Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1970, Side 25

Æskan - 01.03.1970, Side 25
"\ Ævintýri gæsarungans að var eitlhvað um að vera i ali- fuglagarðinum. Hænurnar og gæs- irnar og allir ungarnir þutu fram og aítur, og það var litli, guli gæsarung- inn, sem hafði komið þessu af stað. Gömlu og ráðsettu hænunum og gæs- unum kom saman um, að hann væri mesti bjólfi og yrði aldrei annað. Hann var svo ævintýragjarn, sögðu þær. En hænu- og gæsarungar ættu að íorð- ast að láta neitt slikt ná tökum á sér. En kannski litli bjálfinn mundi nú læra af reynslunni? Þannig haiði atvikazt, að smala- drengurinn hafði farið til þorpsins, þeg- ar umferðartrúðarnir voru þar, og keypt sé eidrauðan loftbelg og blásið hann út. Og hann hafði bundið hann við dálitla berjakörfu, en það haíði hann gert íyrir litla telpu á bænum, sem hafði fengið þá flugu í kollinn að senda brúðuna sína I flugíerð. En þetta var allra skynsamasta telpö, og þegar smal- inn sagði henni, að það væri allsend- is óvíst, að hún fengi nokkru sinni aft- ur að sjá brúðuna, ef hún sendi hana I þetta ferðalag, þá hætti hún við allt saman. En þarna var nú berjakarían og eldrauði loftbelgurinn bundinn við hana í alifuglagarðinum, en af þvl að * hvítalogn var, hóíst hann ekki á loft rneð hana. En nú kom litli, guli gæsarunginn og hoppaði upp í körfuna. ,,Hvað ertu nú að bjálíast?" spurði ein gamla hænan. ,,Ég ætla í ferðalag upp [ skýin," sagði gæsarunginn. En hænan hristi höfuðið og gaggaði sem ákafast og sagði öllum hinum hænunum og gæsunum frá áformi litla, gula gæsarungans. Og litli, guli gæsarunginn varð skelk- aður og ákvað að hætta við allt sam- an, en það var of seint, því að nú hvessti skyndilega, og upp þaut loft- belgurinn rauði með berjakörfuna, og þegar gæsarunginn gægðist út, sá hann, að hann sveif yíir alifuglagarð- inn, og þar var allt ( uppnámi. Það varð ekki annað sagt en brottför hans heíði komið þeim af stað þarna niðri. Og alltaf fór hann hærra og hærra, hann var kominn yfir runnana i garð- inum, og enn hærra fór hann, yfir hús- ið og alveg upp í skýin. Hvernig mundi þetta fara? Aumingja litli, guli gæsar- unginn var dauðskelkaður. Hann lok- aði augunum og þorði ekki að teygja fram höfuðið og líta niður. Og nú heyrði hann einkennilegan þyt í loft- inu. Hann áræddi að opna augun. Hann sá fuglahóp koma fljúgandi. Það voru villiendur. Og ein þeirra hjó nefinu í loftbelginn rauða og það kom gat á hann, og þá fór belgurinn að hrapa og karfan með — og furðulegt var það, en satt er það samt, að gæsarunginn litli lenti heilu og höldnu í alifugla- garðinum miðjum. Og allar hænurnar og gæsirnar og ungarnir Ifka söfnuðust í kringum hann. ,,Hvað varstu að fara?“ ,,0 — ég var bara að skoða mig um uppi í skýjunum,“ sagði litli, guli gæsarunginn og var hinn roggnasti. Hann hoppaði út úr berjakörfunni og lét sem hann væri alls ósmeykur, en í rauninni var hann þvi dauðfeginn að vera kominn niður á jörðina. En villi- gæsin flaug yfir alifuglagarðinn og gömlu gæsirnar skutu því að litla, gula gæsarunganum, að hún væri að senda honum tóninn. Litli, guli gæsarunginn skildi nefnilega ekki enn villigæsamál. En það, sem villigæsin sagði, var það, að það væri ekkert við það að athuga, þótt hann vildi fljúga, en það væri bezt fyrir hann að gera það ekki fyrr en hann hefði lært að beita sinum eigin vængjum. Og gömlu og reyndu hænurnar og gæsirnar í alifuglagarð- inum voru alveg á sama máli og villi- gæsin. NV TÍÐ I Hvlga lit]a gengur illa að j ra nrálfræðina, hvernig sem hnarinn reynir að gera lion- j'J11 hana skiljanlega. Nú er ^U'n að Ucra tiðir sagna. Þá ' ef!r ^cnnarinn við hann: ngsaðu þig nú vel um. — L‘g til dæmis segi: ég borða, "’aða tíð H er það þá? . e'gi litli hugsar sig' um hr 'l S^UI1C* °g segir siðan cykinn: — Þá er það máltið! HVAR er Siggi 9 Þeir Jón og Siggi eru tvíburar. Þeir hafa báðir verið úti að leika sér, en Jón, sem þið sjáið hér á myndinni, hefur tapað Sigga, og hvernig sem hann hefur leitað, hefur honum ekki tekizt að finna hann. Getið þið nú ekki hjálpað honum og fund- ið hann Sigga, sem er á ein- hverri síðu í þessu blaði. Til- grcina verður stað og síðuna, sem þið finnið Sigga á, og send- ið svo svör ykkar til ÆSKUNN- AR fyrir 25. apríl. Þrenn bókaverðlaun verða veitt. 157

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.