Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 5

Æskan - 01.07.1970, Blaðsíða 5
Svipmyndir af Kim Darby í hlutverki sínu í kvikmyndinni True Grit LEV TOLSTOJ Kim Darby heitir réttu nafni Derby Zerby. f kvikmvndinni True Grit eru aðalhlut- verkin þrjú, en við höfum enn ekki minnzt á Kim Darby, sem leikur eitt þeirra, ungl- ingsstúlku, er ræður John Wayne og Glen Campbell til þess að hjálpa sér við að leita uppi morðingja föður sins. Hún fæddist fyrir 21 ári í Hollywood og var eina barn foreldra sinna, sem voru dansarar. Um sextán ára aldur tók hún upp nafnið Kim Darby, en fram að þeim tima var nafn hennar Derhy Zerby, þótt ótrúlegt sé. 16 ára gömul fékk hún sitt fyrsta hlutverk, það var í' sjónvarpsþætti, þar sem hún lék blinda stúlku, sem verð- ur ástfangin af kennara sínum. Nokkru seinna lék liún gestaleik í „Gun- smoke“-sjónvarps])ætti á móti James Stacy og giftist honum haustið 1967. Ekki stóð þó hjónahand þeirra lengi, en liún á eina dóttur, sem hún sér ekki sólina fyrir. Hún liefur m. a. leikið í kvikmyndun- um Generation, sem er gamanmynd um vandamál ungs fólks, og nú nýlega í Nor- wood, þar sem hún lcikur aftur á móti Glen Campbell. Hún er sögð hafa mikla hæfileika og er mikils af lienni vænzt. Heljarstökkið ____pkipið haíði verið á siglingu víða um heim, en var nú á leiðinni til kgB heimahafnar. Það var hlýtt og gott veður, og flestir skipverja voru uppi á þilfari að njóta veðurblíðunnar. Stór api, sem skipsmenn höfðu fengið að gjöf, hljóp fram og aftur um þilfarið í léttilegum stökkum, gretti sig og skældi í andliti og togaði i suma skipverja, og þegar honum varð Ijóst, að hann vakti hlátur og að allir fylgdust með hreyfingum hans, varð hann enn aðgangsfrekari. Hann hljóp að tólf ára gömlum syni skipstjórans, sem stóð þarna, reif af honum hattinn, setti hann á sjálfan sig og hljóp upp í mastursreiðann. Allir fóru að hlæja, þegar drengurinn stóð berhöfðaður, og biðu þess hvort hann færi að hlæja eða gráta. Apinn stanzaði á fyrstu mastursránni, tók hattinn af höfðinu og gerði sig líklegan til þess að rlfa hann í sundur með tönnum og tám. Það var eins og hann væri að ögra drengnum með þessu og gretta sig við honum. Drengurinn kreppti hnefana og hrópaði, en apinn lét sem hann sæi það ekki. Sjómennirnir fóru að hlæja, en drengurinn varð blóðrjóður ( andliti. Hann kastaði af sér jakkanum sínum og klifraði upp I mastrið á eftir apanum. Á augabragði hafði hann klifrað upp að efstu ránni, en apinn var fimari og klifraði upp á næstu rá fyrir ofan, þegar drengurinn ætlaði að grípa eftir hattinum slnum. „Þú skalt ekki sleppa frá mérl" hrópaði drengurinn og klifraði hærra upp. Apinn teygði hann enn áfram með því að klifra hærra. Æstur af þessum eltingaleik fylgdi drengurinn apanum eftir upþ mastrið. Á örstuttri stund voru þeir komnir upp undir masturstopp. Á efstu ránni teygði apinn sig út frá haldreipinu og tyllti hattinum út á endann á ránni, síðan klifraði hann alveg upp í masturstoppinn og gretti sig þaðan framan I drenginn. Það voru um tveir metrar út á ráarendann, en til þess að ná þangað varð að sleppa taki á mastrinu. Drengurinn var nú orðinn svo ákafur, að hann sieppti mastrinu og fór út á rána án þess að styðjast neins staðar við. Niðri á þilfarinu höfðu menn fylgzt hlæjandi með prakkarastrikum apans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.