Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 10

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 10
svaraði hann á þá leið, að hann gæti bara lifað á gulrót- um, hnetum og grænum baunum! — Að lokum var tillag- sn um frið í Hálsaskógi samþykkt; raunar var Úlfurinn nokkuð tregur til þess lengi vel, en sagði þó að lokum, að fundarstjóri mætti telja sig með, og má segja það honum til hróss, að hann virti og hélt þessa samþykkt upp frá þessu. Einnig gerðist Refurinn friðarsinni og ger- breyttist til hins betra, varð sem sagt hinn mesti fyrir- myndarrefur. — Ýmislegt fleira ber til tíðinda í Hálsaskógi eins og til dæmis það, að Litla-Bangsa er rænt og bauðst refurinn til að leita hans og var þá vel minnugur þess, hve vel hann gat rakið Sþor. Leikurinn stendur yfir í tvo tíma og er hinn skemmti- iegasti. Aðgangseyrir mun vera kr. 50,00 fyrir börn en kr. 100,00 fyrir fullorðið fólk. Jón E. Guðmundsson getur stjórnað fjórum brúðum i einu með þessu áhaldi. <H3<H><H><H><H><H><B><H><H><HS<H><H><H><H><H><HÓ<H><H><B><HÓ<HÍB><HÍH3<H><HÍ<H><B!B><H><BS<í<BÍ<H2<HÍ<BÍ<HÍ<HS<t<H!t<H3<í<t<t<B; r ^"^slenzka brúðuleikhúsið hefur fyrir nokkru hafið sýn- f-J. ingar á barnaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner, rithöfundinn snjalla í Osló. Leik- urinn gerist úti í skógi þeim, sem kallaður er Hálsaskógur, og fjallar efni hans um líf dýranna þar, en þau eru nokkuð mörg: Úlfurinn, Refurinn, Hlébarðinn, Broddgölturinn, Mar- teinn skógarmús, Lilli klifurmús, Amma mús, Húsamúsin, Litli Bangsi, Bangsa-pabbi, Bangsa-mamma, Krákan, Uglan, Hundurinn á bænum, Bakarameistari (kanína), Bakara- nemi (kanína), og svo eru maður og kona. Úlfurinn er ógnvaldur skógardýranna, einkum urðu þau litlu fyrir barðinu á honum. Bangsi kallar öll dýrin saman á fund, og svipað og á fundum Sameinuðu þjóðanna er rætt um það, hvernig koma megi á friði og öryggi í skóg- inum. Það verða snarpar umræður, og fyrirspurn kemur frá Rebba: ,,Hvað á ég þá eiginlega að borða?" Úlfurinn sagði fátt, en sat hjá með ygglibrún Ijótri. Bangsi ber fram tillögu þess efnis, ,,að ekkert skógardýr megi dreþa annað dýr sér til matar." Og fyrirspurninni frá Refnum Marteinn skógarmús og krákan. ¥ Dýrin í Hálsaskógi Blindi maðurinn reri fram í gráðið, hugsaði málið og mælti síðan: ,,Þú hefur gert slæm kaup, góðurinn! Setjum svo, að þessi ókunni kaupmaður óski eftir því að fá poka sinn fullan af flóm, og ætti þá helmingurinn að vera karlkyns og helmingurinn kvenkyns, hvernig færir þú þá að?“ Veitingahúseigandanum, sem keypt hafði sandels-viðinn, féll nú allur ketill í eld, því að hann sá í hendi sér, að aldrei gæti hann fyllt poka kaupmanns með flóm. Hann vonaði þó, að til þess kæmi ekki og að kauþmaður mundi óska sér einhvers annars en flóa. Hann var þó í þungum þönkum, er hann lötraði á brott heim á leið. Því næst kom sá eineygði og sagði sögu sína. Hann var kamþakátur og hló svo mikið að kænsku sinni, að hann fékk hiksta. ,,Já, ég var búinn að fullvissa hann um það, að hann hefði stolið öðru auganu mínu, en þetta tapaða auga mitt hef ég ekki haft í mörg ár, hí, hí, hí! Hann lofaði mér þvl að koma með mikla peninga á morg- un og bæta mér skaðann, hí hí!“ En sá blindi var ekki á sama máli: ,,Þú hefur gabbað sjálfan þig,“ sagði hann. „Setjum nú svo, að kaupmaður- inn taki úr sér annað augað og leggi það á vogarskál. Síðan krefjist hann þess, að þú rífir úr þér þitt eina auga til þess að leggja það á vogina á móti hinu, til þess að sjá hvort þau séu jafn þung. Þá verður þú alblindur eins og ég, en kauþmaður hefur þó eitt auga eftir!" Þetta var drjúgt umhugsunarefni fyrir hinn eineygða meðan hann rölti í hægðum sínum heim á leið, og nú var hann alveg hættur að hiksta. Framhald. 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.