Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 11

Æskan - 01.03.1970, Page 11
FYRIRMYND — HVATNING >< "\ P é t ii r Matteus 16,16: Símon Pétur svaraði: ,,Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Ekki er nokkur efi á því, að trúin er það, sem einkennir þennan lærisvein fremur en nokkuð annað. Flest þekkjum við frásöguna i sama guðspjalli, þar sem Jesús gengur á vatninu. Hún lýsir Pétri sérstaklega vel. Báturinn lá undir áföllum. Vindurinn var á móti. Það var um fjórðu næturvöku. Og skyndilega sáu þeir ein- Lœrisveinarnir hvern koma gangandi á vatninu. Þeir urðu logandi hrædd- ir, en Jesús sagði: Verið hughraustir, það er ég. Verið óhræddir. Og nú skulum við taka eftir. Enn hefur Pétur ómótaða skapgerð. Hann er fljótfær, ákveðinn, nokkuð áhrifagjarn, en annars hraustur sjómaður. Um leið og Jesús hefur sleppt orðinu, sjáum við Pétur þjóta á fætur. Hann hugsar sig varla um. Hann er sannfærður um, hvernig hann á að reyna, hvort þetta er Jesús. Hann veit, að Jesús getur látið hann ganga á vatninu, ef hann vill. Og Jesús segir: Kom þú. Og Pétur steig út úr þátnum og gekk á vatninu. Pétur trúði. Hann treysti Jesú. Hann vissi, að Jesús var „sonur hins lifanda Guðs." — En Pétur var bara maður. Hann leit í kringum sig, sá hrikalegar öldurnar æða allt um kring. Hann varð hræddur. Hann tók að sökkva. Hann gleymdi Jesú — og þó! Þegar hann var hræddur, treysti hann Jesú lika. Og Jesús bjargaði honum! Hér þekkjum við okkur mörg. Við höldum í lengstu lög, að við getum — og leitum svo til Guðs, er allt er komið i strand. Jesús kallaði Pétur ,,klettinn“, sem tákn um bjargfasta og óbifanlega TRÚ! Og hann sagði: Og á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn. Þó að Pétur væri fljótfær og áhrifagjarn í fyrstu, óx hann og styrktist með hverju ári. Margir hugsa fyrst og fremst um Pétur í Hallargarðinum, þegar hann afneitaði frelsara sínum þrisvar. En Pétur iðraðist — og siðar meir varð hann einn af fremstu og djörfustu lærisveinum Jesú. Hvar sem var, hvenær sem var og undir hvaða kringum- stæðum sem var, þorði hann að segja frá Jesú. Hann sannfærðist sífellt betur um sannleiksgildi orðanna, að hann væri „Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ — Og þannig stendur einnig um þá Pétur og Jóhannes í Postula- sögunni: Og þeir könnuðust við þá, að þeir höfðu verið með Jesú! Við höfum marga galla. En við höfum líka hæfileika. Guð vill, að við notum þá fyrir hann. — Pétur varð trúr alit til dauða og þurfti oft að líða og þjást. Hann þreyttist aldrei á þvi að flytja Ijós Guðs þangað sem myrkur var, jafnvel þótt það kostaði hann lífið að lokum! Ákveðið er að efna til ritgerðasamkeppni um ..einn af postulum Jesú“. Þegar þáttum þess- U|ti lýkur, gefst lesendum kostur á að skrifa ritgerð, sem nefnist Einn af postulum Jesú. Ekki þar ritgerðin að vera löng, efnisval og Biat er sjálfstætt. Hún, gæti til dæmis fjallað um kosti og galla, þann, sem þér þykir vænst um, Þann, sem þér þykir eftirtektarverðastur, þann, sem þú vildir helzt líkjast eða eitthvað því um líkt. Aldurshámark er 15 ár. Veitt verða 5 eftirtalin bókaverðlaun: 1. verðlaun: Drengurinn frá Galíleu, Hetjan frá Afríku, Vinir frelsisins, Ungi hlébarðinn. 2. verðlaun: Drengurinn frá Galíleu, Flemm- ing í menntaskóla, Þrír vinir, Kalli skipsdrengur. 3. verðlaun: Hermundur Jarlsson, Þórir Þrast- arson, Þrír vinir. 4. verðlaun: Ungi hlébarðinn, Vinir frelsisins. 5. verðlaun: Hermundur Jarlsson. Ritgerðakeppni 143

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.