Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1970, Side 18

Æskan - 01.03.1970, Side 18
Pú getur ekki trúað því, hvað veslings stóra Ijónið kvaldist af tannpínu. Það var með skemmda tönn, og skemmdin stafaði auðvitað af því, að það hafði ekki burstað á sér tennurnar, þegar það var lítið. Þetta var mesta geðprýðis Ijón, en síðan það fékk tannpínuna, hafði það allt á hornum sér. Ljónynjan kom með Ijómandi fallegt sauðarlæri til morgunverðar. En um leið og Ijónið beit í lærið, rak það upp afskaplegt org: ,,Ú-ú-ú! Bu-u!“ sagði það, því að lærið hafði einmitt lent undir skemmdu tönninni. Ljónynjan varð þá úrill út af þvi, að það skyldi ekki vilja þetta ágæta kjötlæri, og svo varð bóndinn náttúrlega reiður líka. Hann stóð á fætur, rauk á dyr og skellti hurðinni á eftir sér, svo að buldi I. Nú ráfaði hann út á eyðimörkina og var þar á rölti langa lengi. — Stundum varð hann að setjast niður af kvölum, og orgði þá: ,,Ú-ú-ú! Bu-u!" Að lokum varð hann þreyttur á röltinu. Hann var líka svangur, því að hann hafði ekki fengið morgun- matinn sinn. Hann settist þvi niður undir háu tré og ætlaði að reyna að sofna. En í hvert skipti, sem hann var að festa blundinn, þá fór þessi sjóðandi verkur í gegnum höfuðið á honum, og hann hrökk upp. Þetta gerði tannpínan. Nú vildi svo til, að maður nokkur var á gangi skammt þaðan. Hann var vanur því að ganga langa leið á morgnana áður en hann borðaði. Einhver hafði sagt honum, að það væri fjarskalega hollt, og ef maður gerði það á hverjum einasta morgni alla sína ævi, þá yrði maður aldrei veikur. — Hann hljóp þvl á hverjum morgni út að 4 kllómetra steininum og heim aftur. En annað gerði hann ekki allan daginn, því hann var alltaf uppgefinn, þegar hann kom heim aftur, eins og þú getur getið nærri, og varð að liggja á bekk til kvölds, til þess að hvíla sig. Þegar hann kom út að 4 kílómetra steininum, þá fékk Ijónið einmitt eitt kvala- kastið. Það stundi og sagði: ,,Ú-ú-ú! Bu-u!“ — Maðurinn hafði ekki séð Ijónið, ög honum varð svo bilt við, að hann var nærri því dottinn á sitjandann. En það varð nú samt ekkert úr því. Hann tók kurteislega ofan og sagði: „Fyrirgeíið þér, herra Ijón! Ég heyrði ekki almennilega, hvað þér sögðuð!" ,,Æ,“ sagði ljónið, ,,ég er alveg að drepast úr tannpínu; æ, æ, hvað á ég til bragðs að taka?" ,,Þér verðið undir eins að fara til tannlæknisins, herra Ijón!" sagði maðurinn. „Það er Ijóti ósiðurinn hjá sumum, að fara ekki reglulega til tannlæknisins. — Menn ættu Bob Dylan, pophetjan heims- fræga, hefur nýlega lýst yfir því, að hann hafi samið fjölda nýrra söngva, sem hann ætli að syngja I hljómleikaför, sem hann er að hefja um Banda- ríkin. Þessi för hans mun verða ólík fyrri ferðum hans. Hún verður rólegri og ekki eins hamslaus og hinar fyrri voru. ,,Á þeim dögum æddi ég um,“ segir Dylan. ,,Ég var á stöðugu ferðalagi í næstum því fjögur ár. Ég sleit mér út. En nú hef ég enga löngun til þess að lifa slíku lífi.“ Maður nokkur ferðsiðist uni með apa og lét liann dansa og leika ýnisar listir úti undir l)eru lofti. Síðan lét hann ap- ann ganga með samskotabauk milli áhorfendanna, og skutu margir skildingi í hann. Að ])\í húnu fékk apinn eiganda sínum allt saman. Þegar Hans litli ssi ]>að, sagði iiann við móður sina: Þetta er víst góður dreng- ur. Sko, liann gefur honutn pabbn sínum alla pcningana ! 150

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.