Æskan - 01.07.1970, Page 3
saka, næststærsta borg Japans, varð fyrir valinu, þeg-
ar heimssýningunni 1970 var valinn staður. Allar helztu
þjóðir heims taka þátt í sýningunni, og einkunnarorð
hennar eru: „Framfarir og samvinna alls mannkyns."
Norðurlandaþjóðirnar fimm, ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð
og Finnland eiga þarna sameiginlegan sýningarskála, sem teikn-
aður var af danska arkitektinum Bent Severin.
Alls eru sýningarskálarnir rúmlega 90 að tölu, hver öðrum glæsi-
legri og vitna um stórkostlegt hugmyndaflug og hugkvæmni verk-
fræðinga hinna ýmsu þjóða. Talið er, að þessi sýning kosti í upp-
setningu yfir 300 milljónir dollara, en það er svimandi há upphæð
í okkar krónum. Og eins og áður er sagt varð Osa!:a-borg fyrir
valinu.
Hún varð fyrir miklum skemmdum i heimsstyrjöldinni síðari og
hefði orðið kjarnorkusprengjunni að bráð næst á eftir Hirosima
og Nagasaki, ef Japanir hefðu ekki gefizt upp 15. ágúst 1945.
út ur flugstöðvarbyggingunni er komið, bíða okkar leigubílar, sem
eru svo sjálfvirkir, að afturdyr þeirra opnast og lokast á eftir
okkur, án þess að nokkur mannshönd komi við handföngin. Létt-
klæddur bílstjóri með snjóhvíta hanzka ekur eftir bílahraðbraut-
inni, sem byggð hefur verið á steinsúlum. Við horfum því á ská
niður á hinar upphaflegu gömlu götur borgarinnar, þar sem við
sjáum iðandi umferð gangandi, hjólandi og akandi fólks. Við
komum inn I fordyri gistihúss þess, er við eigum I pantað herbergi.
„Pikkalóar" og þjónar Jaka á móti okkur með bros á vör: „Hjartan-
lega velkomin og — hvenær ætlið þér að fara?“ Hótelherbergi
eru næstum ófáanleg um þessar mundir, þótt gull sé í boði, svo
gífurlegur er ferðamannastraumurinn vegna heimssýningarinnar.
Herbergið okkar er gott, veggir málaðir I þægilegum litum og
gólfteppi út I hvert horn, stjórntæki fyrir loftræstingu og innbyggð
rafknúin vekjaraklukka, sjónvarpstæki, litasjónvarp, útvarpstæki
og sími. — En hvers vegna liggur þetta vasaljós á náttborðinu?
Núna — 25 árum slðar — er Osaka nýuppbyggð borg, og setja
hinir 90 sýningarskálar þó enn meiri nýtízku blæ á hana en áður
var. Uppi yfir hálf-hringlaga innganginum að skála Norðurlanda
blasa við tvö merki: + og -p, plús og mínus. Hvað skyldu þessi
merki eiga að tákna? Jú, þau höfða til þess, að háþróað iðnaðar-
þjóðfélag hefur bæði slna kosti og galla: Kostirnir eru meiri af-
köst og léttari vinna, stritandi vélar, starfsmenn glaðir og prúðir,
en gallarnir: Flyk, reykur og hávaði, m. ö. o. mengun I lofti og
legi.
Japanir, sem nú eru að verða ein mesta iðnaðarþjóð heims,
kannast vel við þetta vandamál. í Tókló fellur t. d. svo mikið ryk
úr lofti til jarðar, að talið er, að það nemi um 34 smálestum á
hvern ferkílómetra á mánuði, eða næstum helmingi meira en I
New York, og er þó sú borg ekki til fyrirmyndar hvað þetta snertir.
Eigum við að skreppa I huganum á heimssýninguna I Osaka?
Já, bara í huganum, því að það er nokkuð dýrt að fara þangað
„I alvöru", kostar llklega yfir 80 þúsund krónur. Þota Flugfélags-
ins mundi geta „skutlað" okkur þangað á svo sem 14 tímum, ef
hún flygi þvert yfir Norðurpólinn. Við lendum I flughöfn Tókíó,
Haneda heitir hún, og þar sjáum við strax, að ekki er ofsögum
sagt af framförunum I Japan. Flughöfnin er t. d. svo stór, að
alíir ibúar Haínarfjarðar gætu hæglega staðið þar í einu horninu,
án þess að nokkur þrengsli væru að þeim.
Þótt við séum mállaus á japönsku, lendum við ekki í neinum
vandræðum með að rata, örvarnar benda, rúllutröppur, dyr, sem
opnast sjálfkraía, ef við litum spyrjandi á þær, og víða sjónvarps-
skermar, þar sem stúlkuandlit með skásett augu þylja upplýsingar
til farþega, ýmist á japönsku eða ensku.
Ferðatöskurnar okkar koma I röð og reglu á færibandi, og er
Þversagaðir stofnar af risafurum mynda sihækkandi raðir, byrja
í hnéhæð en enda í fimmfiu metra hæð.
339