Æskan - 01.07.1970, Page 8
c------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Andrés hafði einskis óskað sér fremur en þess að eiga
vasahnif, vegna þess að drengir, sem eiga svona hnífa, eru
í einu vetfangi teknir ! fullorðinna manna tölu. Samt gat
hann ekki hugsað sér að láta þessa fallegu, nýju húfu
frá sér.
,,Mér þykir það mjög leitt,“ sagði hann og hélt leiðar
sinnar.
Við fyrstu gatnamótin mætti hann gamalli konu.
„Mikið áttu fallega húfu," kallaði hún hrifin og klappaði
saman höndunum af hrifningu. ,,Þú ert svo fínn með þessa
húfu, að þú gætir farið á dansleik f konungshöllinni."
,,Já, til þess langar mig,“ sagði Andrés. Hann hélt, að
marga langaði til að sjá fallegu húfuna hans. Síðan tók
hann mjög kurteislega ofan fyrir gömlu konunni og flýtti
sér í átt til konungshallarinnar.
Tveir hermenn stóðu fyrir framan hallarhliðið og stöðv-
uðu ferð hans.
„Hvert ætlar þú?“ spurðu þeir.
„Ég ætla á dansleikinn hjá kónginum," svaraði Andrés
og var hinn hreyknasti.
„Þú færð ekki inngöngu, nema þú sért í einkennisbún-
ingi," sögðu herrnennirnir.
Andrés svaraði: „Ég hef hugsað mér að nota nýju húf-
Nýja húfan hans cAndré^r
itt sinn var Iftill drengur, sem hét Andrés. Dag
nokkurn gaf móðir hans honum góða gjöf. Það
var húfa, sem hún hafði sjálf saumað. Andrési
virtist þetta vera fallegasta húfan, sem hann
hefði nokkru sinni eignazt, og þar fór hann vissulega nærri
sannleikanum.
Þetta var mjög falleg húfa, rauð með blátt mynztur ofan
á kollinum og grænan skúf. Andrés setti hana á sig, og
foreldrum hans virtist hún klæða hann alveg prýðilega.
Systkini hans fengu einnig að sjá hana, skoðuðu hana í
krók og kring og voru sammála um, að húfan væri afar
falleg.
Nú gekk hann hreykinn út á götu með hendurnar i
buxnavösunum og húfuna á höfðinu, til þess að allir gætu
virt hana fyrir sér.
Fyrst mætti hann bónda, sem var á leið til sölutorgsins
með hlaðinn vagn af vörum. Bóndinn stanzaði og hneigði
sig djúpt, þegar hann sá Andrés með nýju húfuna.
Andrés hneigði sig á móti og gekk áfram háleitur af
stolti yfir því, að bóndinn hafði dáðst svo mjög að nýju
húfunni hans.
Næst mætti hann dreng, sem átti heima neðar í götunni.
Þetta var stór strákur I háum stigvélum og hafði fallegan
vasahnif I hendinni. En þegar snáði sá, hvar Andrés kom
gangandi eftir götunni með þessa fallegu húfu á höfðinu,
stanzaði hann og starði á húfuna.
„Þú skalt fá vasahnffinn minn, ef þú lætur mig fá nýju
húfuna þlna," sagði hann.
*---------------------------------------------------------------....... ................. .................... , J
una, sem mamma saumaði mér. Hún er sfzt verri en ein-
hver einkennisbúningur."
Hermennirnir fóru nú að gefa húfunni nánari gætur. Þeir
ræddu um hana sin á milli og urðu ásáttir um, að í raun-
inni hefði Andrés rétt fyrir sér. Síðan var hliðið opnað og
344