Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 5

Æskan - 01.03.1970, Page 5
Hver af lesendum JESKUNNHR fer til LONDON? Enn einu sinni getur ÆSKAN glatt lesendur sína með því að tilkynna þeim nýja spurningaþraut, sem blaðið og FLUGFÉLAG ÍSLANDS gangast fyrir. Að þessu sinni mun sá eða sú heppna úr lesendahópi blaðsins heimsækja heimsborgina LONDON á komandi sumri í boði FLUGFÉLAGS ÍSLANDS. Spurningarnar i þrautinni verða 35, og bjrtast þær í tveimur blöðum. Fimm verðlaun verða veitt fyrir rétt svör. — 1. verðlaun verða flugfar með „Gull- faxa“, þotu FLUGFÉLAGS ÍSLANDS til LONDON. 2.-5. verðlaun verða bæk- ur ÆSKUNNAR. Sérhver lesandi ÆSKUNNAR undir 14 ára aldri hefur rétt til að taka þátt í spurningaþrautinni. Ef mörg rétt svör berast, verður dregið um verðlaunin. Sendið ekki svör fyrr en allar spurning- arnar hafa komið hér í blaðinu.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.