Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1970, Side 6

Æskan - 01.03.1970, Side 6
SPURNINGAÞRAUT T SPURNINGAR: 1. Hvenær hóf Flugfélag íslands áætlunar- flug til London? 2. Hver er meðalflugtími þotunnar Gullfaxa milli Reykjavíkur og London? 3. Við hvaða götu í London er skrifstofa Flugfélags íslands? 4. Hver er formaður stjórnar Flugfélags ís- lands? 5. Hve marga farþega flutti Flugfélag ís- lands árið 1969 (talið í þúsundum)? 6. Hvenær var orrustan við Hastings? 7. Hvað hét sigurvegarinn í orrustunni við Hastings? 8. Hvar bar Egil Skallagrímsson og félaga hans að landi í Englandi, er þeir urðu skipreika? 9. Hvaða konungi kvað Egill Skallagrímsson kvæðið Höfuðlausn? LOHDOH s.______________ 10. Hvenær voru Ólympíuleikarnir haldnir síðast í London? 11. Hvaða stjórnarfar ríkir í Bretlandi? 12. Hvað heitir ambassador íslands í Bret- landi? 13. Hvað heitir stórbrotnasta guðshús Bret- lands? 14. Hvað heitir áin, sem rennur gegnum Lon- don? 15. Hvað heitir frægasti íþróttaleikvangur Londonar? 16. Hvað heitir viðskiptahverfið í London? 17. Á hvaða stað hafa flestir Englandskon- ungar verið krýndir? 18. í turni þinghússins í London er frægasta klukka heims. Hvað heitir sú klukka? 19. Á Bretlandseyjum eru tvö ríki. Hvað heita þau? 20. Hvaða höf og sund liggja vestan, austan og sunnan að Bretlandseyjum? _______________________________________________________________/ „Hún er falleg, Ijóshærð og hann er skeggjaður nútímamaður, og milli þeirra „Delaney and Bonnie“ er hægt að heyra einhvern bezta „rock-soul“-söng, sem heyrzt hefur úr tveggja hálsum, segir í ensku músíkblaði um þau hjúin. Þau koma fró Bandaríkjunum, en þar heyrði í þeim Eric Clap' ton, sem ég geri ráð fyrir að þið þekkið frá síðasta þætti, og þa® var hann, sem kom þeim á framfæri i Bretlandi. Nú eiga ÞaU vini eins og George Harrison og John Lennon úr Bítlunum °9 verða frægari og frægari með hverjum degi sem líður. George Harrison sagði eitt sinn: ,,í raun og veru eru aðein3 fjórir skemmtikraftar, sem ég vildi gera samninga við um plötuf hjá Apple (plötufyrirtæki Bítlanna). Það eru The Rolling Stones, Bob Dylan, Eric Clapton og Delaney og Bonnie. Meðmæli sem þessi ættu að bera bjarta framtíð í skauti sínú, og verður því gaman að fylgjast með þeim D og B á næstunni’ 138

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.