Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 8

Æskan - 01.03.1970, Page 8
ekki. Sá maður hlýtur að vera ruglaður, sem vinnur allan daginn." Svo komu hin börnin i þorpinu inn í vinnustofu gamla mannsins. Þau horfðu undrandi á, hvar hann bjó til end- ur og gæsir og málaði síðan með hinum fegurstu litum. Þau fundu ánægju í þvf að sjá gamla manninn vinna og þau fengu að hjálþa honum við að mála myndirnar. En þau spurðu aldrei um það, hvað hann ætti við með orðunum á skiltinu yfir dyrunum. Þau voru svo hrifin af vinnu hans, að þau hugsuðu aldrei um það sem vinnu. Og þannig komust þau að leyndarmáli gamla mannsins. Margaret Wise Brown. _______________________________________________________________/ Þeir fundu BII0 D H A Árið 1881 voru Englendingar að leggja járnbraut austur í Indlandi. Þá vantaði grjót i undirstöður, og í leit að því grófu þeir inn í hól einn eða haug, sem var þarna í ná- grenninu, raunar inni í frumskóginum. Það, sem þeir fundu í hólnum, var að vísu steinn, en aldrei var hann þó notaður i járnbrautina, því að hann reyndist vera Búddha- Ifkneski, 60 metra langt, liggjandi á hliðinni. Þegar grafið hafði verið frá líkneskinu á allar hliðar og það hreinsað og þvegið, tóku íbúar héraðsins að streyma á staðinn og falla fram og tilbiðja það. Enga hugmynd höfðu Indverjar um það, að í haugi þessum þarna inni í skóginum væri falið Búddha-líkneski.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.