr satíni, upp í tíu þúsund
krónur, þá úr ull og silki, og
eru þau með húfuprjónum,
dýrustu gerð af silfurhólki,
nælu og svuntupörum, en eklti
er þá gert ráð fyrir belti með
peysufötunum. Auðvitað verð-
ur búningurinn ódýrari, el'
konur sauma liann sjálfar.
Aðalhlutar nútíma uppliluts
eru þessir: Skottliúfa með
skúf, skúfhólki og húfuprjón-
um (en þeir síðasttöldu eru
ekki nauðsynlegir), skyrta með
ermahnöppum, upphlutur með
millum, reim (festi), millunál,
borðum og leggingum, pils,
og belti eru svört að undan-
skilinni skreytingu á upphlut,
en hún er ýmist gyllt eða silf-
urlit. Skyrta og svunta eru
með ýmsum litum. Svartir
sokkar og skór eru liafðir við
búninginn. Kvensilfur er ýmist
gyllt eða iivítt, sliúfhólkur er
stundum úr gulli, en er afar
sjaldgæft, að hann sé smíðað-
ur úr svo dýrum málmi. Ung-
ar stúiltur, sem ætla að koma
sér upp búningi, geta undir-
húið J)að með ])ví að biðja um
einstaka hluta hans í jóla- eða
afmælisgjöf, og hafa eflaust
margar gert það.
280