Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 32

Æskan - 01.03.1970, Page 32
Ferðafélagarnir skoöuðu Dýragarð Kaupmannahafnar, er þau komu til borgarinnar. Hér eru sebradýrin mynduð í bak og fyrir. Mörgæsunum gefið. Litla mörgæsin bvr sig undir að hnippa í vörðinn, en önnur er að gleypa síld. nú inn i garðinn, og það var ekki laust við að þeim þætti lyktin af íyrstu dýrategundunum sem þau sáu heldur slæm. en þeir Grímur og Sveinn sögðu, að þetta vendist og þýddi ekki að setja það íyrir sig. Antilópur, páfuglar og úlfaldarnir vöktu athygli barnanna, og þau ráðslögðu og ræddu um, hvort það væri kameldýr eða <{ drómedari sem hefði tvær kryppur á bakinu. Þeim kom samaf um, að þetta með kamelinn væri vitlaust utan á sigarettupakkan- um. Mikill fjöldi fólks var i dýragarðinum, sérstaklega börn- Strútarnir lágu í sandinum og böðuðu sig eins og hænsni, en ekki stungu þeir samt höfðinu i sandinn að þessu sinni; hafa liklega verið óhræddir. Inni hjá stóru páfagaukunum var vörðar að þrífa, og vörðurinn og páfagaukarnir virtust beztu kunn- ingjar, þvi hann klappaði þeim og klóraði i kollinum milli þesS sem hann rakaði gólfið. Eftir að hafa skoðað páfagaukana fórU þau og sáu stóru og villtu dýrin. Fyrst var Evrópuljónið með hárbrúskana upp úr eyrunum. Evrópuljónin áttu unga og þe|r voru likir köttum að sjá. Nú var komið að þeim tíma, að stóre rándýrunum yrði gefið. Þau æddu um i búrum sinum. Ijón. tigris' dýr, hlébarðar, púma og fleiri og fleiri. Fjöldi áhorfenda var líka saman kominn, og það var eins og rándýrin vissu. hvað klukkan sló, að nú væri komið að matmálstima. Vörðurinn koh1 og kastaði með gaffli kjötstykkjum inn til hlébarðanna: Þe,r urruðu og stukku á bráðina og hentust með hana upp á palla 1 búrunum eða út i horn. Ljónin æstust nú i búri sinu. en ÞaU voru þau næstu að fá matinn. Ljónið, konungur dýranna, tók virðulega á móti sínum bita og það sama gerði Ijónynjan. ÞaLÍ hvorki urruðu eða stukku en settust' að snæðingi virðuleg eihs og konungshjónum sæmdi. Og Það voru engir smábitar. seó1 hjónin fengu. Ljónið fékk næstum siðu af kálfi eða öðru ámó'a' og Ijónynjan litlu minna. Rándýrin lágu fram á lappir sinar, hélóu kjötinu með framlöppurium og rifu i sig fæðuna, og börnunu(T1 fannst næstum nóg um þetta ailt saman. Þau héldu siðan þanga® sem birnirnir léku listir, lögðust á bakið og böðuðu út öllurrl öngum til þess að fá fólk til þess að gefa sér hnetur. Áfrae1 héldu þau Hanna og Jóhann og skoðuðu filana, giraffana. stórU apana og mörgæsirnar. Górilluaparnir voru rólegir, en órangútah" aparnir léku sér og sveifluðu sér fram og aftur um búrið, rauð|r á skrokkinn og dálítið lubbalegir og höfðu stóran hjólbarða a\ vörubil fyrir leikfang. Sá eldri og stærri. kannski húsbóndinn a heimilinu, var all óárennilegur, fannst Hönnu, og ekki fannst henh1 til um, er Sveinn spurði, hvernig henni litist á forfeðurna! Fyr'r utan hús stóru apanna voru filarnir. Þau skoðuðu fyrst Afríku fílinn en siðan indversku filana og báru saman stærð og sköÞu lag. Fílarnir virtust allir i versta skapi, slengdu rönunum frisuðu og létu illum látum. Þau komu niður að selapollunum ^11 í þann mund er átti að fóðra sæljónin og selina. Vörðurih'1 birtist með fötu fulla af síld og fór upp á skýlið við tjörniha' Afrikufillinn þáði brauð og sykurmola hjá börnunum. 164

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.