Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 43

Æskan - 01.03.1970, Qupperneq 43
 Ég er nú að hugsa um að æfa mig vel i matseld fyrir •andsmótið í sumar. Það er öruggt, að það koma mjög margir erlendir skátar, það er nú þegar vitað um þátttöku frá 9 þjóðum, stærstu hóparnir koma frá Englandi og Noregi. Eða svo segir mótsneíndin. Maður verður bæði að bjóða gestum og þiggja boð. Ég er að hugsa um að æfa mig vel I að baka pönnukökur, þær eru alltaf i miklu dálæti hjá útlendingunum. Svo væri ekki úr vegi að kunna að búa til almennilegan jafning með hangikjötinu og reglu- iaga góða íslenzka kjötsúpu. Svaka maður, ætli ég verði ekki langbezti kokkurinn á mótinu, fæ kannski medalíu. ég sé fyrir mér strákana, sem ekki nenna að æfa sig, en sleiki þeir þá bara af sér, það verður sko enginn „óbarinn biskup", það segir hann afi minn, og hann veit hvað hann syngur. Æfa-æfa-æfa, það er sko lóðið, maður minn. Hamingjusamur? Það var einu sinni konungur, sem átti s°n’ er aldrei var ánægður. Hann átti reiðhest, hann átti bát — já, hann átti sem hann gat óskað sér. En hann Var hvorki glaður né hamingjusamur. Allt- ^étti sjá á honum fýlu- og óánægju- aviPinn, hvar sem hann var staddur, og vernig sem ^ stóð. Fsðir hans fann upp ótal ráð og reyndi ’ sem hugsazt gat, til þess að koma °num ( g0tt skap, en ekkert dugði. . ^a9 nokkurn kom vitringur til hallar- 'nnar. Þegar hann heyrði, hvernig ástatt r með prinsinn, kom hann að máli við °nunginn og sagði: ,,Ég skal reyna að gera son yðar hamingjusaman." Og svo gerði hann nokkuð, sem vakti furðu þeirra, er á hlýddu. Fyrst skrifaði hann með einhverju hvítu efni stafi á pappírsörk. Enginn gat séð eða lesið, hvað þetta var. Síðan sagði vitringurinn prinsinum að fara inn í dimmt herbergi. Þar skyldi hann kveikja Ijós og halda örkinni fast upp að Ijósinu, þá mundi hann geta lesið það, sem þar væri skrifað. Prinsinn gerði nú eins og vitri maðurinn hafði fyrir hann lagt og beið nú með eftirvæntingu eftir þvl, sem hann nú fengi að sjá. Þegar hann bar örkina að Ijósinu, sá hann glöggt hina hvítu stafi eins og I bláleitum bjarma, og hann gat lesið mjög greinilega: „Gerðu daglega einhverjum meðbræðra þinna eða systra greiða.“ Prinsinn fylgdi ráði vitr- ingsins, og brátt varð hann hamingju- samasti maður í öllu kóngsríkinu. (lausl. þýtt H. T.) Sá, sem gerir þig góðan, er betri vinur þinn, en sá sem gerir þér gott. Að sama skapi er sá, sem gerir þig vondan, meiri óvinur þinn en sá, sem gerir þér illt. „Heftiplástur? Hefur etnhver meitt sig?“ „Nei, það er fyrir hann Pétur. Hann er að syngja.“ Leikþáttur á kvöldvöku Nirfillinn Nirfillinn (með grautarskálina): Ah-ah! En sá ilmur (sezt við að éta grautinn, skim- ar i kringum sig og lyktar að sér fisk- lyktinni, sem berst að vitum hans). Ah- ah! Gufuna fær maður þó alltaf ókeypis. Gestgjafinn (sem er orðinn leiður á þessu háttalagi — við sjálfan sig): Nú er þessi náungi búinn að þvælast hér dag eftir dag án þess að kaupa nokkurn skap- aðan hlut, eitthvað verð ég að gera til þess að ná mér niðri á honum. (Tekur viðbragð) Nú veit ég, hvað ég geri. Ég skrifa reikning á hann og læt hann borga mér fyrir nirfilsháttinn. (Fer að borði, sezt niður og skrifar reikning- inn, gengur siðan að borði nirfilsins og segir): Ég hef, herra minn, fóðrað nas- ir yðar með steikarlykt i marga mánuði. Gerið þér svo vel og borgið mér það, sem þér skuldið mér fyrir þetta. Nirfillinn: Gott og vel — bíðið andartak. (Dregur pyngju úr barmi sér). Gestgjafinn (við sjálfan sig): Aldrei hélt ég, að mér mundi veitast þetta svona auðvelt, ég bjóst alls ekki við svona viðtökum. Nirfillinn (hristir peningapyngju við eyra gestgjafans og segir): Heyrið þér glamr- ið ( peningunum? Gestgjafinn (glaður og hlær við): Já, já, ég held nú það. Nirfillinn: Það er gott. Þá er skuld mín greidd. Varan, sem ég fékk hjá yður, var lykt af fiski, og ég greiddi hana með glamri í peningum. TjaldiS. 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.