Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 36

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 36
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR i ' Klukkurnar sem Finnar, Norðmenn og Svíar gáfu Skálholtskirkju. Einu sinni hitti ég hann Kalla litla og við ræddum um páskana — og páskaeggin! INGIBJÖRG: — Sæll, Kalli! Bráöum koma páskarnir. KALLI: — Já, ég hlakka svo til að fá páskaegg. — Mér finnst svo spennandi að fá málsháttinn. I.: — Það finnst mér líka. En manstu eftir nokkrum málshætti, sem þú hefur fengið? K.: — Já, já. Einn er svona: „Það er til lítils að hlaupa, ef stefnt er í skakka átt!“ I.: — Já, þetta er góður málsháttur, Kalli minn. Þú ættir alltaf að muna hann. Ég hugsa, að hann geti oft komið þér að gagni. En finnst þér ekki lika gott að borða páskaeggin? K.: — Jú-hú! Mér finnst svo sniðugt að hafa svona alls konar egg út um allt á páskunum. Hver fann upp páskaeggin? I.: — Ja, hver ætli hafi nú borðað fyrsta páskaeggið, — ekki veit ég, hvort hægt er að svara þvi. Það eru eflaust til margar sögur um páskaeggin, og um það hvernig alls kyns egg eru orðin svona sjálfsagður liður í sambandi við páskana. — En þegar þú spyrð, Kalli litli, þá man ég eftir gamalli helgisögn frá Frakklandi. Þar segir, að allar kirkjuklukkur fari til Rómaborgar í dymbil- vikunni, til að fá blessun hjá páfanum. Þær komi svo aftur, hver á sinn stað, á páskunum. Þá hringi þær allar og hljómi glatt og fagurlega. — Og ekki aðeins það, heldur rigni niður úr þeim eggjum i öllum regnbogans litum, handa öllum góðum börnum! Heldurðu, að það væri ekki skemmtilegt að eiga slíkar klukkur? — K.: — Jú, ég vildi að það væri ein á kirkjunni minni. — En veiztu, hvað mér finnst skemmtilegast við páskana? I.: — Nei, hvað er það? K.: — Páskafríið! Ég er að byrja að læra á skíðum. Ég vona bara, að það verði einhvers staðar snjór! I.: Já, einhvers staðar, en helzt ekki á götum borgarinnar! — En Kaili — heldur þú, að páskarnir séu alltaf á sama tíma árs? K.: — Ég hef nú ekkert hugsað út i það. — Alltaf er jóladagur 25. desember. Annars minnir mig, að páskarnir væru í april i fyrra. I.: Já, það er lika rétt hjá þér. Páskarnir geta verið á tímabilinu frá 22. marz til 25. apríl. Þú sérð, að það getur munað rúm- lega heilum mánuði. Það fer eftir tunglinu. K.: — Tunglinu? I.: — Já, þér finnst þetta kannski svolitið skrítið, en ég skal útskýra það Petur. Dymbilvika er sú vika kölluð, sem byrjar á pálmasunnudegi og endar á laugardegi fyrir páska. Og heyrt hef ég, að dymbill, eða hljóðdeyfir, hafi í þeirri viku verið settur í kirkjuklukkur, Kklega til að hljómur þeirra yrði dapurlegri þessa sorgarviku kristinna manna. — En e'ins og þú veizt, var Kristur kross- festur á föstudaginn langa. Péskarnir eru fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt, næst eftir vorjafndægur. K.: — Vorjafndægur, hvað er nú það? I.: — Jafndægur er sá sólarhringur, þegar dagur og nótt eru jafnlöng. K.: — Þetta er nú meira mengið! I.: — Ég vona, að þú skiljir samt dæmið. —- Og ég vona einnig. að þú vitir hvers vegna við höldum páskahátið. K.: — Já, til minningar um upprisu Krists. I.: — Þetta ættu allir að vita. Og þó að kirkjuklukkurnar okkar láti ekki rigna yfir okkur páskaeggjum, þá færa þær okkur fagran hljóm, sem minnir okkur á, að við erum frjáis, kristin þjóð. Ef við værum það ekki. væru heldur engir páskar og þar af leiðandi engin páskaegg og ekkert páskafrí. K.: — Ég fer nú alltaf í kirkju á páskunum. — En ég fer líka á skíði! I.: — Já, Kalli minn, þú ert bæði góður og hraustur drengur. Svo kvöddumst við Kalli. Lagið, sem ég sendi ykkur núna, er svo vitanlega við Páska- sálm úr Sálmabókinni okkar. Sérstaklega sendi ég með því kveðjur til prestanna ykkan kirkjukóranna og stjórnenda þeirra. GLEÐILEGA PÁSKA! INGIBJÖRG 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.