Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1970, Side 14

Æskan - 01.03.1970, Side 14
Þegar menn drekka vökva me3 vín- anda, þröngvar nokkur hluti hans sér gegnum magavegginn og inn f hið fín- gerða æðakerfi, sem þar er. En meiri hluti vínandans heldur áfram niður í smáþarmana og sogast inn í æðakerfi þeirra. Vínandinn berst fljótt með blóð- inu til allra hluta líkamans. Allir vefir (vöðvar, taugar o. s. frv.) taka til sín vínanda í hlutfalli við það vatnsmagn, sem f þeim er. Samtímis reynir líkaminn að losna við vínandann. Sumt hverfur við útönd- unina, sumt gegnum húðina og sumt með þvaginu. En meiri hlutinn brennur í lifrinni. Brennslan fer fram með jöfn- um hraða, án tillits til þess, hvort lík- aminn hvíiist eða ekki. (Sykur brennur hins vegar með meiri hraða við áreynslu en hvíld.) Um það bil 7—8 grömm af vínanda eyðast við brennsl- una á hverjum klukkutíma (0,1 g á hverjum klukkutíma, miðað við hvert kg af líkamsþunga mannsins). Ef mað- ur, sem vegur 70 kíló, hefur t. d. drukk- ið 35 g af vínanda, þarf likaminn 5 klukkustundir til þess að iosna við hin beinu áhrif hans. Við brennsluna myndast hiti. Það liggur því nærri að spyrja: Er vínandinn fæðutegund? Því er fljótsvarað: Vfn- andinn er ekki fæðutegund i venjulegri merkingu þess orðs. Fæðutegundirnar hafa mörgum hlut- verkum að gegna. Þær eiga að: 1. Flytja Ifkamanum efni, sem veita frumum hans næringu. 2. Veita vöðvunum þann kraft, sem nauðsynlegur er til þess að þeir geti starfað. 3. Flalda brennslunni stöðugri, svo að líkamshitinn sé jafnan um það bil 37 gráður á Celsíus. Nauðsynlegustu næringarefnin eru þessi: Eggjahvita, fita, kolvetni, stein- efni, sölt, vítamín og vatn. Eggjahvíta, steinefni og vatn eru (eins konar) byggingarefni í nýjar frumur og til viðhalds þeim eldri. Vfn- andi kemur þar að engum notum. Meiri hlutinn af næringarefnunum brennur i frumum Ifkamans, sumpart tii þess að halda líkamshitanum jöfn- um, sumpart til þess að veita þeim aukna orku. Vínandinn brennur ekki í vöðvunum og veitir þeim þess vegna ekki aukinn þrótt. Sumt af úrgangs- efnunum getur hins vegar borizt með blóðinu til fruma og vefja og veitt þeim kraft. En það er mjög takmarkað, og vínandamagn það, sem er í líkam- anum, dregur auk þess úr starfsþrótti og starfshæfni. Við brennslu vínanda í lifrinni mynd- ast hiti. En rannsóknir hafa sýnt, að llkamshitinn lækkar um Vz til 1 gráðu hjá mönnum, sem hafa drukkið vfn- anda, ef þeir eru í venjulegum stofu- hita. Ef þeir eru í kaldara umhverfi, iækkar Ifkamshitinn meira. Það er því fráleitt að líta á vínanda sem næringarefni. Hvernig verkar áfengið á líkamann? <H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><HÍ<H!H><H><H><l<H><H><<H><HS<H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><t<H><H><H5 Hún mundi þá eftir súkkulaðibita, sem hún átti. Hún rétti honum hann. Hann sló á höndina á henni. Hann skalf af kulda. Sigrún horfði ráðþrota á hann. Síðan fór hún úr fallegu peysunni sinni og rétti honum. Hann þreif hana af henni og kastaði henni langt í burtu. Þá gekk Sigrún frá honum, kraup á jörðina, spennti greipar og bað: ,,Góði Jesú. Þú veizt, að strákurinn á svo bágt.“ „Rótt, rétt, Sigrún," hljómaði hin milda rödd úr hásæt- inu. „Þetta var önnur þrautin. Og nú er aðeins þriðja þrautin eftir. Þó að þú sért aðeins ung að árum, áttu nú að segja okkur eitt ævintýri.“ Um leið og maðurinn f hásætinu hóf mál sitt aftur, breytt- ist allt. Litli, guli drengurinn hvarf og allt varð sem fyrr. Sigrún mundi vel eftir leikskólanum og góðu konunum, sem stundum voru strangar. En alltaf gátu þær sagt börn- unum sögur, kennt þeím að leika sér, sungið með þeim og hjálpað, þegar þau áttu bágt. Hún flýtti sér því að segja þeim söguna um Búkollu. En um leið og hún lauk við söguna, breyttist allt aftur. Allt i einu stóð hún i garðinum heima hjá sér. Allt var horf- ið. Ekkert var eftir. Ekkert nema vasaklútur brúðunnar, sem hún hélt á í hendinni. Úti var glaða sólskin. Hún heyrði í lúðrasveit í fjarska. Hún sá fána blakta við mörg hús. Nú mundi hún eftir því, að í dag var 17. júní. Hún hljóp nú á harða spretti inn til foreldra sinna og sagði þeim alla söguna. Hún stökk upp í fang föður síns. Og svo mikið brá honum, að hann datt aftur á bak niður í stól í stofunni! Nú urðu miklir fagnaðarfundir! En foreldrar hennar héldu helzt, að hún hefði sofnað og dreymt þetta allt. En þá sýndi hún þeim vasaklútinn. Og faðir hennar var alveg undrandi. Hann hafði aldrei séð svo fallegan vasaklút áð- ur. Hann skoðaði hann í krók og kring, og sagði svo: „Þetta var merkilegt, Sigrún mín. Við skulum ræða bet- ur um þetta síðar. Bezt þykir okkur að hafa fengið þig heim aftur. Okkur þykir svo vænt um þig.“ Og Sigrúnu þótti líka vænt um foreldra sína. En þegar hún heyrði,-að lúðrasveitin og skrúðgangan fór fram hjá húsinu þeirra, stökk hún á fætur. „Komdu út,“ kallaði hún til bróður síns. Svo hlupu þau út. Þau langaði lika til þess að fagna því, að ísland var frjálst og gott land. Þórir S. GuSbergsson. 146

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.