Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1970, Síða 7

Æskan - 01.03.1970, Síða 7
LITLA SAGAN -™^yrir ekki ýkjalöngu var gamall maSur, sem skar TJ út myndir I 'tré. Hann átti heima í litlu þorpi, og alla daga sat hann í vinnustofu sinni og skar út fuglamyndir, mestmegnis endur og gæsir. Ýmsir keyptu fuglana til að hafa fyrir veðurvita á húsum sínum, aðrir notuðu þá fyrir gervifugla í veiðiferðum, og enn aðrir keyptu þá til að skreyta stofur sínar með, en þegar gamli fnaðurinn hafði lokið við að skera fuglana út, málaði hann þá með réttum og fallegum litum. Því mátti víða sjá hópa villifugla á flugi bera við Ijósa veggina í stofum manna. Aila ævi hafði þessum gamla manni þótt svo gaman að skera út í tré, að hann gat ekki hugsað sér neitt skemmti- legra til að hafa fyrir stafni, enda hafði hann oftast dvalið f vinnustofu sinni með spýtukubb í annarrl hendi og hnlf I hinni frá því hann fyrst mundi eftir sér. Þegar hann hafði lokið við að skera út fuglana, hengdi hann þá upp í gluggann á vinnustofunni og þá gátu menn virt þá fyrir sér, ef þeir áttu leið um götuna. Margir komu ér nálægum byggðum til að kaupa fugla af gamla mann- inum og ýmsir voru jafnvel lengra að komnir. Hjá honum var þó einn hlutur, sem fólki gekk illa að átta sig á. Yfir dyrum hans hékk skilti, sem á var letrað: HEF ALDREI UNNIÐ OG MUN HELDUR ALDREI GERA ÞAÐ Fólkið sagði þess vegna: „Hvernig getur Óli listamaður sa9t, að hann hafi aldrei unnið og muni aldrei gera, þar sem hann situr alla daga við að skera út i tré?“ Nei, þetta skildi enginn. Hann var önnum kafinn allan daginn alla daga, alltaf skar hann út endur og gæsir. Þannig hafði það verið alla ævi hans hingað til og þannig mundi þetta ætíð verða. ..Hvernig á að skilja þetta?" spurði fólk. Óli listamaður sagði: „Aðeins þannig, að ég hef ekki unnið einn einasta dag á ævinni og mig langar ekki held- ur til þess.“ „En þú vinnur frá klukkan átta á morgnana til klukkan átta á kvöldin. Og alltaf skerðu út endur og gæsir úr þessum trékubbum. Hvað áttu við?“ Hann svaraði: „Fyrst þið skiljið þetta ekki, get ég víst ekki útskýrt það. Ég vinn aldrei og mun aldrei gera.“ Hann hló að undrun fólksins, en mest þó vegna þess, hversu hamingjusamur hann var sjálfur. Fólkið gekk leið- ar sinnar með fuglana, sem það hafði keypt, en hristi höfuðið undrandi á kreddum gamla mannsins. „Við vitum ekki, hvað hann meinar með þessu," sögðu menn. „Hann vinnur meira en aðrir og samt segir hann: „Hef aldrei og mun aldrei vinna“.“ Dag einn komu nokkur af lötu börnunum í þorpinu inn í vinnustofuna hans. Þegar þau sáu skiltið yfir dyrunum, hugsuðu þau með sér: „Hann er eins og við. Hann nennir ekki að vinna.“ En þegar þau fengu að vita, að hann skar út endur og gæsir úr trékubbum frá átta á morgnana til klukkan átta á kvöldin, sögðu þau: „En þú vinnur samt, Óli. Þú skerð út myndir og ert að þvf allan daginn. Þú vinnur miklu meira en við." Hann hristi bara höfuðið og sagði: „Farið burt, letingj- ar. Þið skiljið mig ekki, en ég endurtek: Ég hef aldrei unnið og það mun ég aldrei gera. Þið munduð ekki heldur þurfa að vinna, ef þið þekktuð leyndarmál mitt.“ Lötu börnin í þorpinu voru of löt til að finna út, hvert leyndarmál hans var. Þau fóru leiðar sinnar og sögðu: „Gamli maðurinn er orðinn ruglaður. Við skiljum hann mannsins W 139

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.