Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 4

Æskan - 01.07.1970, Qupperneq 4
 Matteus V. Lœrisveinarnir Lúkas 5,28: „... Og hann yfirgaf alil, stóS upp og fylgdi honum." Sennilegt er, a5 Matteus hafi átt meira af jarðneskum eignum og auðæfum, en flestir hinna postulanna. Hann var tollheimtumaður, stundum kallaður Leví. Tollheimtumenn- irnir voru oft litnir illu auga. Margir þeirra hafa án efa not- fært sér aðstöðu sína til eigin hagnaðar og auðgazt á ná- unganum. Matteus virðist því fljótt á litið ekki hentugur í postulahópinn eða hæfur til starfa. En Jesús fer ekki eftir því, sem mönnunum finnst eða virðist. Hann lítur á hjartað! Stundum velur hann þá, sem í augum manna sýnast veikir og vanmátta. Hann elskar alla. ,,Og hann segir við hann: Fylg þú mér. Og hann yfirgaf allt, stóð upp og fylgdi honum.“ Sterka hlið Matteusar er án efa vilji. Hversu margir mundu ekki vera bundnir af eignum, fjármagni, stöðu og öðru, þegar eins stæði á fyrir þeim og Matteusi íorðum? Er það ef til vill enn svo I dag? Veikur vinur — og við frestum að heimsækja hann, þang- að til um seinan! Vinur, sem á f erfiðleikum, sorg og kvfða — og við frestum að senda honum bréf þangað til.. . En Matteus stóð upp og fylgdi Jesú. Ekkert hik, enginn efi, engin hálfvelgja. Matteusi eigum við einnig mikið að þakka, þar sem guð- spjall hans er. Hann hefur varðveitt svo mikið af „beinum orðum“ Jesú. En þó að Matteus hafi átt sterkan vilja, lærum við þó ekki síður af honum, að hann lagði sífellt mannlegan vilja sinn f hendur Guðs og bað: „Verði ekki minn vilji, heldur þinn.“ Getur verið, að okkur skorti meira af þessari auðmýkt og einlægni? Það kviknar á því, ef við snertum það. Jú, vasaljósið kemur í góðar þarfir, ef einhver þeirra jarðskjálfta, sem koma næstum hvern dag í Japan, verður svo kröftugur, að rafljósin slokkna. í baðherberginu, sem virðist vera nýlega flísalagt, eru allir nauð- synlegir hlutir til snyrtingar, og sumir þeirra koma okkur á óvart, eins og t. d. rúllan með toiletpappírnum, hún er þannig útbúin, að við þurfum aldrei að leita að endanum á rúllunni! Þó er kannski eitt atriði þarna, sem við erum ekki alveg „dús“ við: Þvottaskálin eða handlaugin er svo lág, að hún nær okkur aðeins rúmlega i hné. — Japanir eru nefnilega mjög lágvaxnir. Daginn eftir förum við svo með nýjustu hraðlest Japana til Osaka. Þessi lest er ein hin hraðskreiðasta ( heimi, hraði hennár er 210 km á klukkustund. Líklega verður okkur fyrst fyrir að skoða skála Norðurlandanna fimm — plús og mínus-skálann — og þar hittum við fyrir m. a. íslenzka starfsmenn, sjáum íslenzkar vörur og íslenzkan mat. Síðan förum við að litast um á sýningarsvæð- inu. Þarna er til dæmis einkennilegt og risavaxið vörumerki — eða er það kannski táknmynd? Þversagaðir stofnar af risafurum mynda síhækkandi raðir, byrja í hnéhæð en enda i fimmtíu metra hæð. Þetta er merki Brezku Kólumbíu, sem á þarna stóran skála. Skáli Svisslendinga er þarna líka í llki trés, sem þó er allt reist úr áli. Ekki mundi okkur veita af öllu sumrinu, ef við ættum að skoða þessa stóru sýningu og fá einhverja nasasjón af þeim merkilegu hlutum, sem þarna eru samankomnir. 340
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.