Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1970, Page 34

Æskan - 01.03.1970, Page 34
Verðlaunaþraut Æskunnar og Klúbbanna ORUGGUR AKSTUR 1970 Hér lýkur verðlaunaþrautinni i umferöarmálum, sem ÆSKAN og Klúbbarnir ÖRUGGUR AKSTUR efna til í sambandi við 70 ára afmæli ÆSKUNNAR. Alls eru spurningarnar 30 í verðlaunaþrautinni og birtast 9 þær síðustu hér í blaðinu. Sendið nú strax svör ykkar til blaðsins. Allir lesendur ÆSKUNNAR undir 15 áre aldri hafa rétt til þátttöku í spurningaþrautinni, og vandinn er bara sá að merkja við rétt svar að sínu viti á spurningalistunum. Veitt verða 5 verðlaun fyrir rétt svör við öllum spurningunum. Úr réttum svörum verður dregið um verðlaunin, en þau verða þessi: 1. verðlaun: Vandað reiðhjól af gerðinni DBS, — norskt. 2. verðlaun: Tvö 10 daga námskeið við sumar- íþróttaskólann að Leirá. 3., 4. og 5. verðlaun: NORDPOL-kuldaúlpa og al- klæðnaður frá samvinnuverksmiðjun- um á Akureyri: HEKLU, GEFJUN og IÐUNNI. Auk framantalinna verðlauna verður öllum verð- launahöfum boðið í ferðalag innanlands, hverjum frá sínu heimili, og verða helztu áfangastaðir Aðalskrif- stofa SAMVINNUTRYGGINGA í Reykjavík, Sumar- íþróttaskólinn að Leirá, Hótel Bifröst og samvinnu- verksmiðjurnar á Akureyri. Fer verðlaunaafhendingin fram í sambandi við ferðalagið. Vegna þess, hversu umferðaröryggismálin eru mikil- væg í hverju þjóðfélagi, hvetur ÆSKAN mjög ai'“ lesendur sína til að taka þátt í spurningakeppninf11 Okkur ber öllum skylda til að bera gott skynbragð a umferðarmálin og haga okkur eftir settum regld111' 166

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.